Feykir


Feykir - 16.02.1994, Blaðsíða 8

Feykir - 16.02.1994, Blaðsíða 8
Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra 16. febrúar 1994,7. tölublað 14. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill LANDS BÓK Þrjár bækur með mismunandi binditíma, háum raunvöxtum og lántökurétti í RS jw Landsbanki Slími ML íslands JM.M Banki allra landsmanna Skipverjar á Skafta búa sig undir að æfa reykköfun, sem var einn liður í námskeiðinu, Ábúandinn að Nautabúi: Sýknaður af ákæru um að hafa kveikt í Ábúandinn að Nautbúi í Vatns- dal var í liðinni viku sýknaður í Hæstarétti af ákæru um að hafa valdið bruna og stórfelld- um eignarspjöllum á jarðhæð íbúðarhússins 15. desember 1992. Tveir hæstaréttardómar- ar af fimm töldu hins vegar að staðfesta ætti dóm héraðsdóms yfir manninum, sakfellingu og átta mánaða fangelsi, þar af fimm skilorðsbundna. Héraðsdómur grundavallaði dóm sinn á niðurstöðu rannsókn- araðila sem taldi sýnt að maður- inn hefði lagt eld í húsið á tveim stöðum, og útilokað væri að íkveikja hafi orðið af völdum raf- magns, eins og ábúandinn taldi. Hæstiréttur taldi hins vegar að rannsóknaraðila hefði ekki tekist að sýna fram á sekt mannsins, sem neitaði ávallt sakargiftum. Tjónið í brunanum var metið á 3,6 milljónir. Fasteignin var vá- tryggð, en ekki innbúið, sem var í eigu ábúandans. Aðstoðarmaður séra Hjálmars: Kosinn prestur á Þingeyri Björgunarskóli sjómanna: Skaftamenn á námskeiði og Sæbjörgin kemur næsta sumar „Það er víst of seint fyrir menn að læra þegar allt er komið í óefni. Það eru sem betur fer margir útgerðaraðilar og skip- stjórnendur mjög vel meðvit- aðir um, og einnig hitt að nauðsynlegt sé að viðhalda þeirri þekkingu sem fengin er varðandi björgunar- og örygg- isbúnað skipa, og tileinka sér þær nýjungar sem stöðugt eru að koma fram“, segir Hilmar Snorrason skólastjóri Slysa- vamaskóla sjómanna sem hélt fjögurra daga námskeið fyrir skipshöfn togarans Skafta SK í síðustu viku. Neyðarblys sem Sauðkrækingar og Skagfirð- ingar sáu á lofti sl. föstudag, voru einmitt tilkomin vegna þessa námskeiðs. Að sögn Hilmars snúast þessi námskeið fyrst og fremst um það aö auka öryggi sjómanna. Þetta er í annað sinn sem Slysavama- skóli sjómanna er á ferðinni á Sauðárkróki. Fyrir fjórum ámm kom skólaskipið Sæbjörg hingað og efnt var þá til námskeiða fyr- ir sjómenn á svæðinu. Að sögn Hilmars er stefnt að því að Sæ- björgin komi til Sauðárkróks í vor eða sumar og þá gefist tog- araáhöfnum á svæðinu kostur á fræðslu. Einnig sé í farvatninu að halda námskeið fyrir sjómenn á smábátum, og yrði þar um tveggja kvölda námskeið að ræða. „Við teljum mjög æskilegt að sjómenn viðhaldi þekkingu sinni, með 4-5 ára millibili minnst, þannig að það er kominn tími á að við komum með Sæ- björgu hingað aftur. Hlutimir vilja gleymast með tímanum og síðan em alltaf einhverjar nýj- ungar sem koma til, þannig aö mönnum veitir ekkert af því að fylgjast með. Menn mega ekki falla í þá gryfju, að eftir að þeir hafi einu sinni sótt námskeið hjá Slysavamarskólanum, sé þeim borgið um aldur og ævi“, segir Hilmar Snorrason. Kristinn Jens Sigurþórsson, sem verið hefur í starfsþjálfun hjá séra Hjálmari Jónssyni að undanfornu og honum til að- stoðar, var í liðinni viku kosinn sóknarprestur í Þingeyrar- prestakalli í Dýrafirði. Kristinn hlaut lögmæta og mjög góða kosningu, 17 atkvæði af 21 kjörmanna. Tveir aðrir umsækjendur vom um embættið. Séra Sigurður Am- grímsson fyrrv. prestur í Hrísey og guðfræðikantidatinn Olafur Þórisson. Kristinn Jens verður vígður í Dómkirkjunni á sunnu- daginn kemur og mun síðan halda til starfa vestur. Sambýliskona Kristins, Hjör- dís Stefánsdóttir fulltrúi sýslu- manns Skagfirðinga, kemur til með að láta af því starfi þegar hún flyst vestur, og fara þá að starfa hjá lögmannaskrifstofu á Isafirði, en fjarskiftatæknin gerir henni mögulegt að vinna stærsta hluta vinnu sinnar heima hjá sér á Þingeyri. Oddvitinn Það fara fleiri í hundana en Kínverjar. Grettir bjargar tveim hundum á einni viku I>að er kannski von að gár- ungarnir séu nú farnir að kalla Björgunarsveitina Gretti á Hofsósi „hundasveitina“, en um helgina barst sveitinni beiðni i annað skipd á viku um að ná hundi úr fjalli. Fyrir viku sagði Feykir frá því að hundi hafi verið bjargað úr RóðhóIshnjúki.I þetta skipti þurfti að bjarga hvolpi efst úr fjallinu fyrir ofan Skugga- björg í Deildardal. Hafði hvolpurinn, sem var í fóstri á bænum, orðið frelsinu feginn þegar honum var hleypt út t ferskt loft seinni part laugar- dags eftir nokkurra daga dvöl á Skuggabjörgum. Að sögni Erlings Garðarsson- ar í Neðra-Ási er stjómaði björg- unaraðgerðum gekk björgunin, sem fram fór á sunnudag, mjög fljótt og vel. „Við fómm á þrem vélsleðum upp fjallið að norðan- verðu og komust þannig mjög nálægt hvolpinum. Það var ekk- ert bras við að ná honum, þannig að þetta var svo sem ekki nein kúnst". Að sögn Erlings var lagt bann vió aö skotvopn væm höfð meðferðis í förina, enda hundar dýrgripir í augum eigenda sinna. Erlingur sagði að fjallið upp af Skuggabjörgum væri snarbratt, hjarnið og hálkan þar mikil og alveg furðulegur krafturinn í dýrunum að komast svona langt Þess má að endingu geta að það em reyndar Kínverjar sem halda hátíðlegt ár hundsins í ár. Hér heima er það hinsvegar ár Ijölskyldunnar sem haldið er há- tíðlegt, auk 50 áranna frá lýð- veldisstofhun. En þeir hjá Gretti gætu álitið að þetta hefði nú skolast eitthvað til. Gæðaframköllun BÓgggÚÐ BRSWARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.