Feykir


Feykir - 23.02.1994, Qupperneq 6

Feykir - 23.02.1994, Qupperneq 6
6FEYKIR 8/1994 rTirTIXO O A A Texti: Kristján J. Gunnarss. LrJVJjil 1 IððAljA Teikningar: Halldór Péturss. vera hér vært lengurí*. Grettir kvaðst hendur sínar og líf eiga að verja, - „en illa er það, er þér mislíkar‘\ Leitaði Grettir nú brott af Mýrum og fór um haustið á Geitlandsjökul og stefhdi á landssuður eftir jöklinum og hafði með sér ketil og eldsvirki. Grettir fór þar til, er hann fann dal í jöklinum. Hann sá þá fagrar hlíðar grasi vaxnar og smákjörr. hve margur sauður þar var í dalnum. Svo hefir Grettir sagt, að fyrir dalnum haii ráðið blendingur, þurs einn, sá er Þórir hét, og í hans trausti hafði Grettir þar verið. Gretti þótti svo dauflegt í dalnum, að hann mátti þar eigi lengur vera. Gekk hann þá af jöklinum og fór suður um land og allt til Austfjarða. 131. Það frétti Þórir úr Garði, að Grettir lá úti á Reykjaheiði, og safhaði mönnum og reið á heiðina. Grettir varð nálega eigi fyrr var við, en þeir komu aó honum. Hann var þá við sel, er þar stóð skammt ffá veginum. Þá var hann við annan mann. Varð þá skjótt til ráða að taka og bað Grettir, að þeir skyldu fella hestana og draga þá inn í selið og svo gerðu þeir. Þórir reið um fram norður eftir heiðinni og fann ekki Gretti. Snéru þeir nú aftur. 132. Þá mælti Grettir: „Eigi mun þeim ferðin þykja góð, ef vér finnumst eigi. Nú skaltu geyma hesta okkar, en ég skal fara til móts við þá. Væri þeim það hjáleikur, ef þeir kenndu mig eigi“. Tók Grettir sér þá annan búning og hafði síðan hött niður fyrir andlitið og hafði staf í hendi, gekk síðan á veginn fyrir þá. Þeir heilsuóu honum og spurðu, hvort hann hefði nokkura menn séð ríða um heiðina. Naumt tap fyrir Keflvíkingum í skemmtilegasta leik vetrarins Lslands- og bikarmelstarar Kefla- víkur lentu í kröppum dansi gegn Tindastóli á Króknum sl. sunnudagskvöld. Heimamenn sýndu svo sannarlega klærnar og höfðu oftar frumkvæðið í mjög jöfnum leik, þar sem grimmur varnarleikur og bar- átta var í öndvegi. Það var ekki fyrr en á síðustu tveim mínútun- um sem gestirnir náðu undir- tökunum og reynsla þeirra skil- aði þeim sigri á elleftu stundu í mest spennandi og skemmti- legasta leik sem fram hefur farið í Síkinu í vetur. Tindastóll byrjaði betur í leiknum, en Keflvíkingar náðu fljótlega að jafna. Munurinn var aldrei mikill milli liðanna í fyrri hálfleiknum, Tindastóll oftar yfir og náði betri forystu, mest fimm stigum. Staðan í leikhléi var 34:33 fyrir Tindastól. Heimamenn komu ákveðnir til seinni hálfleiks og náðu mest átta stiga forystu 51:43. Þá var það Guðjón Skúlason sem tók til sinna ráða. Byrjaði á að skora tvær þriggja stiga körfur og var síðan drjúgur það sem eftir var leiksins. Keflvíkingar náðu að jafha upp úr miðjum hálfleiknum og komast þrem stigum yfir. Tindastóll jafh- aði og komst í fjögurra stiga for- skot. Keflavík jafhaði aftur og síð- an var jafnt á öllum tölum þar til rúm mínúta var eftir. Þá hættu Tindastólsmenn að hitta úr skot- um sínum, en Keflvíkingar skil- uðu sínum niöur og stóðu uppi sem sigurvegarar í jöfnum og spennandi leik, lokatölur urðu73:77. Róbert Buntic, Hinrik Gunn- arsson, Páll Kolbeinsson og Ingv- arOrmarsson áttuallirmjöggóð- an leik fyrir Tindastól, og Sigurvin Pálsson komst einnig vel frá leiknum. Guðjón Skúlason átti stórleik fyrir Keflavík og hélt liðinu á floti um tíma í seinni hálfleiknum. Al- bert Oskarsson og Sigurður Ingi- mundarsson átti einnig mjög góð- an leik, en Raymound Foster beið lægri hlut í baráttunni við Buntic undir körfunni og átti ekki góóan dag. Stig Tindastóls: Ingvar Orm- arsson 21, Hinrik Gunnarsson 17, Róbert Buntic 15, Páll Kolbeins- son 10, Sigurvin Pálsson 6, Ingi Þór Rúnarsson 2 og Omar Sig- marsson 2. Guðjón Skúlason var langstigahæstur í Keflavíkurliðnu með 28 stig og Raymound Fost- erskoraði 15 stig. Tindastóll leikur mjög mikil- vægan leik annað kvöld (fimmtu- dagskvöld) gegn Skallagrími í Borgamesi. Bæði liöin eru jöfn í næstneðsta sætinu með 12 stig. Feykir fyrir 10 árum „Skugga-Sveinn" í bílslysi Mjög harður árekstur varð milli tveggja fólksbíla á Blöndu- ósi í byrjun mánaðarins. Öku- maður var einn í öðmm bílnum, slasaðist hann rnikið og var flutt- ur á sjúkrahús í Reykjavík. Hann reyndist handleggsbrotinn, axlar- brotinn, nef- og kjálkabrotinn og hælbrotinn, en innvortis meiðsl hlaut hann engin. Er hann nú á góðum batavegi. í hinum bílnum vom þrír far- þegar auk ökumanns. Hlautu þeir allir minni háttar mciðsl. Bílamir em báðir gjörónýtir og aö sögn Frímanns Hilmarssonar lögreglu- þjóns er mesta mildi að fólkið slasaðist ekki enn meira. Þetta slys hefur orðið til þess að ákveðiö hefur verið að fresta því að sýna leikritió Skugga- Svein í eitt ár. Astæður em þær að ökumaðurinn sem mest slasaðist er Njáll Þórðarson. „Við getum ekki liugsað okk- ur annan en Njál í hlutverk Skugga-Sveins", sagði Sveinn Kjartansson formaður Leikfélags Blönduóss í samtali við Feyki. „Hann hæfir okkur manna best í þetta mikla hlutverk og er gamal- gróinn leikari og mjög virkur fé- lagi í Leikfélagi Blönduóss“. í stað Skugga-Sveins hefur Leikfélag Blönduóss ákveðið að taka Spanskfluguna eftir Amold og Back. Æfingar em hafnar og er leikstjóri Eyþór Amason. Ný skóbúð á Króknum Gylfi Geiraldsson mun á næstu dögum opna nýja skóbúð á Sauðárkróki í húsnæði því sem verslunin Björk hefur verið í að Aðalgötu 10. Þar var áður rekin skóbúð, en nokkuð er síðan að sú verslun var aflögð. Að undan- fömu hefur umboósmaður stóm happadrættanna, HI, SIBS og DAS, haft þar aðsetur og þegar Gylfi opnar skóbúóina mun happ- drættisumboðið flytjast í húsnæð- ið þar sem verslunin Garðars- hólmi var áður í Kirkjuklauf. Rækjuleyfum mótmælt Hreppsnefnd Hvammstanga varar alvarlega við þeirri stefnu sjávarútvegsráðuneytis að heimila ótakmarkaða sókn í rækjustofhinn úti fyrir Norðurlandi. Jafnframt er því beint til ráðuneytisins að það hlutist til um að rannsóknir á rækjustofninum verði stórauknar. Leiði rannsóknir í ljós að óhætt sé að auka sókn í rækjustofninn Norðanlands sé eðlilegast að þeir aðilar sem þróað hafi þessar veið- ar og vinnslu á hagkvæman hátt, á undanfömum ámm og næst mið- unum liggja, fái að njóta afla- aukningarinnar. Hreppsnefndin lýsir yfir undr- un sinni á veittum leyfum til að setja upp nýjar rækjuverksmiðjur á sama tíma og afkastageta þeirra sem fyrir em sé ekki fullnýtt. Sér- staklega sé undarleg úthlutun nýrra rækjuvinnsluleyfa austan lands og sunnan, þar sem mikil óvissa sé um rækjuafla af nálæg- um miðum. Mótmælt er öllum hugmyndum um að þessar verk- smiðjur taki afla af miðunum úti fyrir Norðurlandi, enda tilsvarandi að humar sem veiðist fyrir suann land yrði fluttur til vinnslu á Noró- urlandi. Læknishúsið selt til niðurrifs Brynjar Pálsson bóksali og Páll Ragnarsson tannlæknir hafa keypt Suóurgötu l, gamla Lækn- ishúsið á Sauðárkróki, af Kaupfé- lagi Skagfirðinga. Ætla þeir að láta rífa húsið og byggja á lóðinni nýtt hús, þar sem verður Bókabúð Brynjars og Tannlæknastofa Páls. Agreiningur hefur verið í byggingamefnd bæjarins um hvort heimila eigi niðurrif hússins. Jón Arnar setti met í 60 metra grindar- hlaupi og sigraði í sjöþraut í Árósum Jón Arnar Magnússon Tinda- stóli setti nýtt Islandsmet í 60 metra grindahlaupi á móti í sjöþraut sem fram fór í Árós- um sl. sunnudag. Jón hljóp á 8,16 sekúndum, sem er 13/100 betri tími en gamla metið frá 1986. Jón Amar sigraði með yfir- burðum á mótinu, hlaut um 500 stigum fleiri en danski meistarinn sem keppti á mótinu. Árangur Jóns var 5504 stig, sem er aðeins lakari en Islandsmctið sem hann setti fyrir ári. Árangurinn í ein- stökum greinum var eftirfarandi: 60 m hlaup 7,08 sek., langstökk 7,33 m, kúluvarp 13,94 m, há- stökk 1,95 m, 60 m grind,. 8,16 sek, stangarstökk 4,30 m og 1000 m hlaup 3:03,53 sek. Mótið fór fram á einum degi.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.