Feykir


Feykir - 23.03.1994, Blaðsíða 7

Feykir - 23.03.1994, Blaðsíða 7
12/1994 FEYKIR7 Mynd nr. 3. Ekki tókst að fá fullnaðarupp- lýsingar um óþekktu myndimar sem birtust í blaðinu fyrir hálfum mánuði. Þó bárust upplýsingar úr þremurstöðum umtværkonurá mynd nr. 3. Það reyndist vera Aðalbjörg Vagnsdóttir frá Mið- húsum í Blönduhlíð sem stendur til hægri á myndinni, en Aðal- björg Gísladóttir, einnig frá Mið- húsum, situr fyrir framan hana. Hinar tvær konumar til vinstri handar á myndinni em enn ónafn- greindar. En eigi einhver eftir að komast að nafni þeirra, er hann vinsamlegastbeðinnað gefaupp- lýsingar. Engin vitneskja hefur borist um mynd nr. 4. Bestu þakkir til þeirra sem gáfu upplýsingar. Tvær næstu myndir bárust safninu nýlega héðan úr Skaga- firði, en ljósmyndari er óþekktur. Við leitum því enn upplýsinga, sem sendist til Héraðsskjalasafns- ins á Sauóárki'óki, sími 95-36640. Mynd nr. 4. Hver er maðurinn? Smíða eldhús-, bað- og fataskápa. Annast einnig hvers konar viðhalds- og nýsmíði. Hjörtur Ingason húsasmíðameistari Barmahlíð 6 sími 35825 Ókeypis smáar Til sölu Til sölu Mazda 626 árgerð 1986, ekinn 128 þúsund km. Mjög góður bíll. Upplýsingar í síma 35141 (Jóhann). Til sölu tjaldvagn Camp-let GTE árgerð 1990. Lítið notaður. Upplýsingar í síma 35825. Til sölu vélhjól, Honda Shadow 500 árgerð 1986,14 tommu sjón- varp og svefnsófi. Upplýsingar í síma 35929. Til sölu Artic Cat el tigre EXT vélsleði, árgeró 1989. Ekinn 3500 mílur. Mjög fallegur og góður sleði. Tilboðsverð 290 þúsund, staðgreitt. Til sýnis á Bílasölu Baldurs. Upplýsingar í síma 37413. Til sölu urn það bil l(XX) baggar af þurrheyi. Einnig svipað magn af lausu súgþurrkuðu heyi. Upplýsingar veitir Þórarinn í sínia 38247. Til sölu fjórhjól, Kawasaki Mojave 110. A sama stað einnig til varahlutir í Kawasaki Mojave 250. Upplýsingar í síma 36548 eftirkl. 17,00. Til sölu baggabindivél, New Holland 945, árgerð 1989, baggatína og baggafæriband. Vélin er lítið notuð og vcl meó farin. Upplýsingar í síma 95- 38183. Atvinna óskast! Drengur á 17. ári óskar eftir að komast í sveit. Vanur öllum sveitastörfum. Upplýsingar í síma 35929. Hlutir óskst! 100 lítra miðstöðvarkútur mcð rafmagnsclcmenti. A sama stað til sölu amerísk upp- þvottavél og ísskápur með frysti, hæð 1,40 metra. Upp- lýsingar í síma 95-38836. Gufunestalstöð óskast, gjaman í skiptum fyrir Toyota Land- krúser, Dat eða Shout hásingar. Upplýsingar gefur Þórir í vs. 97-11449 og hs. 97- 12026. Húsnæði óskast! Óska eftir góðu herbergi fyrir vægt gjald á Sauðárkróki. Upp- lýsingar í síma 12926 eftir kl. 20. Tryggvi framh. af 2. síðu ans, hvort sem var á vettvangi stjómmála eða á öðmm sviðum. í stjómmálaskoðunum var hann sjálfstæðismaður af gamla skól- anum og mun hafa haldið tryggó viö sinn gamla flokk allt til ævi- loka, þótt ekki félli honum allt jafnvel á vettvangi sjómmálanna nú síðustu árin. Hann unni ættjörð sinni, bar hag lands og þjóðar fyr- ir brjósti, ekki síst sveitarinnar, upp úr jarðvegi hennar var hann sprottinn. Hann var góður sonur sinnar sveitar og héraðs, sem hann helgaði krafta sína alla. Síðustu árin var Tryggvi blindur að kalla. Það lét hann þó ekki aftra sér frá því að taka sér ýmislegt fyrir hendur. Hann sótti vel félagsstarf aldraóra og mann- fundi af ýmsu tagi. Ætíð hefur Tryggvi verið mættur er við fé- lagar í Lionsklúbbi Skagafjarðar höfum komið í okkar árlegu heimsókn á elliheimilið á Sauðár- króki, og oftar en hitt hefur hann sagt nokkur vel hugsuð orð í lok samvemstunda. Sjálfur var hann félagi í Lionsklúbbnum Höfða á Hofsósi allt til dauóadags. Síóustu sumur hefúr hann ver- ið virkur þátttakendi í sumarferð aldraðra, sem klúbbur okkar hef- ur efht til. Minnisstæð er mér ferð til Siglufjarðar fyrir tveimur ámm. Er ekið var í gegnum Sléttuhlíð fékk Tryggvi hljóðnem- ann og fræddi okkur um mannlíf þar. Það var auðfundið að hann naut þess að tala um sínar heima- slóðir, þær áttu hug hans allan. Síðustu ferðina fór hann með okkur í ágúst á liðnu sumri, sem farin var fyrir Vatnsnes, þá nær níræóur að aldri, en hrókur alls fagnaðar sem endranær. Við munum sakna þess að hafa ekki Tryggva í hópnum næsta sumar. Hinn aldni heiðurs- maður, Tryggvi Guðlaugsson, hefur nú lagt upp í hina hinstu ferð. Ég þakka honum samfylgd- ina og bið honum blessunar og fararheilla á nýjum leiðum. Hvíli hann í friði. Ólafúr Þ. Hallgrímsson. Skagfirsk sveifla á Hótel Islandi Föstudagskvöldið 25. mars nk. verður skagfirskt söng- og skemmtikvöld á Hótel íslandi. Karlakórinn Heimir og Skagfirska söngsveitin syngja Skagfirskur hagyrðingaþáttur í umsjón Eiríks Jónssonar Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar heldur uppi fjörinu á dansleiknum Matseðill: Portvínsbætt austurlensk sjávarréttasúpa með rjómatopp og kavíar. Koníakslegið grísafille með franskri dijonsósu, parísarkartöflum, oregano flamberuðum ávöxtum og gljáðu grænmeti. Konfektís með piparmintuperu, kirsuberjarkremi og rjómasúkkulaðisósu. Verð kr. 3.900 Miða- og borðapantanir í síma 91-687111 alla virka daga milli kl. 13-17

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.