Feykir


Feykir - 06.04.1994, Blaðsíða 2

Feykir - 06.04.1994, Blaðsíða 2
2FEYKIR 13/1994 Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aóalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Asmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaóstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, SæmundurHermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarveró 137 krónur hvert tölublaó með viróisaukask.. Lausasöluverð: 150 krónur með virðisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða. Ljónið lætur ekki deigan síga Leó Árnason, eða Ljón norðursins eins og hann kailar sig Iistamaðurinn frá Víkum á Skaga, er hreint ekki dauður úr öllum æðum. Ljónið, sem orðið er 82ja ár, var með sýningu á vatnslita- og pastelmyndum á Kaffi Krús á Selfossi um páskana. Þar voru einnig uppákomur tengdar sýning- unni. Á laugardaginn um páskahelgina las Steingrímur Sigurðsson listmálari úr Ijóðum Leós, og lék skáldið sjálft undir á sög við upphaf upplestrarins, þrátt fyrir að það hafi átt við heilsuleysi að stríða undanfarið og dvalið á Sjúkrahúsið Suð- urlands, en Leó fékk áfall fyrir skömmu. Steingrímur listmálíiri hefur áður les- ið upp ljóð eftir Leó, m.a. í Offisera- klúbbnum á Keflavíkurflugvelli. Hann segir offiserana mjög hrifna af Leó, enda sé hann eins og Kaninn ímyndi sér lista- menn, ekkert ólíkur Salvador Dali og dá- lítið trylltur, eins og sagði í smá viðtals- stubb í Mbl. Um lífsskynjara í sólblindu og fleira Fyrir einhverjum misserum síðan orð- aði ég þá hugmynd við ritstjóra Feykis aö ég skrifaði öðru hvoru pistla í blaðið um menningarmál. Það var ekki dregið úr nafngiftinni. Ritstjórinn taldi að þetta væri heldur rýr málaflokkur hér um slóðir og sagði auk þess sem von er að sér væri ekki sama hvað birtist í blaðinu. Sé ég nú að þetta var skynsamlega mælt og er ég þakk- látur ritstjóranum fyrir að hafa haft vit fyr- ir mér í þessu máli. Fyrir nokkmm vikum orðaði ég það við ritstjórann að mig lang- aði til að geta nýútkominnar ljóðabókar og taldi hann enga anmarka á því. Það hefur hinsvegar dregist hjá mér að koma þessu á blað. Kannske var ég að bíða eftir Sigfúsi vini mínum í Steintúni, en hann hefur lengi verið að boða mér útkomu ljóðabókar. Ung kona, Pála Kristín Bergsveinsdótt- ir, er á vori lífs síns kölluð af þeim vett- vangi og fengið það hlutverk í hendur að fást við erfiðan og fágætan sjúkdóm. Tveir ungir vinir hennar, Haukur Freyr og Stein- ar Sigurjón gefa út ljóðabók, Lífsskynjarar í sólblindu, og tileinka henni. Bókin er gcf- in út í 400 tölusettum eintökum. Hvert eintak bókarinnar hefúr sitt útliL Lescndum er bent á að bókinn búi yfir leyndarmáli. Það er Handan Vatna forlagið sem gefur bókina ÚL Þetta er merkilegt framtak hjá þeim Hauki Frey og Steinari Sigurjóni og hlýtur að vekja athygli okkar, á margan hátt. Hver er þessi unga kona ? Hver er þessi sjúk- dómur? Hver er tilgangurinn með þessi lífi ? Með hvaða hætti hugsum við um umhverfi okkar? Og svo mætti lengi halda áfram með spumingar. Þær spumingar sem út- gáfa bókarinnar vekur er hluti af leyndar- máli hennar. Og svörin sem við fáum em hluti af lífsleyndarmáli okkar sjálfra. Hér em semsagt á ferðinni þau leyndarmál sem við köllum tilfinningar og hugum kannske ekki alltaf vel að. Og þessi ungu skáld gera það sem önnur skáld hafa gert áður og eiga eftir að gera, að þau segja okkur frá tilfinn- ingum sínum, gefa okkur trúnaö sinn. Bókin býr yfir mörgum leyndarmálum. Auðvitað ætti hér nú að koma kafli um fjölda ljóða í bókinni, hvemig þau em sett saman, helst að finna eitthvað að þeim, ti- unda prentvillur, víkja að útliti bókarinnar og nefna þar eitt eða tvö atriði sem betur mætti fara. Það ætla ég ekki að gera. Það em mín leyndarmál. Ég vil þó láta uppi að mér þóíti ljóðin of mörg þegar ég hljóp yfir bókina fyrst. En ég er horfinn frá þeirri skoðun. Þaó rifjaðist upp fyrir mér það sem Sigfús vinur minn Daðason orti forð- um; ég segi alltaf færri og færri orð/ enda hafði ég lengi á þeim illan bifur. Og þó hélt Sigfús áfram að yrkja. Sem betur fer. Ég vil óska þeim Hauki Frey og Steinari Sig- urjóni til hamingju með bókina, þakka þeim framtakið og livet þá til dáða. Og hvet þá til að halda sína leið óliikað og yrkja og trúa okkur fyrir fleiri leyndar- málum. En útkoma þessarar bókar vakti athygli mína á öðm. Sumsé því að bókin er að öllu unnin hér á Sauðárkróki. Hér í bæ er orð- inn til staðar nokkur hópur fólks sem kann vel til bókagerðar. Og er þaö vel. Hitt er svo aftur annað mál að mér þætti mega nota þá hæfileika betur en gert er. Það er alls ekki nauðsynlegt að fara suður um heiðar þegar hugað er að útgáfu eða prent- vinnslu. Ég lét þess áðan getið að það hefði taf- ist að koma þessu greinarkomi saman. Það er líka öðmvísi í laginu en upphaflega var hugsað. Nú líður að Sæluviku og því þyk- ir mér hlýða aó nefna hana rétt á nafn. Svona í leiðinni. Hún byrjar um næstu helgi. Sæluvikan er ekki lengur þessi rauða fjölæra rós sem Hannes Pétursson orti um. Én hún er ennþá til; Sæluvika Skagfirð- inga, þótt frettastofa ríkisútvarpsins sé far- in að flytja okkur frettir af Vetrarsæluviku. Það nýyrði lætur undarlega í eyrum og stafar sennilega af þeirri tegund þekking- ar sem stundum er kölluð fátræði. Eftir því sem ég best veit er aðeins ein Sæluvika til. Sú sem haldin er að vorinu, eftir því hvenær páskar em. Fyrr ef páskar em seint og seint ef páskar em fyrr. Áður hét þcssi héraðshátíð Sýslufundarvika. Allt mun þetta Skagfirðingum kunnugt. Einnig það að Sæluvikan er ekki nema svipur hjá sjón frá því sem áður var. Samkvæmt gamalli hefð er Sæluvikan talin í íramkvæmd stjómar félagsheimilis- ins Biftastar. En hvomtveggja mun held- ur heilsulaust þessi árin, vikan og hús- stjómin. En livað um það, nokkrir aðilar reyna að halda í hefðina, Kirkjukórinn heldur sitt Kirkjukvöld og verður með vandaða dagskrá. Þaó verða tónleikar í Tónlistarskólanum, Heimir verður bæði í Bifröst og Miógarði,(mikið er yndislegt hvað sá kór er óþreytandi í starfi sínu) Skagfirska söngsveitin í íþróttahúsinu og Miögarði, Leikfélag Sauðárkróks í Bifföst, sýning á alþýðulist nokurra skagfirskra kvenna verður í Saínahúsinu og svo verð- ur dægurlagakeppni á fimmtudagskvöld- ið í Bifröst. Það er nýmæli. Mér þótti svo- lítið hráslagalegt nióurlagið á frétt um þessa keppni í Feyki um daginn en þar sagði að nú væri „blásið til sóknar í skag- firskri dægurlagagerð að nýju eftir aldar- fjórðungs hlé”. Ætli þeir hafi lesið þetta Bassi og Geiri? Það hafói flogiö fyrir að Ungmennafélagið yrði með revíu eftir Hilmi Jóhannesson. En af því gat víst ekki orðið. Það er miður. Ungmennafélagið hefur lengi haldið út þátttöku í Sæluviku, lengst allra þeirra félaga sent em aðildarfé- lög aó Bifröst. Fyrir utan Leikfélagið auð- vitað. Revíur Hilmis hafa notið mikilla vinsælda enda skemmtileg tilbreyting í annars fábreyttu bæjarlífi. Er vonandi að Ungmennafélagið og Hilmir verði fljótlega á ferðinni í léttum dúr. Af nógu mun að taka í revíu. Sælu- vika! Viórar nú blessuð sveitin í vetrarlokin ffarn úr hverjum dal þyipingar fólks sem llykkist í kaupstað- inn, syngur faðmast og syngur, leiftrandi glösum klingir. Þagnar um stund við þriðja hanagal. Þannig hefst ljóó Hannesar Péturssonar um Sælu-vikuna. Sú Sæluvika sem Henn- es ykrir um er löngu lióin og kcmur ekki aftur. Tímar em breyttir. Engu að síður er nauðsynlegt að halda í gamlar hefðir. Sæluvikan er næst elst héraðshátíða. Að- eins Þjóðhátíðin í Eyjum cr eldri. Nafnið Sæluvika segir sína sögu um afstöðu manna til þcssarar hátíðar. Og hvemig væri að bæjarstjóm og héraðsnefnd veittu Sögufélagi Skagfirðinga nokkra fjámpp- hæð á þessu ári í tilefni af afmæli lýðveld- isins til þess að félagið láti skrifa sögu Sýslufundarviku og Sæluviku? Er þetta ekki verðugt verkefni einhverjum ungum Skagfirðingi sem þessi árin leggur stund á sagnfræðinám? í sumar er stefnt að fjölskylduhátíð hér á Sauðárkróki í tilefhi af afmæli lýðveldis- ins. Það mun vera ferðamálanefnd bæjar- ins sem stendur fyrir þessari hátíó. Er von- andi aó vel takist til, að þessi hátíð verði bænum til sóma líkt og Rótarýhátíðin var í fyrra. Það var glæsilegt framtak hjá þeim rótarýmönnum. Þessi fjölskylduhátíð mun að einhverju leyti hugsuð til að laða ferða- menn til bæjarins. Af hverju ekki að stefna þeim hingaó að vorinu og byggja á gamalli hefð? Ef gera þarf átak til að fá ferðamenn til að konta í Skagafjörð yfirhásumarið þá er eitthvað meira en lítið að í ferðaiðnaði hér, einsog stundum er farið að kalla þessa starfsemi. En eitt er það sem ferðamála- nefnd átti að láta ógert og það var að leggja hald á nafnið Sæluvika. Einn nefndar- manna sagði við mig þegar ég spurði um þetta; Það þekkja allir Sæluviku. Það er nú það. Þótt maður þekki kannske hestana hans Sveins Guðmundssonar þá leggur maóur ekki á þá að honum forspurðum. Hvað þykir stjóm félagsheimilisins Bif- rastar um þessa notkun á nafninu Sæluvika Sæluvika Skagfirðinga á að vera hér- aðshátíð. Við eigum að halda hana á Hofs- ósi, I Argarði og Miðgarði þar sem em glæsileg felagsheimili. Og við eigum auó- vitað að halda hana hér á Króknum líka. Hér er einnig rúmt um húsnæði þótt mörg- um þyki kannske Bifröst fremur minning en veruleiki. En við getum farið í kirkjuna okkarogtónlistarskólann Oghéreraðrísa glæsilegt bóknámshús og er ekki að efa að skólayfirvöld muni taka opnum huga þeirri starfsemi sem þangað kann að leita til dæmis til söngs eða annars tónlistarflutn- ings. Og við eigum að halda þessa Sælu- viku að vorinu og bjóða fólki að sækja okkur heim. Og við eigum að vera glöð og hress einsog Skagfirðinga er háttur á mannamótum og dálítið montin og við eigunt að syngja framundir morgun og þagna um stund við þriója hanagal. SkemmtilegaSælu-viku!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.