Feykir


Feykir - 06.04.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 06.04.1994, Blaðsíða 4
4FEYKIR 13/1994 „ Ég fór norður á Sauðárkrók til að skemmta mér á Sæluviku en ekki til að sofa" Húnvetningurinn Sigurgeir Magnússon segir frá ferð á Sæluviku um miðja öldina Það þóttu góóar fréttir í Austur-Húnavatnssýslu þegar auglýst var að nú yrði Sæluvika á Sauðárkróki. Leikfélag Sauðárkróks var meö elstu leik- félögum landsins og mjög virt af leikum sem læróum enda hafa þar oft verió á fjölum leikrit sem ekki em á færi nema einstaka leikfélaga aö taka til sýningar. Þess vegna sóttu Húnvetningar mikió eftir aó fara á Sæluvik- una, þá gjamast þegar góó leikrit voru sýnd, og ekki voru þar leikarar af verri endanum. Ég minnist aðeins á fáa: Eyþór Stefánsson, Guójón bak- ara, Jóhönnu Blöndal og mann hennar Valgaró; Kára og marga fleiri. Svo er þaó einn veturinn aó þrenn hjón á Blönduósi ákveóa að fara einn laugardag til Sauóárkróks og njóta sælunnar, þó ekki væri nema einn sól- arhring. Vió sem fórum á sæluna vorum: Pétur Pétursson og Bergþóra Kristjánsdóttir, Skúli Jakopsson og Gunnhildur Þórmundsdóttir, sá sem þetta ritar og kona hans Kristín Guömundsdóttir, segi og skrifa sex. Og auðvitað var pöntuö gisting á Hótel Tmdastóli. „Þaó yröu einhver ráó meó það”, sagði Pétur vinur minn hótelstjóri. Þá vissi ég að öllu var óhætt. Frá sýningu LS á Kjarnorku og kvenhylli í Sæluviku 1956. Talið frá vinstri: Jóhanna Blöndal (Karitas), Haukur Þorsteinsson (prófessor Boronovsky), Arni Þorbjömsson (Valdimar) og Kristján Skarphéðinsson (Þorleifur Olafsson). Nú stóð svo illa af sér þetta laugardags- kvöld að í gangi var leikrit á Blönduósi og af einhverjum óskiljanlegum ástæðum var ég plataður til að leika í þessu leikriti, gat þar að leiðandi ekki farið á stað norður fyrr en að því loknu. Þetta var á Willisjeppaöld- inni og fóru hin öll norður í jeppa sem Pét- ur átti. Eg aftur á móti fór á mínum jeppa um leið og leikritið var búið og var aleinn, ekki einu sinni útvarp í bílnum svo að eina hljóðið sem ég heyrði alla leiðina var vélar- hljóð bílsins í bland við vegarhljóðið. Þeg- ar á Krókinn kom var ég orðinn samdauna þessu kyrrðarhljóði og féll þaö vel. Ferðin greiddist vel eins og ævinlega þá maður er einn í bíl, þá keyrir maður harðast enda öngvu hættandi nema sjálfum sér. Þegar þetta átti sér stað var gamla sam- komuhúsið enn vió lýði. Ég hafði það aldrei augum litið en heyrt hafði ég talað um einhvem kjallara, sem Skagfirðingar væm íyrir löngu búnir að gera frægan, þar væri iðkuð mikil sönglist samfara því að mikið væri dmkkió af söngvatni. Yfirvaldið stjórnaði söngnum í kjallaranum Þegar ég renndi í hlað hjá Samkomu- húsinu var dauft um að litast, nokkrir bílar, ekkert hljóð. Þama þekkti ég ekki húsa- skipan en fór þangað sem mér sýndist helst vera inngangur í húsið. I dymm hússins hljómaói ekki nein harmonikkumúsík eða fótaspark en háir söngtónar fóm að berast mér til eyma. Hér einhvers staðar hlaut kjallarinn að vera. Svo var þetta enginn kjallari, bara jarðhæð og samkomusalurinn uppi. Ég opnaði varlega hurðina að þessum helgidómi Skagfirðinga og það vom mikil Skagfirðingum hefur mörgum hverjum orðið tíðrætt um Sæluvikuna bæði fyrr og nú og til cru margar frásagnir héraösbúa frá Sæluvikunni eins og „sælan“ gerðist hvað best hér á árum áður. Minna er um „sælunni" hafi verió lýst frá sjónarhóli utan- héraðsmanna. Mörgum þykir því eflaust fengur í að lessa þcnnan frá- söguþátt Sigurgeirs Magnússonar, en hún hefur áóur birst í Húnvetnigi, ársriti Húnvetningafélagsins í Reykjavík. viðbrigði að koma úr einvemnni með vél- arhljóð eitt í eyrum og inn í fullmenntan sal þar sem livcr einasti maður þeytti rödd sína til þess ítrasta. Þama mátti hcyra háan ten- ór, milda millirödd og allt niður í striga- bas.sa.sefn sómt hefðu sér vel í réttum. Uti í einu homi salarins stóð maður uppi á borði og sló taktinn fyrir þá menn sem í kringum hann sungu. Þegar ég hafði jafnað mig á þessum mismun, sem var inni og úti, vék ég mér að manni cinum sem vel var viðmælandi og spurði hann hver þessi maður væri sem uppi á borðinu stæði. Hann sagði það vera yfirvald þeirra Skagfirðinga. Ég át eftir: „Yfirvald, hverslags yfirvald er hann?” , Jlann er sýslumaður okkar Skagfirðinga”, sagði maðurinn. „Stjómar hann kómm hér í Skagafirði?”, spurði ég. „Nei, ónei. Hann stjómar bara hér í kjallaranum á Sæluvik- unni, auk sem hann stjómar sýslufundum”. ,Já, en hver er þessi í hinu hominu sem stendur upp á stól og stjómar þar öðmm kór?” spurði ég. Að vísu var sá kór ekki eins samtaka, menn fóm upp og niður án ástæðu í söngnum. Dans með viðeigandi pásum Eitthvað fannst mér ég kannast við þennan stjómanda og þegar ég sá framan í hann þekkti ég að þama var meiri háttar Húnvetningur. Að vísu hafði ég aldrei heyrt Iiíuis getið í sambandi við sönglist en hitt var rétt aó læknir var hann talinn all- góður. Maðurinn hét Láms Jónsson fædd- ur og uppalinn í Haga í Þingi. Sem snöggvast hugsaði ég til þess hvort þetta gæti gerst á Húnavöku á Blönduósi. Það hefði verið nógu gaman að sjá Guóbrand Isberg sýslumann standa upp á borði og stjóma kór og í öðm homi sjá Pál Kolka héraðslækni á stólkoll við samskonar til- færingar. Ég sá í hendi mér að öngvu hafði verió logið um þennan kjallara og jafnframt skildist mér að enginn maður sem væri blá- edrú ætti erindi þar inn. Það næsta sem bcið mín var að hafa uppi á mínu svokallaða samferðafólki og með því að rangla inn í danssalinn fann ég það sem ég leitaði að. Framhaldið var auðvitað dans með við- eigandi pásum og eftir rétta stemmningu var farið í kjallarann. En þá brá svo við að söngstjóramir sáust ekki lcngur en citthvað cimdi eftir af söngnum, svo gamanið var dans og aftur dans, glas og al'tur glas, þang- að til klukkan sagði að lcngur mætti ekki dansa og því varð aó hlýða, jafnvel á Sælu- viku. Sem betur fer var ckki löng lcið frá samkomuhúsinu að Hótel Tindastóli því ekki var örgrannt að menn væru svolítið valtir á fótum. Viltu hjálpa mér með hana þessa í nótt Á móti okkur tók Pétur Helgason hótel- stjóri af sinni meðfæddu ljúfmennsku. Að vísu væri allt fúllt á hótelinu en hann hefði herbcrgi eitt á efstu hæð, og þar þrjú rúm, sem sjaldan væru notuð nema allt væri fullt. Það var mjög fegið fólk sem fór aó hátta í þessi almenningsrúm og þar kom að allir vom skriðnir undir sæng, nema ég var eitthvað að dunda. Þá er bankað á hurðina og inn kemur hótelstjórinn sjálfur og spyr mig hvort ég gæti hjálpað sér litla stund. Ég kveð svo vera og fór með honum niður. Nú er rétt að taka það fram að við Pétur vorum góðir kunningjar, þá hér var komið sögu, orðnir vel dús hvor við annan. Við fómm inn í litla veitingastofu og Pétur býð- ur mér sæti, snýr sér síðan að skáp einum og tekur þaðan út flösku fulla af koníaki. “Ég þarf að biðja þig að hjálpa mér með hana þcssa í nótt’’. Það er ekkert sjálfsagó- ara af minni hálfu. Því næst var flaskan af- meyjuð og rennt í tvö staup. Skemmtikrafturinn Pétur á hótelinu Þessi nótt meó vini mínum Pétri cr mér ógleymanleg. Ekki endilega vegna vínsins heldur mannsins sem veitti það, og hcl' ég ekki í annan stað vcrið með skemmtilcgri manni. Ut úr munni hans komu svo marg- ar sögur og sctningar að ef ég ætti að muna það allt dygði ekkert annað en segulband. Hann var skemmtikrafturinn, ég var allir hinir sem hlustuðu. Ég giska á aó flaskan hafi veið sirka hálf þegar Pétur stendur upp, fer fram í eldhús eitthvað að sýsla með brauð. Ég baö hann blessaðan að vera ekki að þessu fyrir mig. Þá ansar Pétur. “Þetta er ekki handa okkur, en ég á nokkra hesta hér í liúsi á bak við hótelið og nú förum við og gefum þeim þetta brauð”. Ég sleppi hér öllum lýsingarorðunum um fegurð, gæði, vit og allt það sem prýða má einn hest en með alla fingur heila kom- um við til baka og hófst nú seinni hálfleik- ur. Þegar hér var komiö var klukkan farin að ganga sjö og flaskan bara hálfnuð. En með einbcittum vilja og góðum söguflutn- ingi smálækkaði mjöðurinn og klukkan að ganga tíu sást loks í botn. Og það merkilega við þetta allt saman var að hvorugur okkar var fullur, mátti heita að við hefðum eins verið allan þennan tíma aó drekka kaffi. Þá fiaskan var tóm vindur Pétur sér fram í eldhús og var nú tekið vió að laga kaffi, setja bakkelsi á diska og bolla og bakka og færa þessu fólki sem uppi svaf og kunni ekki að fara á Sæluviku. Kaffi í rúmið var nokkuð sem var ekki daglegt brauð. En af því að sunnudagur var þennan dag og þar af leiðandi hvíldardagur þótti okkur ekki rétt að fara upp með kaffið fyrr en rúmlega 10. Samt scm áður sváfu allir eins og syndlaust væri. Kaffilyktin hjálpaði til og allir risu upp dauðfegnir að fá kaffið í rúmið. Þegar það hafði drukkið á annan bolla fór að losna um tungutakið og nú töl- uðu allir í senn og beindu spumingu sinni til mín: "Það er naumast að þú hefur farið snemma á fætur. Hvað varstu að gera?” Ég sagðist hafa farið norður á Sauðárkrók til að skcmmta mér á Sæluviku en ekki til að sofa, það gæti ég gcrt þegar ég kæmi heim. Auk þess hefði ég aldrei háttað og þess vegna aldrei farið á fætur.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.