Feykir


Feykir - 06.04.1994, Blaðsíða 3

Feykir - 06.04.1994, Blaðsíða 3
13/1994 FEYKIR3 Bæjarstjórnarkosningar á Sauðárkróki: Alþýðubandalagið fyrst að birta listann Alþýðubandalagið var fyrst framboða á Sauðárkróki til að birta framboðslista sinn fýrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Gerðist þar rétt fyrir pásk- ana. Anna Kristín Gunnars- dóttir bæjarfulltrúi er sem fyrr í efsta sæti listans. I öðru sæti er manneskja sem er ný á Iistan- um, Sigríður Gísladóttir versl- unarmaður, og talsvert er um ný nöfn í framboði fyrir Al- þýðubandalgið nú. I þriðja sæti er Karl Bjamason framleiðslustjóri, þá kemur Sigfús Sigfússon sjómaður, Sigríður Guðmundsdóttir gæðastjóri, Magnús Ingvarsson trésmiður, Sigríður Ingimarsdóttir verslunar- maður og nemi, Gísli Amason rafvirki, Ambjöm Olafsson nemi, Guðbjörg Guðmundsdóttir full- trúi, Þór Hjaltalín sagnfræðingur, Lára Angantýsdóttir verkakona, Bragi Skúlason trésmiður og í heiðursætinu því 14. situr Hulda Sigurbjömsdóttir verkakona og fyrrverandi bæjarfúlltrúi. Skákþing Norðurlands á Króknum í næstu viku Skákþing Norðurlands verður haldið á Sauðárkróki dagana 14.-17. aprfl nk., það er í Sælu- vikunni. Keppt verður í opnum flokki karla, kvennaflokki, ung- lingaflokki 13-16 ára og barna- flokki 12 ára og yngri. Vonast er eftir nægri þátttöku í mótinu, svo ekki þurfi að fella niður keppni í einstökum flokki, en teflt verður í Safnaðarheimilinu og hefst keppni í opnum flokki að lokinni mótssetningu fimmtu- daginn 14. apríl kl. 13,45. Keppni í öðrum flokkum hefet á laugardeginum. Keppnisfyrirkomulag er þannig að tefldar verða sjö umferðir sam- kvæmt monradkerfi. Askildar em þó breytingar á fjölda umferða í kvenna-, unglinga-, og bama- flokki. Umhugsunartími í opnum flokki em tvær klst. á 40 leiki og 30 mínútur til að ljúka skákinni. I kvenna- og unglingaflokki er ætl- aður 40 mínútna umhugsunartími á skákina og 30 mínútur í bama- flokki. I tengslum við mótið verður einhvem mótsdaganna haldinn aðalfundur Skákþings Norður- lands og verður tímasetning fund- arins tilkynnt við upphaf móts. Danslagakeppnin: Tæplega 30 lög bárust Tíu lög hafa nú verið valin úr hópi þeirra tæplega 30 laga sem bárust í dægurlagakeppnina sem Kvenfélag Sauðárkróks stendur fyrir. Besta lagið verður valið á mikilli skemmtun sem haldin verður á fimmtudagskvöldið í Sæluvikunni, en þar verður fjölmargt til skemmt- unar. Nánar verður vikið að þessari skemmtun og dægurlagakeppninni í Feyki næsta miðvikudag. Fjöl- margt verður að gerast í Sælu- vikunni, eins og fram kemur í grein Jóns Ormars Ormssonar hér til hliðar. Verðlaunaafhending verður strax að lokinni hraðskákkeppni á sunnudag, sem er síðasti keppnis- dagur mótsins. Tilkynningar um þátttöku skulu berast Haraldi Hermanns- syni Barmahlíð 9 Skr. í síma 95- 35509 eða Guðmundi Gunnars- syni Víðigrund 24 Skr. í heima- síma 95-35978 og í vinnusíma 95-35200. Væntanlegum þátttak- endum er bent á að Hótel Mæli- fell býður mjög hagstætt verð í gistingu með morgunverði ásamt hádegis- og kvöldverði. Skákfé- lag Sauöárkróks er reiðubúið að liðsinna við pöntun á gistingu sé þess óskað. Héraðsskólinn að Reykjum í Hrútafirði er rótgróið mennta- setur og þar starfaði gagnfræða- skóli mcð framhaldsdeild um langt árabil. Síðan árið 1988 hafa skólabúðir verið starfræktar á Reykjum eftir að hinn hefð- bundni gagnfræðaskóli var lagð- ur niður þar. Fréttaritari Feykis lcit inn á Reykjum 24. mars sl. og hitti kennara og nemendur þar sem þeir voru að starfi og leik. Þar voru þá nemendur frá Gagn- fræðaskólanum á Sauðárkróki og Foldaskóla í Reykjavík. Skólastjórinn Bjami Aðalsteins- son sagði að á þeim tæpu sex árum sem þessar skólabúðir hafa starfað hafi komið rúmlega 10 þúsund böm í skólann, og það sem af er þessu ári hafa komið um 1660 böm og komast færri að en vilja. Um er að ræða böm 7. bekkjar og em þau eina viku hver hópur, sem saman stendur af nemendum eins eða fleiri skóla í senn. Farið er í fjöruferðir, bátsferðir út á fjörðinn, rannsakaðar þær fisktegundir sem að landi koma, með líffræðilega uppbygg- ingu þeirra í huga, fjallað um öryggi á smábátum, byggðasafnið skoðað og þar sýndar vinnuaðferðir frá eldri tíma sem bömunum gefst einnig tækifæri til að prófa, íþróttir eru stundaðar og margt fleira áhugavert gert. I samtali við krakkana kom fram að þetta hefði verið skemmtilegur tími og sögðust þau hafa lært mikið þennan stutta tíma sem þau höfðu dvalið þama og vildu gjaman fá að vera lengur. Kennsluaðferðir og námsefni í skólabúðunum á Reykjum er allt annað en það sem böm eiga að venjast í venjulegum heimaskóla. Þama er námsefnið meira verklegt og ekki vafi að það er greiðari leið inn fyrir skelina en þurr utanbókar lærdómur þar sem engin bein snerting er við það efni sem fræðst er um. Ekki má heldur gleyma heimavistinni, en yfirleitt hafa bömin ekki prófað fyrr að vera í heimavist og vekur það óneitanlega áhuga, eflir samkennd og eykur kynni milli þeirra. EA. Samvhmubókin 4%nafhvextir 4,04% ársávöxtun Raunávöxtun á síðasta ári var 7,92% InnlánsdeUd Kaupfélags Skagfirðinga

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.