Feykir


Feykir - 22.06.1994, Blaðsíða 2

Feykir - 22.06.1994, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 24/1994 Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykirhf. Skrifstofa: Aóalgata2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauóárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Asmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaöstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guóbrandsson, SæmundurHermannsson, Siguróur Agústsson og Stefán Árnason. Áskriftarveró 137 krónur hvert tölublað með viróisaukask.. Lausasöluverö: 150 krónur meó viróisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða. Sýning Sölva og Hjálmars fær mjög góða aðsókn ígulkerjavinnslan ísex lýst gjaldþrota ígulkerjavinnslan ÍSEX var lýst gjaldþrota fyrir nokkru. Talið er að gjaldþrotið sé að stærðargráðunni um eða yfir 25 milljónir króna. Nokkrir einstaklingar eru í ábyrgðum fyrir skuldum fyrirtækisins og samkvæmt heimildum blaðsins hafa þeir þegar greitt 10 millj- óna króna víxil sem gjaldfall- inn var í útibúi Islandsbanka á Blönduósi. Bæjarsjóður Sauðárkróks er í ábyrgðurm hjá ISEX fyrir fimm milljóna láni ogerspuming hvort baktiygging á því láni haldi er til skipta kemur. Kröfulýsingarfrestur í þrotabú ÍSEX er til 27. júlí nk. Igulkeijavinnslunnni ISEX var komið á fót haustið 1992 og því var fyrirtækið ekki nema eins og hálfs árs þegar það fór í þroL Hlutafé hafði saíhast fyrir um átta milljónir króna. Nokkur bjartsýni ríkti um þessa nýsköpun í atvinnu- lífinu á svæðinu, sem ígulkeija- vinnslan var, enda veitti hún rúmlega 20 manns vinnu þegar best lét yfir hávertíðina. Sumarsæluvikan á Sauðár- króki hófst klukkan tvö á sunnudaginn með opnun sýn- ingar í Safnahúsi Skagfirðinga á verkum þeirra Sölva Helga- sonar og Bólu-Hjálmars. Fjöldi manns var mættur við opnun- ina. Fjórar konur á íslenzkum búningi tóku á móti gestum og Víkingbrugg á Akureyri bauð að smakka á Sólonbjórnum, sem sérstaklega var bruggaður fyrir þessa sumarsæluviku. Á veggjum hanga myndir Sölva í 27 römmum og auk þess í 6 sýningarkössum, alls á annað hundrað myndir. 17 útskurðar- verk eftir Bólu-Hjálmar em á veggjum og stöplum á gólfi og í sýningarkössum, ásamt allmörg- um handritum Hjálmars. I mót- töku innan dyra mætir gestinum strax mjög sérstakt andrúmsloft. Þar er komið fyrir nokkmm göml- um munum, fengnum að láni úr einkasafni Kristján Runólfssonar á Sauðárkróki. Gefin vom út 8 póstkort með myndum eftir Sölva og af útskurði Bólu-Hjálmars. Og áður en gestir komast inn í salinn verða þeir að stíga yfir mcrgjaða vísu eftir Hjálmar, sem lögð hefur verið í gólfið undir plast. Salurinn er allur klæddur innan með rauð- um pappírsdúk, sem skapar mjög sérstæða birtu og andrúmsloft. Gömul tónlist heyrist lágum hljóðum og skapar stemmningu. Formaður sýningamefndarinn- ar, Sossa, bauð gesti velkomna og setti sýninguna. Séra Hjálmar Jónsson flutti kynningu á Hjálm- ari, sem afkomandi hans, Sigurð- ur Hansen í Kringlumýri og Bragi Haraldsson húsasmiðurog leikari lluttu kvæði eftir Hjálmar. Öm Ingi framkvæmdastjóri sumar- sæluvikunnar og hugmyndasmið- ur fjallaði um Sölva og lýsti þeim áhrifum, sem hann hefði orðið fyrir af þessum listaverkum, kall- aði síóan fram Jóhann Friðgeirs- son bónda á Hofi á Höfðaströnd, sem er afkomandi Sölva, gaf hon- um blóm og einnig fékk sýningar- nefndin rós í hnappagatið og lof í lólá fyrir hversu vel henni hafði tekist að leysa verkefni sitt. en hana skipuðu myndlistarmennim- ir Margrét Soffia Bjömsdóttir (- Sossa) og SigurlaugurElíasson á- samt Hjalta Pálssyni skjalaverði. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast þessum tveim misskildu snillingum. Sýningin er mjög skemmtilega upp sett og fólk ætti ekki að láta hana framhjá sér fara. Hún verður áreiðanlega eftir- minnileg. Margir fullyrtu, að þetta væri merkilegasta sýning, scm sett hefði verið upp í Safna- húsinu. Víster, aðþeimSólonls- landus (þ.e. Sölva) og Bólu- Hjálmari hefur aldrei verið slíkur sómi geröur áður með svo viða- mikilli sýningu á verkum þeirra. Að sögn Hjalta Pálssonar í Safiiahúsinu cr þama saman kom- inn mestur hluti þeirrar myndlist- ar, sem varðveitt er eftir Sölva og 17 útskurðargripir af um 60, sem kunnir em eltir Hjálmar, ásamt helstu handritum, sem liann licfur skrifað. Hlutimir og myndimar em fengnir að láni víðsvegar að, bæói frá opinbemm söfnum og einstaklingum og vildi Hjalti sér- staklega koma á framfæri þakk- læti til allra þeirra, sem góðfús- lega lánuðu hluti og gerðu þessa sýningu mögulega. Góð þátttaka í Björtum nóttum Bjartar nætur, sumarhátíð Vest- ur-Húnvetninga hefúr farið vel af stað. Háú'ðin fer nær eingöngu fram utan dyra og hafa veður- guðirnir verið hátíðinni hlið- hollir til þessa þó svo að hita- stigið hefði mátt vera aðeins hærra, en forráðamenn hátíðar- innar gera sér grein fyrir að ekki Hross tekin af feðgum á Króknum vegna meintrar vanfóðrunar þeirra Búfjárnefndin vill binda enda á hrossahald þeirra í eitt skipti fyrir öll verður á allt kosið. Ágætisþátttaka var í kvenna- hlaupinu sem fram fór á sunnudag og síðan í 17. júní hátíðahöldunum. Segja má aö nokkur eftirvænting liafi ríkt vegna frumsýningar mynd- arinnar Bændur og býli, sem tekin var fyrir 30 ámm og var aðsókn að sýningunni góð. Vatnsnesið var í brennidepli á mánudag, en þá var farin hópferð um Nesið os komið við á hclstu sögustöðum. Við Hamarsrétt var alhjúpað útilistarverk Steinunnar Hclgadótturog síðan borðið til hlað- boiðs í Hamarsbúð ásamt tilhcyr- andi tónlist og fjjöri. Mikið fjöl- menni mætti á Vatnsnesið og viröist sem fólk kunni vel að meta að sækja sitt hérað lieim, og einnig er eitthvað um að gestir og aö- komufólk hafi slegist í för. I gær áttu að halda upp á sólstöður í Víði- dal ogsíðan rckur hvert atriðið annað. „Skepnuhald feðganna hefúr lítt komið inn á borð jarðeigna- og búfjárnefúdar. Hinsvegar er það vitað mál að vanfóðrun hrossa þeirra hefúr komið til kasta bæjaryfirvalda ítrekað undanfarin misseri og til fjölda ára. Finnig liggur fyrir að þeir feðgar hafa haft í frammi hót- anir í garð þeirra manna er með mál þessi fara. Vegna þessa beinir jarðeigna- og búfjárnefnd því til bæjarstjóra og bæjarstjórnar að viðunandi lausn fáist í máli þessu. Lög- fræðilegs álits verði aflað og málið leyst í eitt skipti fyrir öll án nokkurrar undanlátssemi". Svo segir í bókun jarðeignar- og búfjámefhdar Sauðárkróks um mál er upp kom vegna ætlaðrar vanfóðrunar hrossa á liðnum vetri, sem reyndist rétt að hluta til. Málið kom til kasta bæjarstjóra, dýralæknis, ráóunauts, forðagæslu- manns, lögreglu og sýslumanns. Það Góðir áskrifendur! Vinsamlegast greiðið gíróseðla fyrir áskriftargjöldum hið fyrsta. Enn eru nokkrir áskrifendur sem skulda eldri áskriftir. Þeim skal bent á að hafi þeir glatað gíróseðli geta þeir lagt upphæðina inn á reikning nr. 1660 í Búnaðarbankanum á Sauöárkróki, eða haft samband við ritstjóm Feykis í síma 35757. leystistþá að hluta til en kom í maí aftur inn á borö fyrmcfndra aðila. I lok maí undirgekkst sonurinn þaó hjá sýslumanni að vera eig- andi og umráðamaður hrossa þeirra er um ræðir og gaf því leyfi sitt til þess að bæjaryfirvöld tækju hrossin í sína vörslu utan tveggja hrossa sem yrðu aflífuð. Megin- hluti hrossanna var síðan rekinn að Hellulandi í Rípurhreppi, 22 hross. Af þcim hrossum sem rek- in vora að Hellulandi vora fjögur tekin úr húsi, fimmta hrossið graðhestur var fluttur í hús til fóðranar. Nú er þess krafist af þeim feðgum að hestunum fjór- um og graðhestinum verði skilað aftur og það tafarlaust, segir enn- fremur í bókun nelndarinnar sem bcinir því nú til bæjaryfirvalda að þcssi mál varðandi hrossahald feðganna verði leyst í eitt skipti fyrir öll. „Meiri sala í fána- stöngum en áður" segir Einar Jóhannesson á Blönduósi ,Jú, það hefúr verið töluvert meiri sala í fánastöngum hjá mér undanfarið en venjulega. En ég hef líka orðið þess var að fólk á ekkert of mikið af pen- ingum. Það gengur ekkert of vel að fá borgað. Annars er þetta svo sem ekkert mikil sala. I>að er eru svo margir í þessu, svo er innflutningurinn skefjalaus í þessu eins og mörgu öðru“, segir Einar Jó- hannesson fánastangafram- leiðandi á Blönduósi. Einar framleiðir fánastangir úr stáli og áli og hann notar nokkuð sérstæða útfærslu við fánahúnana. Vcnjulegast cra þeir úr tré og Einari fannst þeir dýrir í innkaupi, þannig að liann fór að hugsa til þess að framleiða þá á eintáldan og ódýran hátt. Út- koman var sú að hann steypir húnana úr kísilgúr og hefur það komió mjög vel út að hans sögn. „Þetta er svo sem engin of- boösleg framleiðsla hjá mér. Maður er mest að gera þetta og ýmislegt annað til að hafa eitt- hvað að gera. En það er svo sem alltaf sama sagan. Það gengur crfiðlega að koma nýjungum á framfæri, sem ég hef þó nóg af, þar sem að fjármagnið vantar. Þú mættir gjaman skrifa um það í blaðinu að ef ráðamenn og þeir hjá sjóðakerfinu sýndu meiri lit, þá cra engin vandræði með að skapa ný atvinnutækifæri. Er það ekki það sem þarf í dag?“, sagði Einar að endingu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.