Feykir


Feykir - 22.06.1994, Blaðsíða 8

Feykir - 22.06.1994, Blaðsíða 8
Það komast allir í Gengið unglingaklúbb Landsbankans Sláðu til og komdu í Gengið Pottþéttur klúbbur! m Landsbanki Sími 35353 #a feiands MKLÆk Banki allra landsmanna Sauðárkrókur: Teikningar barna til sýnis s fyrirtækjum Þessa dagana eru til sýnis á veggjum nokkurra fyrirtsekja á Sauðárkróki myndir eftir 10 og 11 ára börn í Barnaskóla Sauðárkróks, er þau gerðu á liðnum vetri í tengsium við átak- ið „Island, sækjum það heim“. Að sögn myndmenntakcnnar- ans Bryndísar Björgvinsdóttur sýndu bömin þessu verkefni mikinn áhuga og eru margar myndanna mjög vel unnar og sýna hugmyndaauðgi bamanna. Myndimar em um 80 talsins og em til sýnis í Sundlaug Sauð- árkróks, Fiskiðjunni, Steinullar- verksmiðjunni, sjúkrahúsinu og í llugstöðinni á Alexandersflug- velli. Foreldmm og öðmm sem áhuga hafa á myndlist og skemmtilegum myndum er bent á þessa staði, og jafnvel sé vel þess virði aó gera sér ferð til þess að skoða myndimar og virða fyr- ir sér hugmyndir bamanna gagn- vart landinu sínu. Vá omOá Konur í þjóðbún- ingi bera kyn- systur til grafar Sl. laugardag var jarðsett frá Sauðárkrókskirkju heiðurs- konan Ragnheiður Brynjólfs- dóttir fyrrverandi húsmóðir á Hjaltabakka í Ilúnavatnssýslu. Ragnheiður, sem var ákaflega laghent, var mikil áhugamann- eskja um íslenska þjóðbún- inginn og saumaði þá niarga. Nánustu ættingjum hennar þótti því við hæfi að kvenþjóðin sæi um að bera kistuna úr kirkju. Voru konurnar allar klæddar íslenska þjóðbúning- num og hafði Ragnheiður saumað þá alla. n í sumarskapi Það var galsi í sópurunum við Aðalgötuna í blíðunni fyrir helgina, enda ástæða til að vera í sumarskapi: Birna Eiríks- dóttir, Júlía Rós Júlíusdóttir og Ellen Ósk Valdemarsdóttir. Atvinnulausum fækkar heldur Unglingar á Skaga- strönd læra til sjós Meðalfjöldi atvinnulausra á Norðurlandi vestra í maímán- uði var 259 eða um 4,9% af áætluðum mannafla, en var 5,8% í aprfl. Atvinnulausum hefur fækkað um 43 að meðal- tali milli mánaða. Atvinnuleys- ið minnkar í heild um 15% frá því í aprfl en eykst um 6% frá maí í fýrra. Þetta kemur fram í yfirliti um atvinnuástandið frá vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytis. Samkvæmt yfirlitinu er at- vinnuástand svipað á Norðurlandi vestra og höfúðborgarsvæðinu, en fjöldi atvinnulausra var 0,2% ylir landsmeóaltali á þessum svæðum. Þaó er aðeins á Suðumesjum og í Noröurlandi eystra sem atvinnu- ástand er verra. Atvinnuleysið er 5,1% á Suðumesjum og 6,5% á Norðurlandi eystra. Atvinnuástand breytist víða til batnaðar á Norðurlandi vestra nema á Sauðárkróki þar sem fjölg- ar um 13 aó meðaltali eða um 24% og á Siglufirði og í Seyluhrcppi fjölgar atvinnulausum lítilsháttar. A Blönduósi og nágrenni fækkar atvinnulausum um 19 að meðaltali eða um 29%. Þá fækkar um 9 á Hvammstanga og um 6 á Skaga- strönd og Hólmavík, og 4 á Drangsnesi, en minna annars stað- ar. Um 68 eða 26% atvinnulausra em skráðir á Sauðárkróki og ná- grenni, um 46 eða 18% á Blöndu- ósi og nágrenni, um 41 eða 16% á Skagaströnd, en minna cn 10% annars staðar. Atvinnuleysi karla mælist nú 3,8% en var 4,8% í apríl. Atvinnu- leysi kvenna mælist 6.5% en var 7,5% í mánuðinum á undan. At- vinnulausum körlum hefur fækkað um 27 að meðaltali í maí en at- vinnulausum konum fækkaði um 16. Björgunarskóli sjómanna, í skipinu Sæbjörgu, er staddur á Skagaströnd þessa dagana. Auk þess að efnt er til nám- skeiða fyrir sjómenn smærri og stærri báta í öryggis- og björg- unarmálum, er skólinn með nýjungar í farteskinu, svokall- aðan sjómannaskóla fyrir unglinga og eru um 26 ung- menni á Skagaströnd á aldr- inum 15-18 ára þessa dagana að læra til sjómennsku á fiski- bátum. Er námsefhið miðað við að gera unglingunum grein fyrir lífínu um borð í fiski- bátum fyrstu daga sjómennsk- unnar og kynna þeim um- hverfið sem blasir við þeim á sjónum. Samgönguráðuneytið hefur bcitt sér fyrir geró námsefnis fyrir unglinga unt sjómennsku, og er höfundur þess Páll Ægir Péturs- son að prófa þetta námsefni með aðstoð unglinganna á Skaga- strönd. Námskeiðið, sem er bæði verklegt og bóklegt, stendur í fjóra daga. Að sögn Hilmars Snorrasonar skólastjóra björgunarskólans sýna unglingamir þessu mikinn áhuga, Snemma beygist krókurinn! Frá sjómannadegi á Skaga- strönd. og stelpumar cngu niinni en strákamir, en þónokkuö margar stúlkur taka þátt. Segja má að gott ráð sé þama í tírna tekið, þar sem vandfundinn cr sá staður þar sem lífið byggist mcira á sjómennskunni cn einmitt Skagaströnd. Hilniar sagði að til hefði staðið að Sæ- björgin færi næst á Sauðárkrók, en óvíst væri hvort að af því yrði í bráð og því allt eins líklegt að eitthvað lcngur yrði dvalið á Skagaströnd. Oddvitinn Ég tek nú Sólon fram yfir Bakkus. Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra 22. júní 1994,24. tölublað 14. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Gæðaframköllun BÓKABIÍJÐ BKYNcIARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.