Feykir


Feykir - 22.06.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 22.06.1994, Blaðsíða 4
4FEYKIR 24/1994 Pása í salthúsinu Þótt lífið sé saltfiskur og stundum skreið er nauðsynlegt að fá sér pásu einstaka sinnum, og þegar veðrið er jafngott og það var fyrir helgina, er það enn meira freistandi að hvfla sig aðeins og sleikja sólskinið. Þorgerður Þórhallsdóttir og Alma Björnsdóttir að ganga frá blómakerjunum við hafnarvogina. Gera lýðveldismerkið úr blómum og aðrar blómaskreytingar „Þetta er síðasta skreytingin okkar fyrir 17. júní“, sagði I»orgerður Þórhallsdóttir, en hún og Alma Björnsdóttir voru að útbúa tvö blómaker við hafnarvogina. Þrátt fyrir að hafnarsvæðið sé orðið mjög snyrtilegt er ekki margt sem minnir á gróður þar og því mjög vel til fundið að koma þar fyrir blómakerjum. Það var ekki bara blómunum sem var ætlað að lífga upp á hafnarsvæðið. Það var líka verið að mála bryggjupollana með þessum klassíska skærgula lit. Mcnn voru einnig að nostra eitt- hvað á bryggjukantinum, en ann- ars var frekar lítið að gerast á hafnarsvæðinu þessa stundina. Þær Þorgerður og Alma taka grcinilega starf sitt hjá gróðurhúsi Sauðárkróksbæjar mjög alvar- lega og kepptust við. Þær gáfu sér varla U'ma til að tala við okk- ur. Aðspurðar sögðust þær halda að blómin döfnuðu þama þrátt fyrir sjávarlöðrið, en annars yrði það bara að koma í ljós. Það helur verið verkefni þeirra Þorgerðar og Olmu að koma upp blómaskreytingum fyrir þjóðhátíðina. Þær gerðu t.d. lýðveldismerkið í umferðareyj- una við innkeyrsluna í bæinn við Ashildarholtshæð og komu einnig fyrir skreytingum við Búnaðarbankann. Þær sögðust hafa mjög gaman af þessari vinnu. Sérstaklega væri þetta ánægjulegt þegar veðrið væri gott og það væri fyrir mestu að fá að vinna úti yfir sumarið. Strákarnir keppast við í skreiðinni. Sigurður Helgason verkstjóri í salthúsinu lengst til vinstri á myndinni. hausa og beingarða allan ársins hring, en til þessa hafa dottið úr þrír mánuöir yfir heitasta tímann þegar llugan er í algleymingi. Fiskiðjttn hætti rekstri beinaverk- smiðjunnar síðasta haust og hefur nú skipti á hráefni við fiskverkun á Gmndarfirði, lætur slógið og úr- ganginn vestur en fær í staðinn hausa, og það var einmitt verið að losa einn bílfamt af hausum vest- an aó þegar blaðamaður Feykis var á ferð við salthúsið. Þau eru mörg handtökin við skreiðina og salfiskinn Á planinu vió salthús Fisk- iójunnar var verið aó færa til skreiö. Unga fólkió sem þar var aó störfum kunni greinlega vel vió aö vera komið undir bert loft. Það átti aö fara út í hjalla og taka þar til ásamt ýmsu öóm utan húss. Þau em mörg handtökin sem unnin em vió skreióina og salt- fískinn, enda hefur þessi vinnsla orðið veigameiri þáttur í starfsemi Fiskiöj- unnar meó ámum. Siguröur Helgason verkstjóri í salt- húsinu nefnir sem dæmi aó fyrir fimm ámm vom fram- leiddir 1470 pakkar af skreió hjá Fiskiójunni, en á síðasta ári vom þeir um 14 þúsund. I samtali við Sigurð kom fram, að annamesti tíminn er að baki í saltfisknum og skreiðinni, en hann er yfir vertíðina. „Þetta eru svona rúmlega 35 manns sem eru hjá mér yfir ver- tíðina. Bætist þá við þónokkuð af fólki úr sveitinni, jafhvcl frá Hofs- ósi. Þetta hentar vel fyrir sveita- fólkið að koma hingað og vinna á þessum árstíma en vera síðan laust þegar mesti annatíminn að vorinu og sumrinu fer í hönd. Það er ekkert of mikið að gera núna, en svona mátulegt. Það cru tæp- lega 30 manns hjá mér núna og þetta passar ágætlega þíir sem að sumarfríin fara í hönd, helmingur- inn fer í frí í júlí og hinn í ágúst“, sagði Sigurður verkstjóri. Skreiðarf iskur frá Kamtstjaka Þeir hjá Fiskiðjunni þurfa að hafa ýmsar klær úti við útvegun hráefríis. I vor var t.d. keyptur gámafiskur alla lciö frá Kamtst- jaka við Kyrrahafið og hann hengdur upp í skreið á eyrinni. „Við vomm staddirá sjávarútvegs- sýningu á liðnum vetri og hittum þá þennan mann sem seldi okkur Kamtstjakafiskinn. Við vomm undrandi þegar við vissum hvað hann kom langt að. Það vom fiutt um 400 tonn til landsins og af þeim fengum við hclminginn. Það tókst að hengja liann upp áður en fiugan kom og hann er nú að harðna úti í hjöllum. Við hengjum líka mikið upp af ufsa yfir vertíðina og til okkar berst mikið hráefni í saltið“. I vettvangskönnun meö Sig- urði í gegnum vinnsluna í salthús- inu er ljóst að hráefríið er ákafiega vel nýtt. Það virðist líka vera vandað mjög til vinnslunnar og kappkostað að veran verði sem best, greinilegt að á þessu sviði liefur orðið mjög mikil brcyting í fiskvinnslunni á liónum ámm og áratugum. Enn eitt skrefið í að bæta nýt- ingu hráefnis er að koma upp þurrkstöð fyrir fiskúrgang. Er meiningin að hún verði staðsett þar sem saltfiskverkunin er nú, en saltfiskverkunin og skreiðin verði flutt í Skjaldarhúsið og endurbætt húsnæði beinaverksmiðjunnar. Með tilkomu þurrkunarað- stöðunnar verður auk þess að nýta hráefni til fulls, unnt að þurrka Heimir syngur í Sfaðarbjargarvík „Loksins er komið að því að lögin Undir bláhimni og Skag- afjörður eru flutt í sínu nátt- úrulega og rétta umhverfi“, segir Valgeir I>orvaldsson ferða- þjónustu-bóndi á Vatni um þann viðburð að Karlakórinn Heimir mun syngja í Stað- arbjargarvík við Hofsós kl. 18,15 nk. laugardag. Valgeir er helsti forsvars- maður Austan Vatna-nefndar- innar sem annast undirbúning Sumarsæluvikunnar þar. Mjög fjölbreytt dagskrá verður á Hofsósi um næstu hclgi. Mikið unt að vera við Pakkhúsið á föstudagskvöldinu og síðan heldur dagskráin áfram af fullum krafti á laugardag. Einnig verður boðið upp á Málmeyjarferðir, veiði og sittlivað fieira.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.