Feykir


Feykir - 22.06.1994, Blaðsíða 7

Feykir - 22.06.1994, Blaðsíða 7
23/1994 FEYKIR7 Ókeypis smáar Til sölu Til sölu Mazda 626 árgerö 1986, ekinn 128 þús. km, mjög góöur bíll. Upplýsingar í síma 35141 (Jóhann). Til sölu er AEG karrera-2 ritvél. Veró samkvæmt samkomulagi. Upplýsingar í síma 95-24325 . Til sölu hestakerra. Upplýsingar í síma 95-24024. Til sölu Buick Century árgerð 1984, sjálfskiptur meö vökva- stýri, ekinn 77 þús. rnílur. Góður bíll á góöu verði. Uppl. í 35240. Tilboð óskast! Tilboð óskast í málningu á húsþaki. Upplýsingar í síma 35150. Stóðhestur til leigu! Spori 90165020 frá Hóli Dalvík, 4 vetra rauðblesóttur. Faðir Angi 1035 móðir Blesa 4823. Upplýsingar í síma 36473. Útimarkaður! Verður á Kantríbæjarplaninu nk. sunnudag. Rífandi stemmning og fjölbrcitt vöruúrval. Hannyrða- verslun Guórúnar og Kántríbær taka við pöntunum á sölubásum og einnig í heimasímum G og H.. Verðlaunahafar í Borgarbikarnum. Borgarbikarinn, fyrsta golfmótið Fyrsta stórmót sumarins hjá Golfklúbbi Sauðárkróks fór lram um síðustu helgi. Keppt var um Borgarbikarinn og voru keppendur 39 talsins. Keppt var í fimm flokkum. Að lokinni keppni fór fram verð- launaafhending, en Trésmiðjan Borg gaf vegleg verðlaun til mótsins að vanda. I mótslok var síðan grillveisla þar sem að- standendur keppenda mættu. Urslit í mótinu urðu þessi: Karlaflokkur án forgjafar 1. Halldór Halldórsson 156 2. Óli Bardal 159 3. Guðmundur Sverrisson 164. Karlaflokkur með forgjöf: 1. Gestur Sigurjónsson 139 2. Haraldur Frióriksson 141 3. Reynir Bardal 145. Kvennaflokkur með forgjöf: 1. Ámý L. Ámadóttir 142 2. Svanborg Guðjónsdóttir 143 3. Sólrún Steindórsdóttir 163. Drengjaflokkur með forgjöf: 1. Einar H. Oskarsson 133 2. Sigurður G. Jónsson 138 3. Snorri Stefánsson 139. Drengjaflokkur án forgjafan 1. Gunnlaugur Erlendsson 158 2. Örvar Jónsson 164 3. Guðmundur V. Guðmundsson 195. Stúlknafiokkur með forgjöf: 1. Halla B. Erlendsdóttir 138 2. Sesselja Bardal 211 3. Eygló Óttarsdóttir 242. Byrjendaflokkur bama: 1. Rökkvi Sigurlaugsson 122 2. Valdimar Pétursson 134 Helgi R. Viggósson 139. Einnig vora veitt verðlaun fyr- ir að vera næst holu á þriðju og sjöttu braut báða dagana. Næst liolu á þriðju braut fyrri daginn var Sólrún Steindórsdóttir og á sjöttu braut sama dag var Guð- mundur Sverrisson. Næstur holu á þriðju braut seinni daginn var Einar Haukur Óskarsson en á sjöttu braut var Halldór Halldórs- son næstur. Þá átti Halldór Hall- dórsson einnig lengst upphafs- högg á níundu braut ásamt Órvari Jónssyni. Fróðleikur og skemmtun: Kringsjá-skagfirskar stiklur Út er komin lítil bók að nafni Kringsjá - skagfirskar stiklur í tengslum við Sumarsælu Skag- firðinga. Bókin hefúr að geyma margvíslegt efni, svo sem sögu- legan fróðleik, þjóðsögur, viðtöl, ljóðj vísur o.fl. efni, auk mynda. Útgefandi bókarinnar cr prent- smiðjan Sást og Sigríður Þor- grímsdóttir sem jafnframt er rit- stjóri ásamt Þór Hjaltalín. I for- mála segirm.a.: „Ef'ni ritsins cral- farið skagfirskt, úr fortíó og nútíð. Hér er ekki vcriö að sýna þver- skurð í skagfirskri sögu, enda ekki hægt í litlu kveri. Hugmyndin er aó bera niður hér og þar í tíma og efni innan sýslumarkanna...". Meðal efnis má ncfna grcin Þórs Hjaltalín um sögufræga bíir- daga í Skagafirði, Aðalheiður Ormsdóttir segir frá nokkram þekktum konum, samantekt er um Drangey eftir Sigríði Þorgríms- dóttur og viðtöl við handverksfólk og flciri, auk stuttra frásagna tveggja hestamanna. Nokkur skagfirsk ljóðskáld og liagyröingar birta vísur og ljóð, áður óbirt. Þónokkuð er af mynd- um í bókinni og má sérstaklega nefna nokkrar myndir frá lýðveld- ishátíðinni 1944 á Sauðárla-óki og myndskreytingar Sossu vió bar- dagagreinina. Bókin er 56 blaðsíður í litlu broti og kostar 500 krónur. Hún verður boðin til kaups á heimilum og einnig til sölu í nokkram versl- unum. Að sögn útgefenda er mögulciki á að Kringsjámíir verði fleiri, enda úr nægu efni að moóa. Sumarsælan er á Hofsósi! Föstudagurinn 24. júní: Kl. 20,30. Hestaatriði Svaða á Plássinu við Pakkhúsið. Kl. 21,00. Á Pakkhúsloftinu: Drangeyjarkórinn syngur undir stjórn Snæbjargar Snæbjamardóttir. Frumflutt verður lag og ljóð Kristjáns frá Gilhaga, Vió ysta haf. Árni Tryggvason leikari les draugasögur (í forföllum Jóns Sigurbjörnssonar) og flytur einnig gamanmál. Hljóðfærasláttur og söngur systkinanna frá Ártúnum undir stjórn Kristjáns Snorrasonar. Fjöldasöngur og allsherjar gleði. Veitingar að fomurn sið. Miðapantanir í sínia 95-37332 frá kl. 10,00-14,00 fimmtudaginn 23. júní. Kl. 23,00. Dansleikur í Höfðaborg þar sem Ártúnsbandið heldur uppi fjörinu fram undir morgun. Laugardagurinn 25. júní: Kl. 12,30. Á skólavellinum: Hestamannafélagið Svaði býður bömum á hestbak. Málmeyjarferðir og sjóstangaveiði (upplýsingar í síma 37381) Opinn veiðidagur í Höfðavatni. Kl. 18,15. Einstæður viðburður á íslandi! Karlakórinn Heimir syngur í Staðarbjargarvíkinni á Hofsósi við undirleik Jóns Gíslasonar og úthafsöldunnar undir stjórn Stefáns Gíslasonar. Loksins er komið að því að lögin Undir bláhimni og Skagafjörður verði flutt í sínu náttúrulega umhverfi, og mun ómur þeirra berast vítt og breitt út yfir fjöróinn. Tilvalið er fyrir smábátaeigendur aó hlýða á söng kórsins frá sjó. Veitingastofan Sólvík verður opin alla helgina og býður upp á kakó og kaffi með heimabökuðu brauði vió dynjandi harmonikkuleik. Nefndin Austan Vatna. Gigtarfélagið á Norðurlandi eystra með fund á Blönduósi! Gigtarfélagið á Norðurlandi eystra boðar til opins fundar á Hótel Blönduósi sunnudaginn 26. júní 1994 kl. 14,00. Dagskrá: 1. Emil Thoroddsen framkvæmdastjóri Gigtarfélags íslands ræðir um stefnu Gigtarfélags íslands. 2. Júlíus Valsson tryggingaryfirlæknir ræðir um nokkra algenga gigtarsjúkdóma og sýnir litskyggnur. 3. Hildur Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur skýrir frá námskeiði í „sjálfshjálp fyrir gigtarsjúklinga“. Kaffihlé 4. Ingvar Teitsson læknir ræðir um mat á beinþynningaráhættu hjá norðlenskum konum. 5. Almenna umræður. Kaffiveitingar verða seldar gegn vægu gjaldi á fundinum. Allt áhugafólk um gigtarsjúkdóma velkomið. Stjórn Gigtarfélagsins á Norðurlandi eystra.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.