Feykir


Feykir - 22.06.1994, Blaðsíða 5

Feykir - 22.06.1994, Blaðsíða 5
24/1994 FEYKIR5 Heyað upp á gamla móðinn í Glaumbæ „Ég held að fólk hafi haft nokk- uð gaman af og sýndist það sýna þessu áhuga, enda margir sem höfðu ekki séð þessar vinnuaðferðir áður. Fólk fýlgd- ist t.d. vel með þegar var verið að binda heyið og koma því á klakk, að ég tali nú ekki um þegar ég byrjaði að klappa Ijá- inn eins og það var kallað þegar maður lagaði bitið í ljánum“, segir Friðrik Ingólfsson í Laug- arhvammi, en hann brá sér sl. sunnudag í hlutverk bóndans í Glaumbæ. I>á fór fram sýning á gömlum heyskaparháttum á túninu viðByggðasafniðí Glaum- bæ, og var þetta einn fyrsti Iið- urinn í Sumarsæluvikunni. Mjög vel viöraði til heyskapar meöan hann fór fram með gamla laginu milli klukkan þrjú og sex síðdegis, en tæpara mátti ekki standa því að hellidembu gerði rétt fyrir kvöldmatinn. Fjöldi fólks lagði leið sína í Glaumbæ til að fylgjast með heyskapnum, verki sláttumanna meö orf og kvenna með hrífur. Kynin hjálpuðust síð- an að við að binda heyið í bagga og koma því á þrjá klyfjahesta sem fluttu það heim að prestsetr- inu. Talið er að hátt í 500 manns hafði fylgst með, þar á meðal er- lendir gestir að Glaumbæjarsafni, sem vitaskuld uróu undrandi á því í fyrstu hvað eiginlega var þama að gerast. Það var eins og áður segir Frið- rik Ingólfsson í Laugarhvammi sem stjómaði vinnuliðinu sem kom úr fjómm hreppum sýslunn- ar, Staðar-, Lýtingsstaða-, Akra- og Seyluhreppi. Það voru kvenfé- lögin í viðkomandi hreppum sem tóku þetta verkefni að sér, en hug- myndin mun hafa komið frá Guð- manni Tobíassyni fyrrverandi úti- bússtjóra KS í Vamiahlíð. „Það vom einhverjir að tala Og þegar rösklega er unnið þarf að næra sig vel. Matseljur færa heyskaparfólkinu kaffi og meðlæti í slægjuna. Gunnar í Vallholti og Inda í Húsey hjálpast hér að við að binda bagga. Myndir: Brynjar Pálsson. Grétar á Hóli hvílir sig aðeins frá slætti og ræðir heyskaparhorfúmar við Helgu í Sólheimum. Friðrik Ingólfsson bóndi gefúr sig hér á tal við Sólveigu Arnadóttur á Uppsölum. um að það ætti að gera þetta að ár- legum viðburði, en ég er nú ekki viss um að það mundi ganga. Bæði er að það er náttúrlega mik- ið upp á að hlaupa með veðrið og síðan er ekki svo lítil vinna að koma svona hlutum í verk, þó að efdrleikurinn yrói auðveldari. Það var t.d. núna þónokkur vinna við að útvega verkfæri og fatnað", sagði Friðrik í Laugarhvammi. Kvenfélag Glaumbæjarsóknar var meö kaffisölu meðan hey- skapurinn stóö yfir í skansinum sunnan og vestan við gamla bæ- inn í Glaumbæ og Kristján Stef- ánsson ffá Gilhaga þandi nikkuna. Vom um 250 gestir sem keyptu sér lummukaffi, sem segir þó- nokkuð til um þann fjölda gesta sem kom til að fylgjast með þess- ari frumlegu uppákomu við Glaumbæ á sunnudaginn. & alakvöld ffokahóf sumarsœlu í íþróttahúsinu laugardaginn 25. júní kl. 20 - 03. < c/6/A'/(f o/)/ui/1 //. 20.00. ^/Plcitu/^fj'anv öori/i/i //. 20.00. <J7ie//wttidcitysA/'á/ Áefsl /l. 22. SO. J>r«iyJa ré/ta,^(//cesi/ec/ar sœ/Áe/ta/?iatse(fi// /?/e/f oí/it é&aniom/uc oelti/u/a/úsa/ma. Sæluvikulögin ‘94 /7/átíðarstemning í umsjón Herramanna og Hljómsveitar Geirmundar. Borðapantanir og forsala aðgöngumiða í Listaklúhhnum, Aðalgötu 16, sími 36217 daglega til 24. júní frá kl. 13.30 - 17.00 Verð kr. 3.900.- Eftir kl. 22.30 kr. 1.800.- Veitingahúsin

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.