Feykir


Feykir - 06.07.1994, Blaðsíða 2

Feykir - 06.07.1994, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 26/1994 Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aöalgata 2, Sauöárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Asmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaóstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, SæmundurHermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarverð 137 krónur hvert tölublaó með viróisaukask.. Lausasöluverð: 150 krónur meó viróisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða. Selvík á Skaga Þeir eru margir sem dást aö þeirri fegurö er fyrir augu ber, á ferð fyrir Skagann, og fjölgar þeim feröalöngum ár frá ári sem leggja leið sína þama um. Er margt að sjá á Skaganum bæöi að austan og vestanveröu. Mikill fjöldi fallegra veiðvatna er skammt frá þjóöveginum og fuglalíf mikið. Völ er margra mjög fallegra áningarstaða þegar farið er fyrir Skagann og ef skyggni hamlar ekki er útsýn til hafsins fagurt. Einn sögufrægasti staöur á Skaganum er Selvík, vík ein sem gengur inn í landið svo til miðja vegu milli Sævarlandsvíkur og Ketubjarga. Þar hefur verið ein besta höfn á landinu af náttúrunn- ar hendi frá alda öðli, og bændur á Skaga hafa bætt þar enn frckar úr með byggingu brimvamar- garðs á síðustu ámm. Gcrð garðs- ins hófst vorið 1987 og garðurinn var síðan lengdur cnn frekar á síð- asta vori, og á nú að vera komið skjól fyrir þeim brimum og brot- sjóum sem trillubátum á Skaga stendur ógn af. Akvegur liggur til Selvíkur niður afleggjarann að Hvalnesi og þaðan beinustu leið til hægri meðfram ströndinni. Síðustu Jónsmessunótt, voru tímamót í sögu Selvíkurhafnar. Þá vom 750 ár lióin frá Flóabar- daga, líklega frægustu sjóomstu sem fram hefur farið hér við land. Þar áttust við frændumir og Sturl- ungamir Kolbeinn ungi og Þórð- ur kakali. Þórður kakali Sighvatsson var hirömaóur konungs og var úti í Noregi er hann frctti um Orlygs- staðabardaga. Árið eftir dráp Snorra lagði hann í haf og tók land að Gásum í Eyjafirði. Á kaupstefnu þar vom margir hinir stærri bændur er verið höfðu ást- vinir föður hans. Kemur þá til hans Halldóra móðir hans og aðr- ir frændur og urðu allir honurn fegnir í íyrstunni. Samkvæmt Þórðar sögu kakala mun hafa verið tignarlegt um að litast í Selvík á vormánuð- um 1244 en þá hafði Kolbeinn ungi safhað þar saman öllum skipum úr Norðlendingafjórðungi og hugðist fara í herför vestur á firði. Þórður kakali hafði einmitt notið lióveislu Vestfirðinga, er frændur höföu bmgðust honum. Frá Vestfjörðum hafði Þórður stundað skæmhemað sinn og orðið nokkuð vel ágegnt. Sumar- ið 1244 hugðist hann endur- heimta ríki föður síns í Eyjafirði. Safnaði hann saman 15 skipa flota og ætlaði sjóveginn. „Nú er fra því að segja að Þórður sigldi vestan á Flóa. Og er þeir vom komnir á miðjan Flóann þá mælti maður á skipi Ketils t Stefán íslandi óperusöngvari verður lagður til hinstu hvílu í Sauðárkrókskirkjugarói nk. laugardag. Bænar- og kveðjustund verður á undan þeirri athöfn í kirkjunni og hefst kl. 18,00. Útibú Búnaðarbankans 30 ára Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í útibú Búnaðar- banka Islands sl. föstudag, en þann dag var liald- ið upp á það í bankanum að 30 ár eru liðin frá því Búnaðarbanki Islands yfirtók alla umsýslu Sparisjóðs Sauðárkróks og stofnsetti útibú á Sauðárkróki. Stöðugur straumur fólks var í útibúið allan dag- inn. Boðið var upp á afmælistertur og drykk auk þess sem ókeypis myndataka var vegna debitkorta. Um miðjan daginn lék síðan skólalúðrasveit Kongsbergs í Noregi á planinu við bankann, en hljómsveit þessi var í heimókn á Sauðárkróki. Frá Selvík á Skaga. Bærinn sem stendur á nesinu heitir Selnes. Guðmundssonar er Þorgeir hét og var kallaður krúnusylgja, hann lcit til liafs og spurði hvort selar lægju á ísnum. Og er menn sjá þetta segja þcir að þar sigldu skip Kol- beins. Vom þá felld seglin. Tekst nú harður bardagi og í fyrstu með grjóti og skotum. Skutu menn Þórðar svo hart að þeir Kolbeinn fengu eigi annað gert en hlífa sér um hríó. Hallað- ist þá bardaginn á Norðlendinga. Kom þaö mest tveggja hluta vcgna, að Kolbeins menn höfðu grjót eigi meira en lítið á tveim skipum en Þórðar menn höfðu hlaðið hvert skip af grjóti, svo hitt að menn Kolbeins vom flestir lítt vanir sjómennsku, en á Þórðar skipum var hver maður öðmm kænni". Þórður varó samt að láta und- an síga á endanum og hraktist aft- ur vestur. Um veturinn ágerðist hinsvegar brjósmiein sem lengi hafði þjakað Kolbein unga. Er liann sá fram á dauða sinn, gaf hann Þórði upp ríki sitt í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, en þeir Þórð- ur og Kolbeinn vom systkina- böm. Við ríki Ásbiminga í Skagafirði tók Brandur Kolbeins- son kaldaljóss eftir lát Kolbeins unga sumarið eftir. Þórður taldi ekki fullhefnt enn og lagði fljót- lcga til atlögu við Brand. (þá, ÞH/Kringsjá, Þórðar saga kakala, Svart á hvítu útgáfan) Skemmtikvöld í Hótel Varmahlíð I>að verður mikið að gerast um helgar í Hótel Varmahlíð í sumar. Frá og með næstu helgi munu hótelhaldarar brydda upp á ýmsum skemmtiatriðum fyrir matargesti á föstudags- og laugardagskvöldum. Það er sópransöngkonan Ingibjörg Marteins- dóttir sem ríður á vaðið og skemmtir um næstu helgi. Seinna í sumar er síðan von á skemmti- kröftum eins og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur (Diddú), Signýju Sæmundsdóttur, Sigurði Skagfjörð Stein- grímssyni og Oskari Péturssyni, sem er einn af hinum þekktu söngbræðrum frá Álftagerði. Eflaust munu heimamenn einnig láta að sér kveða. □

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.