Feykir


Feykir - 06.07.1994, Blaðsíða 3

Feykir - 06.07.1994, Blaðsíða 3
26/1994 FEYKIR3 Þyrill frá Vatnsleysu, sem varð annar í B-flokki gæðinga, og Vignir Siggeirsson. Myndir/Eiríkur Jónsson. íþróttahús í Varmahlíð Sérlega glæsilegt lands- mót að Gaddstaðaflötum Landsmót hestamanna sem ný- lokið er á Gaddstaðaflötum á Rangárvöllum þykir eitt það glæsilegasta sem haldið heíur verið til þessa. Þar fór allt sam- an: gott veður, frábært móts- svæði, gott skipulag og einstakt úrval hrossa og knapa. Skag- firðingar og Húnvetningar mega vel við una frammistöðu sinna hrossa og manna á mót- inu, og hross ættuð úr Skaga- firði voru í fremstu röð eins og reyndar oft áður. Sorgfegur endir á góðu móti var er Gým- ir frá Vindheimum fótbrotnaði í úrslitum A-flokks. Gæðingur- inn sá stóð efstur eftir und- ankeppnina og var af mörgum talinn langlíklegastur til sigurs. Af einstökum úrslitum á mót- inu má nefna að eitt fimm ræktun- arbúa er viðurkenningar fengu var hópur þcirra feðga Sveins Guð- mundssonar og Guðmundar Sveinssonar. Alls voru 23 rækt- unarbú sýnd á mótinu. Þokki frá Garði stóð efstur heiðursverðlauna stóðhesta með 134 stig fyrir afkvæmi. Kjarval frá Sauðárkróki kom næstur með 132 stig. Af 1. verðlauna stóð- hestum varð Stígandi frá Sauðár- króki annar með 132 stig. Af 1. verðlauna stóðhryssum varð Fjöóur frá Hnjúki í A.-Hún. þriðja með einkunnina 117 stig. I llokki fjögurra vetra stóð- hesta kom Galsi frá Sauóárkróki skemmtilega á óvart, eigandi er Baldvin Ari Guðlaugsson á Akur- eyri. Galsi kom inn á mótið með 8,21 í hæfileika og hækkaði upp í 8,63 og stóó efstur í flokknum. I fiokki fjögurra vetra stóð- hryssa hreppti Isold frá Keldudal fjórða sætið með 8,32 í aðalein- kunn. I B-fiokki gæðinga hlaut Þyrill Jóns Friðrikssonar á Vatnsleysu annað sætið með einkunnina 8,75. Knapi var Vignir Siggeirs- son. Orri frá Þúfu sigraði með ein- kunnina 8,91. I unglingafiokki hafnaði Frið- geir Kemp Léttfeta í 7. sæti á Ör. A hæla lians kom Friðgeir Jó- hannsson Svaða á Rán. Þá hleypti Sigurbjöm Bárðarson Snarfara ffá Kjalarlandi (Sörlasyni) til sigurs í gæðingaskeiði. Sigurbjörn Bárðarson hleypir Hjúpi frá Leysingjastöðum í Austur-Húnavatnssýslu. í Varmahlíð er að rísa mynd- arlegt íþróttahús, sem væntan- lega verður tekið í notkun um næstu áramót. íþróttaaðstaða skólanema við Varmahlíðar- skóla og íþróttaunnenda á svæðinu mun þá batna til muna. Til þessa hefúr íþrótta- kennsla farið fram í félags- heimilinu í Miðgarði. Iþróttahúsið er fyrir nokkru orðið fokhelt og þessa dagana er verið að steypa gólf íþróttasalar, sem verður að stærð 30x 17 metrar og rúmar því löglegan körfu- boltavöll. Iþróttahúsið stendur norðan sundlaugarinnar. Vom bún- ingsklefar byggðir fyrir nokkmm ámm og nýtast þeir báðum þessum íþróttamannvirkjum. Gcra má ráð fyrir að íþróttaliús þcirra Vamihlíðinga verði vel nýtt, miðsvæðis í héraðinu, og skammt frá Sauðárkróki. Munu íþróttahópar frá Króknum án efa renna til þess hým auga að fá tíma í væntanlegu húsi í Vamtahlíð, en íþróttahúsið á Króknum getur ekki nándarnærri sinnt þcirri cftir- spum sem er eftir tímum í húsinu. Það er Trésmiðjan Borg á Sauðárkróki sem er aðalverktaki við byggingu íþróttaliússins í Varmahlíð. AuglýsiðíFeyki Samvinnubókin InnlánsdeUd Kaupfélags Skagfirðinga Eflum skagfirskt atvinnulíf! 4% nafnvextir 4,04% ársávöxtun Raunávöxtun á síðasta ári var 7,92%

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.