Feykir


Feykir - 06.07.1994, Blaðsíða 6

Feykir - 06.07.1994, Blaðsíða 6
YKIR 26/1994 GRETTISSAGA Texti: Kristján J. Gunnarss. Teikningar: Halldór Péturss. 1'V í'óstru átti Þorbjöm Óngull, er Þuríöur héL Hún v; mjög gömul og til lítils fær, að því er mönnum þótti. i iún hafi )i verið fjölkunnug mjög, þá er hún var ung og menn vom hciðnir. Og svo sem Þorbjöm öngull var þrotinn að ráðagerð- ivn, i 'itarhann þangaó trausts, sem flestum þótti ólík- : : i það var til fóstm sinnar. !-lún 'arar,jsJú þykir mérkoma að því, sem sagter, •ið r ;;)urferígeitarhúsullaraðbiðja.Enefþú viltmín l (úi' hafa, þá vil ég ráða, hversu með er farið. Hann játaði því, og hvað hana sér lengi heilráða ver- ið hafa. 166. Það var einn veðurdag góðan, að kerling mælti vió Ongul:, j\Tú cr kyrrt veður og bjart. Vil ég nú að þú farir til Drangeyjar og troóir illsakir við Gretti. Mun ég hafa eitthvaó fyrir satt, ef ég sé þá, hvcrsu heilladrjúgir þeir munu verða, og mun ég þá mæla yfir þcim slíkum orðum, sem mér lík;ir‘. Ongull var ófús til fararinnar, en Iét þó setja fram teinæring og sté þar á við tólfta rnann. Kcrling var í ferð með þeim. 57. Og er þeir bræður sáu skipskomuna, gengu þeir að stiganum, og tóku þcir enn aó tala um mál sín, -agöi Þorbjöm, að hann var þangað kominn að vitja ra mála, hvort Grettir vildi á brott fara úr cyjunni. Grettir kvað þess enga von. Kerling lá aftur í skut og vom borin að hcnni klæði. Hún hrærðist þá og mælti: „Nú mæli eg það um við þig Grettir, að þú sért heill- um horfinn, allri giftu og gæfu og allri vöm og visku, æ því mcir, sem þú lifir lengurí*. 168. Og er Grettir heyrði þetta, brá honum mjög við, og mælti hann: „Hvað Ijanda cr í skipinu með þeim?“ Illugir svaran „Þaö hygg ég , að það sé kerlingin fóstraÞorbjamaT. „Fussum þeirri gemingavætT, segir Grettir. „Skal hún og eitthvað til minja hafa, er hún hefur okkur heim- sótt“, - og þreif upp stein stundar mikinn og kastaði ofítn í skipið, og kom á fatahrúguna. Við það kom upp skrækur mikill. Hafði steinninn komið í þjólegg kerl- ingar, svo að í sundur gekk. Þorbjöm fór nú heim og vaið ekki af kveðjum. Öruggur sigur á Hetti Hagur Tindastóls vænkast við tvö sigurleiki í röð Tindastólsmenn unnu sannfær- andi sigur á Hattarmönnum frá Egilsstöðum, er Austfjarðaliðið kom í heimsókn sl. sunnudag. Lokatölur urðu 2:1, eftir að Tindastólsmenn höfðu náð tveggja marka forustu með tveim mörkum frá Grétari Karlssyni í síðari hálfleik. Tindastóll hefur nú sigraði í tveim síðustu leikjum sínum og náð að lyfta sér nokkuð frá neðstu liðunum á töflunni. Fyrri hálfleikur var tíðinda- lítill. Heimamenn voru seinir í gang og gestimir sprækari framan af. Bestu færi hálfleiksins féllu þó Tindastólsmönnum í skaut, ef undan er skilið gott færi Hattar- manna, en þá skaut framherji þeirra rétt yfir þverslána. Fyrir leikinn á sunnudag gerði Ámi Stefánsson þá breytingu á liðinu að færa Grétar Karlsson, sem leikið hefur á kantinum í allt vor, fram í stöðu miðherja, en sóknarleikur Tindastóls hefur verið nokkuð bitlaus í sumar. Þessi breyting virtist heppnast ágætlega. Altént var Grétar réttur maður á réttum staö í tvígang í seinni hálfleiknum. Fyrra markið kom þegar um stundarfjóröungur var liðinn af seinni hálfleik og það seinna korteri seinna. Undir lok lciksins náðu Hattarmenn að minnka muninn ntcð glæsilegu skoti af 20 metra færi. Leikur Tindastóls á sunnudag hlýtur að teljast gott skref fram á við, þótt enn sé nokkuð í land að leikur liðsins teljist sannfærandi. Tindastóll hefur nú hlotið níu stig úr sjö leikjum og er í 7. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Reynir frá Sandgerði. í neðstu sætum eru sent fyrr Höttur, Dalvík og Haukar. Næsti leikur Tindastóls verður gegn Haukum í Hafnarfirði nk. föstudagskvöld. Sextán Það var sannkölluð flugelda- sýning við Túngötuna á Siglu- firði sl. föstudagskvöld þegar KS-ingar fengu Geislann á Hólmavík í heimsókn. Sextán urðu mörkin og er þetta annar sigur KS-inga með tveggja stafa tölu í sumar. Neisti vann sigur á Kormáki á Reykjum 2:0, en Hvöt tapaði á Melum fyrir SM 1:3. Midsa fór að dæmi Rússans Selenko og skoraði fimm mörk í Húnvetnsku laxveiðiárnar: Mun betri veiði en á sama tíma í fyrra Laxveiði er nú stórum betri í húnvetnsku ánum en á sama tíma sl. sumar. Sem dæmi má nefna að 109 laxar voru komn- ir úr Víðidalsá í júnflok í fyrra á móti 130 nú, og meiri og já- kvæðari munur er í Vatnsdalsá, þar sem aðeins 26 laxar höfðu þá komið á land á móti 136 núna. Þá er athyglisverður munur á Blöndu sem gaf aðeins rúmlega 400 laxa allt fyrra sumar en er nú búin að skila 270 löxum og um 40 fiskum er sleppt daglega upp fyrir stiga í Ennisflúðum, en heildartala jæirra laxa er um 300. Gefúr það vissulega vonir uin veiði í Blöndu ofan flúðanna og í Svartá. Ur Laxá á Ásuni eru komnir 112 laxar og þar hefur veiðin ver- ið misjöfn milli daga. Nú er sögð mikil ganga í ána. Miðfjarðará hefur gefið 86 laxa og virðist fara rólega af stað, cn laxinn er dreifður um allt veiði- svæði árinnar eins og reyndar er í öllum ánum og laxinn er óvenju vænn svo að varla veiðist fiskur undir 10 pundum, en æði margir 20-25 pund. Enn er ótalin Laxá í Refasveit sem hefur gefió 18 laxa 11 -20,5 pund og Hallá með fjóra laxa er vógu þrír 14 pund og einn 10 pund. Nýr 50 fermetra veiðimanna- bústaður hefur verið tekinn í notk- un við Laxá í Refasveit. Stendur hann skammt inni í Laxárdalnum og hefur hlotið nafnið Torfalund- ur, sem höfðar til nafns Torfa bónda á Mánaskál er var fyrsti formaður veiðifélags árinnar, en hítnn lést á sl. ári. Þá em ótaldar Hrútafjarðará og Svartá en þar hófst veiðin 1. júlí. Fregnir em af miklum fiski í Hrútafjarðará og tveir tilrauna- dagar vom í Svartá síðast í júní og gáfu þeir 7 laxa og 8 urriða en að- eins 3 laxar komu úr ánni fyrstu vikuna sl. sumar. Alls hafa hér verið taldir 763 laxar úr húnvetnsku ánum í júní- lok. Hvorki er getið stangafjölda í einstökum ám eða hvenær veiði hófst en hvomtveggja er misjafnt og geta má 500 silungaveiði úr Vatnsdalsá og urriðaveiði úr Langadalssvæðinu í Blöndu, sem nú er kallað nr. 2, en þar hafa veiðileyfi ekki verið nýtt til fulls það sem af cr veiðitímanum. Grímur Gísla. Messað á Knappstöðum næsta sunnudag Hin árlega guðþjónusta í Knapp- staðakirkju í Stíflu verður sunnudaginn 10. júlí kl. 14,00. Sr. Gísli Gunnarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti verður Stefán R. Gíslason. Knappstaðakirkja er ekki sóknarkirkja, en hún var gerð upp fyrir nokkmm ámm og síðan þá hefur verið messað í henni á hverju sumri. Hefur jafnan verið fjölmenni við þessar messur og hafa Fljótamenn gjaman komið á hestbaki til kirkjunnar á messu- degi. Það er áhugamannafélag Knappstaðakirkju sem sér um rckstur og viðhald kirkjunnar. Sl. sumar var hafist handa vió aó hlaða grjótgarð umhverfis kirkju- garðinn og veröur því verki lokió í sumar. Allir em velkomnir aö Knapp- stöðum á sunnudaginn og von- andi verður þar fjölmenni sem jafnan áður. (fréttatilkynning). Munið landsmótið um aðra helgi! mörk á Siglufirði leiknum gegn Geislanum, Ragnar Hauksson og Þórarinn Hannes- son gerðu þrennu, Steingrímur Öm Eiðsson og Agnar Sveins- son tvö mörk hvor og Steindór Birgisson eitt. Oddur Jónsson kom Neista yfir í fynri hálfleik gegn Kormáki á Reykjum og Magnús Jóhann- esson bætti marki við í seinni hálfleiknum. Leikur þessi var annars nokkuð jafn. Það sama má segja um lcik Hvatar og SM á Mclum. SM-menn komust yfir snemma í leiknum, cn Gísli Torfi Gunnarsson náði að jalna fyrir Hvöt. Það reyndist skammgóður vermir því heimamenn náðu að skora tvö mörk í seinni hálfleiknum. Þrymsmcnn sátu yfir í þessari umferó, en þeir eiga að mæta Siglfirðingum á Króknum nk. föstudagskvöld.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.