Feykir


Feykir - 06.07.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 06.07.1994, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 26/1994 Það þótti stórfenglegt átak í atvinnumálum þegar Sauð- krækingum tókst aö koma Steinullarverksmiðjunni á laggimar fyrir 10 árum, enda er það ekki svo lítið fyrir Sauðárkrók og Skagafjörð, aö fá í héraðið atvinnu sem veitir hátt í 50 manns atvinnu. Um þessar mundir er hald- ió upp á aldarfjórðungsafmæli annars fyrirtækis á Krókn- um, Loðskinns. Þaö sannast meö Loóskinn eins og mörg önnur mannanna verk, að fljótt fennir í feóranna spor. Þeir eru líklega ekki margir, sem gera sér grein fyrir því hvað stigió var stórt og mikió skref í atvinnuuppbyggingu í hér- aðinu á sínum tíma, þegai' þrír einstaklingar úr Reykjavík beittu sér fyrir stofnun sútunarverksmióju. Draumur þeirra um fyrirtæki er veitti um 60 manns atvinnu viróist vera aö rætast, þar sem aó uppsveifla er á sútunarmörk- uóunum um þessar mundir, meiri sala á skinnum en ver- ið hefur til fjölda ára. Það stefnir í að von bráóar verði starfsmenn Loöskinns um 60 talsins og t.d. er í farvatn- ingu aó súta fiskroó er mundi útvega um fimm störf til viðbótar. A síðustu tímum, tímum atvinnuleysis, þykir gott aö geta haldið í hvert starf. Það er vitaskuld enn betra ef atvinnutækifærin veröa til, og stórkostlegt ef þau skipta tugum, eins og geróist þegar stofnað var til Loðskinns fyr- ir aldarfjóróungi. Stofnendur Loðskinns voru þrín Pálmi Jónsson í Hagkaupum, Björgvin Olafsson verkfræðingur og Tom Holton í Hildu, sem er út- flutningsfyrirtæki með ullarvömr. Til liðs við þá þremenninga, má þar t.d. nefría Bjama P. Magnús- son og Eyjólf Konráð Jónsson. , J>að sem er kannski merkileg- ast við stofnun þessa fyrirtækis hér, er aö það eru þrír Reykvík- ingar sem standa að stofnun þess, en ekki heimamenn. Þeir sjá fyrir sér nýtingu þessa hráefnis og nokkuð trygg viðskipti með úr- vinnsluvörur. Skagafjörður verð- ur fyrir valinu, líklega vegna þess að Pálmi Jónsson frá Hofi hefur taugar hingað í Fjörðinn. Loðskinn fékk skinn hér af vestursvæðinu, SÍS-verksmiðjan á Akureyri af austursvæðinu og síðan skinna- verksmiðja Sláturfélags Suður- lands af suðursvæðinu. Síðan þegar sú verksmiðja hætti fyrir 6- 7 árum, keyptum við hana, og nú á síðustu árum hefur stærsti hluti hréefnismarkaðar okkar verið á Suðurlandi. Þannig að í raun er Loðskinnsverksmiðjan vitlaust Alexander Róbertsson og Ragnar Grétarsson hengja upp nýslípuð skinn tö þurrkunar. Starfsstúlkur Loðskinns snyrta skinn í óða önn. Framleiðslan selst nú jafnóðum. Birgir Bjamason framkvæmdastjóri Loðskinns. staðsett í dag“, segir Birgir Bjama- son framkvæmdastjóri Loðskinns þegar honum er bent af blaða- manni á þá staðreynd sem hér er drepið á að framan, mikilvægi stofnunar Loðskinns og samlík- inguna við Steinullarverksmiðj- una, en það voru einmitt Sunn- lendingar sem sóttu fast að fá þá verksmiðju til sín á sínum tíma. Engin sumarleyfislokun vegna góðrar sölu Aðspuróur segir Birgir um starfsemi Loðskinns í dag, að það sé bjart framundan. Það hafi ekki litið svona vel út lengi á skinna- mörkuóunum, og ákveðið hafi verið að verksmiðjunni yrði ekki lokað í sumar. Það veitir ekkert af því aö halda áfram til að fram- leiða upp í pantanir. „Við höfum lagt á það mikla áherslu að rækta góð viðskipta- sambönd víða, ekki einblínt á ein- staka markaði með bestu verðin á hverjum tíma, heldur myndað þá heild viðskiptasambanda sem við teljum að gefi rekstrinum hjá okk- ur bestan stöðugleika. Evrópa hefur verið okkar aðalmarkaður til fjölda ára. Við byrjuðum á Bandaríkjamarkaói fyrir þremur ámm, Kórea og Indland komu inn í fyrra. Við fylgjumst með Kína, sem er spennandi markaður en við viljum sjá hvemig hann þró- ast. Austur-Evrópulöndin gömlu eru að koma inn aftur, sem þýðir aó þá koma Finnamir líka. Þeir eru enn með markaðssvæði í þessum nágrannalöndum sínum sem þeir framleiða inn á“. Og ykkur vantar skinn í fram- leiðsluna? ,Já þegar salan er svona mikil dugar ekki sá hluti innlends hrá- efnismarkaðar sem við höfum. Við fórum því út í það að fá gær- ur frá Astralíu til að prófa í vinnsl- una hjá okkur. Það virðist heppn- ast ágætlega. Þetta er hins vegar spuming um verð og stofnkostn- að við kaup á þessum gærum. Flutningskostnaður er t.d. mikill yfir hálfan hnöttinn. Við erum með í undibúningi að kaupa 5-10 þúsund skinn og sjá til hvemig þau viðskipti koma út íyrir okkur. Ef þessi tilraun heppnast vel, þá emm við búnir að leysa ákveðinn framtíðarvanda. Þá þurfum við í framtíðinni ekki að láta stjómast af stæróum í íslenskum landbún- aði, framleiðslu sauðfjárafurða hér innanlands. Það er nauðsynlegt fyr- ir okkur að vera sjálfstæðir að þessu leyti og geta sótt það hráefni sem við þurfum. Hráefríisöflunin er nátt- úrlega forsenda þess að við getum ræktað þau viðskiptasambönd sem við höfum aflað, og tryggt því fólki atvinnu sem hjá okkur starfar', sagði Birgir Bjamason. Skór frá Skrefinu á Skagaströnd framleiddir úr fiskroði.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.