Feykir


Feykir - 13.07.1994, Blaðsíða 8

Feykir - 13.07.1994, Blaðsíða 8
Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra 13. júlí 1994,27. tölublað 14. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill GENGIE Það komast allir í Gengið unglingaklúbb Landsbankans Siáðu til og komdu í Gengið ty Pottþéttur klúbbur! m Landsbanki Sími35353^ 's'ands Banki allra landsmanna Forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir eftir að hafa afhjúpað minnisvarðann í Glaumbæ. Minnisvarði um frækin feðgin afhjúpaður í Glaumbæ Sl. laugardag var afhjúpaður í Glaumbæ minnisvarði um Guðríði I>orbjarnardóttur og Snorra I»orfinnsson. Guðríður sem var á sinni tíð víðförull sæ- farandi, var fyrsta evrópukon- an sem ól barn í Ameríku, Snorra I>orfinnsson og eru þau mæðginin talin bera bein sín í Glaumbæ. Fjöimenni var við- statt athöfnina á laugardag, þar á meðal forseti íslands frú Vig- dís Finnbogadóttir og af- hjúpaði hún minnisvarðann. Athöfhin hófst í Glaumbæjar- kirkju. Þar flutti sr. Gísli Gunnars- son ávarp og rakti tilefhi sam- komunnar. Því næst flutti doktor Hjalti Hugason ágrip af sögu Guðriðar Þorbjamardóttur, en hún var eins og áður segir víðför- ull sæfarandi og var talin víð- förulsta kona Islands langt fram eftir öldum. Guðríður sigldi með föður sínum til Grænlands, þar kynntist hún Þorfinni Karlsefni og sigldi með honurn til Vínlands (Ameríku). Guðríður fór ásamt Snorra syni sínum heim til Skaga- fjarðar og þar settust þau að í Glaumbæ. Snorri lét þar byggja fyrstu kirkjuna og trúaráhugi Guðríðar varð svo mikill að hún gerði sér enn eina ferðina yfir haf- ið á fund páfa í Róm. Minnisvarðinn sem afhjúpað- ur var í Glaumbæ er með styttu af þeim Guðríði og Snorra syni henn- ar. Styttan erafsteypa af höggmynd sem Asmundur Sveinsson mynd- höggvari gerði og var til sýnis á Heimssýningunni í New-York 1940. Styttan sú var í tvöfaldri líkamsstærð. Vigdís forseti gat þess er hún afjúpaði minnisvarðann að þaó væri sér mikill heiður og ánægja að vera viðstödd þessa atliöfn. Kannski sérstaklega fyrir það mikla dálæti sem hún hefði haft á Guð- ríði Þorbjamardóttur alla tíð síðan hún las sem ung stúlka um hana í Grænlendingasögu. Vigdís sagð- ist hafa dáðst af þessari víðförlu konu, sem ekki hefði látið sig muna um að sigla sex sinnum yfir hafið. „Og þið getið rétt ímyndaði ykkur aö hún liafi haft frá ýmsu að segja þegar hún kom heint í Skagafjörð", sagði Vigdís. Vigfús Vigfússon íyrrverandi ferðamálafulltrúi, sem var helsti hvatamaður að því að minnis- varðinn var reistur, rakti tildrög þess að hugmyndin kviknaði, en það mun liafa verið þegar Jón Drangeyjarjarl varcinhverju sinni að segja sögu Guðríðar Þorbjam- ardóttur og minntis þess þá að fyrsti evrópubúinn sem fæddist í Bandaríkjunum bæri bein sín í Glaumbæ, Snorri Þorfinnsson sonur Guðríðar. Vigfús nefndi nokkra aðila sem höfðu verið mjög velviljaðir því að minnis- varðinn yrði reistur og styrkt þetta verkefni. Bæri þar sérstaklega að nefna Hilmar Skagfield frá Páfa- stöðum konsúl Islands búsettan í Florida í Bandaríkjunum, Charles Kobb fyrrverandi sendiherra á ís- landi, þjóðhátíðamefnd, ferða- málaráð, samgönguráðuneytið og héraðsnefnd Skagfirðinga. Karlakórinn Heimir söng nokk- urlög og að lokum flutti Magnús Sigurjónsson þakkir frá Héraðs- nefnd Skagfirðinga, þar sem þakkað var það framtak sem fælist í því að heiðra minningu þessara þekktu persóna úr sögu héraðsins á þennan hátt, og þeim öllum þakkað er þátt tóku í því að reisa minnisvarðann við Glaumbæ. Fyrstakálfs kvíga eignast tvö kálfa Nýlega gerðist sá atburður á bænum Asbjarnarstöðum í Kirkjuhvammshreppi V.-Hún. að 17 mánaða gömul kvíga bar tveimur kálfúm, sem báðir lifðu. Að sögn Lofts Guðjónssonar bónda á Asbjamarstöðum átti hann ekki von á að kvígan gengi með tvo kálfa, enda var ekkert sem bcnti til slíks á meðgöngu- tímanum. Sagðist Loftur telja fremur fátítt að kvígur bæra svo snemma þó eflaust væri eitthvað um það, en æskilegast væri aó þær bæra eldri og næðu betri þroska fyrir burð. Kálfunum fer vel fram og ganga þeir undir móður sinni, en ekki er ljóst ennþá hvort hún get- ur mjólkað handa þeim báðum þcgar þcir stækka. EA. Rækuvinnslan Særún á Blönduósi: Stór og góð rækja og mikil vinna Mikil vinna hefúr verið í rækju- vinnslunni Særúnu á Blönduósi í sumar. Unnið hefúr verið á tveim vöktum frá því um miðj- an maí og rækjuveiðarnar gengið vel. Rækjan hefúr verið stór og góð til vinnslu í sumar. Unnin eru 13-14 tonn í Særúnu á dag, og reynt að komast hjá helgarvinnu, að sögn Kára Snorrasonar framkvæmda- stjóra. Hefúr það að mestu tek- ist í sumar. I sumar starfa um 35 manns hjá Særúnu, sem er svipaður fjöldi og í fyrrasumar, en fram að þeirn tíma var þetta mesti starfsmanna- fjöldi hjá fyrirtækinu í langan tíma. Fjórir hcimabátar afla hrá- efnis og tveir aðkomubátar. Hcimabátamir cra Nökkvi, Ingi- mundur gamli, Gissur hvíti og Húni. Naustavíkin frá Arskógs- strönd og Eyborg frá Hrísey leggja einnig upp hjá Særúnu. Oddvitinn Hún hefúr verið hreint ótrú- leg hún Guðríðir. Gæðaframköllun BÓKABÚB BRYBEJARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.