Feykir


Feykir - 31.08.1994, Blaðsíða 2

Feykir - 31.08.1994, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 28/1994 Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Bíódögum vel tekið Bíógcstir á Sauðárkróki skcmmtu sér konunglega þcgar Bíódagar Friðriks Þórs Friðrikssonar voru sýndir um síðustu helgi. Fólk tók samt scint við sér, aðcins sáu að jafnaði 40 manns fyrstu þrjár sýningamar, 80 manns fyrri sýn- inguna á sunnudcginum. A síðustu sýninguna var svo upp- selt og þurftu margir frá að hvcrfa. Sigurbjöm Bjömsson sýningar- stjóri býst við myndinni til sýn- ingar aftur, jafnvel seinnipart sept- embermánaðar og þannig gefist þeim sem frá urðu að hverfa á sunnudagskvöldið tækifæri á að sjá myndina. Sem áður segir fengu Bíódagar góðar móttökur bíógesta, enda er hér á ferðinni smellinn gaman- mynd og ekki skemmir heldur að um þriðjungur myndarinnar gerist í Skagafirði. Margir Skagfirðingar birtast þama á tjaldinu í fyrsta sinn og ekki verður annað séð cn menn eins og t.d. Halldór á Mannskaða- hóli sé gjörsamlega sniðinn á tjaldið. Ef dæma má af samsetn- ingu bíógesta sl. sunnudagskvöld, draga Bíódagar til sín bæði unga og aldna. Barnafólk í Gamla bænum óánægt með leik- völlinn Barnafólk í Gamla bænum á Sauðárkróki hefur löngum kvartað undan slæmu ástandi leikvallarins í bæjarhlutanum, og sett þar í forgangsröð að völlurinn verði girtur þannig að börnum stafí síður hætta af umferðbfla frá Skógargötun- ni og einnig umferð flutninga- tækja sem þarf að komast að Sauðárkróksbakaríi, en flutn- ingabflarnir snúa við á planinu og bakka fast við leikvöllinn. Þær Helga Rósa Guðjónsdótt- ir og Sigríður Sigurjónsdóttir hús- mæður í hverfinu, hafa margsinn- is rekið þetta erindi sitt á bæjar- skrifstofunni og segja að líklcga sé starfsfólk þar orðið þreytt á þeim. Þær gripu því til þess ráðs á Eins og sjá má er girðingin í kringum leikvöllinn ekki beysin. dögunum að fá blaðamann Feyk- is til að líta á leikvöllinn og að- stæður þar. Þær stöllur sögðu að á síðasta hausti hafi crindi þeirra loksins verið sinnt eitthvað, en ekki til gagns svo að nokkm næmi. Leik- tækin hefðu aö vísu vcriö löguð, en girðingin sem sett var upp sé algjörlega fyrir ncðan allar hellur og hún haldi ekki ncinu bami inn- an girðingar. Þá hafi leikvöllur- inn verið minnkaóur frá því sem áður var, óþarflega mikið og óskiljanleg ástæða þess, þar sem bærinn eigi stærri lóö þama og ekki séð önnur not fyrir hana. Hættan af umferðinni cr til staðar eftir sem áöur á þrjá vegu þama við völlinn, auk umferðar um Skógargötuna, frá innkeyrslunni við bakaríið og frá innkeyrslunni sem liggur niður með vellinum að norðanverðu að íbúðarhúsinu Bjamabæ. „Þetta er framkvæmd sem kostar ekki mikla peninga, en verður ekki bætt ef slys eiga sér stað. Við sendum bréf sl. vor þar sem við fórum fram á að þcssuni hlutum yrði komið í viðunandi horf, og fengum þaó svar að bréf- ið hefði fengið jákvæðar undir- tektir. En nú er sumarið lióið og ekkert vcrið gert. Okkur finnst þessi sofandaháttur makalaus eins og umræðan hefur verið mikil undanfarið um tíð slys á leikvöllum hér á landi mióað við önnur lönd. Við sjáum fram- kvæmdir við leiksvæði annars staðar í bænum, t.d. fyrir neðan Túnahvcrfið við innkeyrsluna í bæinn. Vió viljum beina þeim til- mælum til forráðamanna bæjar- ins að það sé ekki nóg að huga bara að þeint svæðum sem eru í alfaralcið, það verður líka að sinna öðrum svæöum eins og t.d. leik- vellinum í Gamla bænunf' sögðu þær Helga Rósa og Sigríður. Hópurinn sem brautskráðist frá Hólum sl. föstudagskvöld: Efri röð frá vinstri: Þorgeir Terjeson, Kristján Ottar Eymundsson er hlaut hæstu einkunn á burtfararprófi, Arnar Þór Arnarson, Ey- steinn Leifsson, Illugi Guðmar Pálsson, Ásgeir K. Ásgeirsson og Guðmundur Björnsson. Fremri röð frá vinstri: Ása Margrét Einarsdóttir, Ásta Kristín Guðmundsdóttir, Helga Halldóra Ágústsdóttir, Hólmfríður Bima Björnsdóttir, Jannike Nörkov, Sylvía Rossel og Petra Liggenstofer. Á myndina vantar Jens Óla Jespersen. Mynd/Valgeir Bjarnason. Brautskráð frá Bændaskólanum Sl. föstudagskvöld fór fram við hátíðlega athöfn í Hóladóm- kirkju brautskráning nemenda úr Hólaskóla, fyrstu nemend- anna sem brautskráðir eru frá skólanum efltir nýju kerfi. Að þessu sinni vom brautskráðir 15 nýbúfræðingar, 7 stúlkur og 8 piltar, og tveir brautskráðust af fiskeldisbraut I>á brautskráðust fjórir erlendir nemendur að þessu sinni, tvær stúlkur frá Sviss og piltur og stúlka frá Nor- egi. Á sl. vori brautskráðust 23 búfræðingar frá Hólaskóla þannig aðá þessu ári hefúr skól- inn brautskráð 38 nemendur, eða fleiri en nokkm sinni á sama ári. Námsárangur nemenda var mjög góður. Hæstu cinkunn fékk Kristján Óttar Eymundsson fra Ár- gerði í Skagafirði og hlaut hann viðurkenningu frá Búnaðarfélagi Islands. Ennfremur fékk hann við- urkenningu í almennum jarðrækt- ar- og búfjárræktunargreinum. Petra Liggenstofer frá Sviss var næst hæst yfir skólann með ein- kunnina 9,3. Hún hlaut einnig bókaverðlaun fyrir góðan námsár- angur í hrossarækt og bústjóm. Jcns Óli Jespersen fra Engimýri í Öxnadal lilaut aðaleinkunina 9,2 og bókarviðurkenningu frá Tré- smiðjunni Borg fyrirbestan náms- árangur í byggingar- og bútækni- greinum, Ásta Kristín Guðmunds- dóttir fékk aðaleinkunnina 9,1 og viðurkenningu fyrir góðan námsár- angur í veiknámi og hrossaræktar- greinum. Guðmundur Bjömsson ftá Sauðárkróki fékk viðurkenn- ingu frá Landssambandi veiðifé- laga fyrir námsárangur á fiskeldis- braut. Fyrir rúmu ári var gerð sú breyting á námsskipulagi Hóla- skóla að hægt er að ljúka náminu á einu ári. Hafa inntökuskilyrði ver- ið hert og skólinn fellt niður kennslu í ýmsum grunngreinum, sem nú eru kenndar í almennum framhaldsskólum. Þess í stað er í Hólaskóla lögð meiri áltersla á sér- greinar, einkum hefur verklegi þáttur kennslunnar verið aukinn. Þessi breyting á námsskipulaginu hefur fallið í góðan jarðveg hjá nemendum og verður haldið áfram á sömu braut. Með breytingunni nýtast bæði vor og haust til verk- legrar kennslu betur en áður var, að sögn Jóns Bjamasonar skólastjóra. Fyrir tveim ámm var gert sam- komulag milli Hólaskóla og Fé- lags tamningamanna um samstarf í fræóslu og kennslu. Nemendur skólans sem útskrifast af hrossa- ræktarbraut og uppfylla ákveðnar lágmarkskröfúr í árangri geta sótt urn aðild aó Félagi tamninga- manna og öðlast þar full félagsrctt- indi. Formaóur félagsins Trausti Þór Guðmundsson var viðstaddur og flutti ávarp þar scm hann fagn- aði þcssum áíanga og veitti 25 ncmendum fomilega inngöngu í félagið. Kemur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aöalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4,550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Asmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Siguröur Agústsson og Stefán Árnason. Áskriftarveró 137 krónur hvert tölublaó meö virðisaukask.. Lausasöluverð: 150 krónur meó viróisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.