Feykir


Feykir - 31.08.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 31.08.1994, Blaðsíða 4
4FEYKIR 29/1994 Héraðsmót í hálfa öld Héraðsmöt framsóknarmanna í Skagfirði eru fyrir löngu orðnar klassískar skemmtanir Héraðsmótin voru frægar skemmtanir hér áður fyrr, eins og dæma má af vinsælu dægurlægi sem orðið hefur eitt af þessum klassísku, sem alltaf heyrist annað slagið. Um árabil stóöu sjálfstæðismenn fyrir skipulögöum samkom- um í öllum sýslum landsins og höfðu þá á að skipa einum frægustu skemmtikröftum landsins á þeim tíma. Fram- sóknarmenn voru líka meó sínar héraðshátíðir, en þær samkomur vom ekki í jaín skipulögðu formi og hjá sjálf- stæðismönnum. En eins og skemmtanahald almennt hef- ur tekið breytingum með nýjum straumum í þjóólífinu, hafa héraósmótin mörg hver dáið drottni sínum og nú em þau aðeins örfá eftir. Eina héraósmótió hér um slóöir og líklega á öllu Noröurlandi er þó enn haldió í Miógai’ði ár- lega síöustu helgina í ágúst. Mót þetta hefur um árin feng- ió mjög góóa aösókn. Sjálfsagt heldur sveitafólkið margt hvert þama sína töðugjaldahátíó, altént er þaó orðið fast- ur lióur hjá mörgum að mæta á héraðsmótið í Miðgarði síöustu helgina í ágúst. Þótt andaöi köldu að norðan sl. laugardagskvöld virtist fólk ekki láta veðrið letja sig til skemmtiferða. Fjöldi fólks var mættur um níuleytið þegar skemmtun héraðsmótsins hófst og sætin í danssalnum þéttskipuð fólki. Það var Guðmann Tobías- son sem setti mótið fyrir hönd ffamsóknarfélaganna í Skagafirði. Þá tóku til máls þingmennimir Stefán Guðmundsson og Páll Pét- ursson. Báðir lofuðu þeir það dá- samlega og gróskuríka sumar sem nú er senn á enda, og viku síðan einnig nokkuð að þjóðmál- unum. Páll gat þess reyndar að hann hefði hitt Pálma á Akri og hefði Pálmi sagst hafa veitt því sérstaka eftirtekt í auglýsingu um héraðsmótið, að þar hefði verið rækilega tekið fram að þeir þing- mennimir Páll og Stefán ættu að flytja stutt ávöip. Það væri náttúr- lega eðlilegur hlutur því þama væri um skemmtun að ræóa. Inn á milli ávarpa þingmann- anna söng Tjamarkvartettinn úr Svarfaðardal við frábærar undir- tektir mótsgesta, enda er þama á ferðinni frábært listafólk með mjög skemmtilega söngva og tónlist. Reyndar flytur það lögin án hljóðfæraleiks. Kvartettinn notar raddir sínar sem hljóðfæri, og þarf nokkra hæfleika þar til eins og Guðmann Tobíasson kynnir réttilega gat. Ami Tryggvason er skemmti- kraftur sem auðveldlcga nær til fólks og það gerði hann enn eina ferðina í Miðgarði á laugardags- kvöldið. Jóhannes Kristjánsson eftirherma rak síöan endapunkt- inn á skemmtidagskrána á héraðs- mótinu og brá sér þar í hlutverk margra þjóðkunnra pcrsóna, við góðar undirtektir áheyrenda. Hefur mætt á mótin frá upphafi Guttormur Óskarsson er einn þeirra er mætir á livert einasta héraðsmót, og reyndar hefur ekki eitt einasta mót dottið úr hjá Gutt- ormi. Framsóknarmenn hafa haldið mót sitt í um hálfa öld. Síð- ustu 27 árin hefur mótið verið haldið í Miðgarði, eða alveg síð- an félagsheimilið var tekið í notk- un. Að sögn Guttorms hefur mót- ið yfirleitt verið haldið i Varma- hlíð. Fyrstu árin í gamla sam- komuhúsinu, því næst í nokkur ár í gömlum Bretabragga sem stóð fyrir norðan sundlaugina. Sam- komutjaldið Skagfirðingabúð var einhvem tíma reist í Varmahlíð til að halda í því héraðsmót og í Vantar þig aukavinnu, sem þú getur jafnvel unnið heima hjá þér? Hefuróu áhuga á aó safna auglýsingum? Ef svo er, hafðu þá samband við ritstjórn Feykis í síma 35757, eða í heimasíma ritstjóra eftir klukkan 21 á kvöldin, 35729. Sætin í danssalnum voru þéttskipuð fólki á skemmtuninni. nokkur ár var héraðsmótið haldið í félagsheimilinu Bifröst, en það mun hafa verið mjög skammur tími. „Nei, ég segi það nú ckki að maður fyllist hátíðarstemmningu þegar kemur að héraðsmóti, það er ekki svo flott. En þetta er orð- ið fastur liður og fólk hugsar til þess sem sjálfsagðs hlutar". Manstu eftir einhverju sér- stöku frá héraðsmótunum Gutt- ormur? „Þctta safnast nú mikiö saman í eitt. Þau hafa öll verið mjög skemmtileg og þetta hefur alltaf verið mikill viðburður. Fyrstu árin var mótið haldið við frum- stæð skilyrði. En það hafa yfirleitt verið fengnir mjög góðir skemmtikraftar til að skemmta og ég man t.d. að einhvem tíma rétt upp úr stríðinu var fenginn til að syngja í Bretabragganum, Sigurð- ur Skagfield söngvari, þá nýkom- inn frá söngnámi. Undirlcikari hans var líka nýútskrifaður stór- músíkant, Ragnar Bjömsson stjómandi Fóstbræðra og dóm- organisti með meim. Sigurður söng sig þama upp úr öllu og ætl- aði síðan að enda prógrammiö með því að syngja Skagafjörð. En Ragnar hafði þá engar nótur með laginu og leist ekki á að spila það. Sigurður kallaði þá út í salinn hvort Bjöm á Krithóli væri þama staddur, hvort hann treysti sér ekki til að leika Skagafjöróinn eít- ir eyranu? Bjöm kom upp og þeir skiluðu laginu frábærlega", sagði Guttomiur þegar hann minntist liðinna héraðsmóta í samtali við Feyki. Og Guttomii fannst ballið frá- bært að þessu sinni. „Þetta var mjög gaman og fjöldi fólks, sjálf- sagt verið á 5. hundrað manns". Þaó var hljómsveit Geirmundar sem hélt uppi fjörinu á héraðs- mótinu, eins og hún hefur reynd- ar gert í þau 27 ár sem mótið hcf- ur verið haldið í Miðgarði og sjálfsagt lengur. Samkomugestir hrifúst mjög af söng Tjamarkvartettsins, enda frábært listafólk þar á ferð.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.