Feykir


Feykir - 31.08.1994, Blaðsíða 6

Feykir - 31.08.1994, Blaðsíða 6
6FEYKIR 29/1994 Heilir og sælir lesendur góöir. Þá er út- lit á aö allt sé að færast í eðlilegt horf hjá blaðinu okkar eftir sumarfríiö og ástæða til að efna nú í þokkalegan brag. Fyrst koma tvær vísur eftir Indíönu Sigmunds- dóttur og fáum við þar fréttir bæði frá Sauðárkróki og af landsmálunum. Egils-Bjöm með eymdar róm, engin vœgð hjá snónim, garpurinn týndi gúmmískóm, gengur berum fónim. Nú skal nefna nafhiðJón, nefnilega Baldvin. Karlinn efað klofar Frón kremur hann yljafaldinn. Þar sem hinn umdeildi Jón Baldvin er nefndur til sögunnar er tilvalið að rifja hér næst upp vísu sem Sigmundur Jónsson á Vestari-Hóli orti um formannsslaginn í Alþýðuflokknum. Iframboðið þaufóru keik, fannst mér karlinn dóni. Jóhanna í Ijótum leik lenti undirJóni. Onnur vísa kemur hér eftir Sigmund og eru tildrög hennar þau að eitt sinn fékk hann mann úr Hofsósi til að hjálpa sér að vinna ákveðið verk. Annar maður einnig úr Hofsósi er átti tal við Sigmund spurði hvort hann gæti haft eitthvert gagn af þeim sem hjá honum væri. Ég oft til verka verð mig þvinga, veikum kröjtum mínum fórna, efég hefði Hofsósinga hóp ég myndi bara stjórna. Jón Gissurarson í Víðimýrarseli var staddur í veislu og kom ósk sinni á fram- færi við dömu þá er uppvartaði veislu- gesti með eftirfarandi vísu. Lítt hér mundi lamast trú, lundin blandast gríni, efégfiillafengi nú flösku afrósavíni. Ólína Jónasdóttir á Sauðárkróki er höf- undur að næstu vísu. Mun hún vera gerð er sagan Silfurtunglið eftir Halldór Lax- nes kom út. Listin oft hjá Laxnes bjó, lýsir enn afblysum nýjum. Sumum held ég sýnist þó silfiirtunglið vaða í skýjum. Óncfnd hjúkrunarkona var að fara í siglingu. Sjúklingur sem hún hafði stund- að var meðal þeirra er kvöddu hana við bryggjuna. Að því loknu mun hann hafa gert eftirfarandi vísu. Hrundin braut á hafiðfer, holdið þrautir ama. Glundur sprauhtr gafhún mér gjaldið hlaut í sama. Ólafur stúdent var kunnur maður á sinni tíð. Eitt sumar var hann kaupamað- ur á Hólum í Hjaltadal. Ekki hefur hann alltaf verið mjög ánægður í því starfi eft- ir þessari vísu hans að dæma. Allt frá Byrðu og ofan í á engan held ég saka að það vœri allt í ijá og andskotinn að raka. Einhvemtíma heyrði ég þá sögu að eitt sinn er Jón Pálmason alþingismaður á Akri var á gangi á götu í Reykjavík, hafi hann mætt þar manni sem hann þekkti og ætlaði að taka tali. En hinn rauk áfram og kvaðst vera að flýta sér því að hann væri að fara á konur annarra, en urn þetta leyti var verið að sýna leikrit með því nafni í Iðnó. Um þessar orðaskipti orti Jón svo. Flýti ég mér og fer afstað, fylltur glœshnn vonum. Ég hefkeypt mér aðgang að annarra manna konum. Það mun vera Gísli Jónsson frá Saur- bæ sem er höfundur að næstu vísu. Ámcelið erýmsum tamt, yfir mörgu klagað, þótt mér sé í geði gramt get eg stundum þagað. Önnur vísa kemur hér sem ég held að sé einnig eftir Gísla. Einstœð vísa, örshitt tal eykur náin kynni. Hún er frábœrt fylgiskjal fyrir hugsuninni. Enn langar mig til að biðja lesendur að taka nú vel við sér og senda vísur til þátt- arins. Sérstaklega langar mig til að fá vís- ur sem tengjast þeim tíma er nú fer í hönd og þeim störfum sem honum fylgja. Því til staðfestingar kemur hér næst vísa sem gerð er í náttstað gangnamanna úr Bisk- upstungum. Höfundur er Þórður Kárason. Nú eru ekki kjörin köld, kætirþetta rekka, að eiga rommið enn í kvöld eins og hver vill drekka. Þá er góður kostur að enda þáttinn með fallegri vísu eftir Gísla frá Saurbæ. Þótt ég eyði ársins hring æsku fjarri stöðum, horfi ég á Húnaþing hugar augum glöðum. Bið lesendur aó hugleiða bón mína með efni fyrir þáttinn og vera þar með sæla að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum 541 Blönduósi, sími 95-27154. Slakur leikur Tinda stóls fyrir austan Stórt tap fyrir Hetti, 4:0 Gísli hættur þjálfun Tindastólsstrákarnir í fótboltan- um vilja sjálfsagt gleyma forinni austur á Egilsstaði sl. föstudag scm lyrst, enda var þessi keppn- isferð ein sú versta scm Tinda- stólsmenn hafa faríð. Fluginu aust- ur seinkaði nokkuð og tók að auki mun lengri tíma en reiknað hafði verið með, sökum óhagstæðra vinda. Þetta gerði það að verkum að Tindastólsliðið mætti austur rétt fyrir lcikinn gegn Hetti og hafði því skamman tíma til und- irbúnings. Sauðkrækingarnir náðu sér aldrei á strik í leiknum, ef frá eru taldar lyrstu mínútur leiksins, og Höttur vann öruggan sigur 4:0, í leik sem var báðum liðunum mjög mikilvægur. Leikurinn byrjaði eins og flest- ir lcikir Tindastóls í sumar. Tinda- stólsmenn byrjuóu betur í leiknum og fengu færi til aö skora, en tókst ekki að reka endahnútinn á sókn- imar. Heimamenn komust síðan inn í leikinn og höfðu heppnina með sér um miðjan hálfleikinn þegar sending utan af kanti sveif í fjærhomió. Undir lok hálfleiksins bættu heimamenn síðan við ööru marki og staðan í leikhléi var 2:0. I seinni hálfleiknum höfðu heimamenn áfram yfirhöndina og bættu við tveim mörkum um miðj- an hálfleikinn, og þannig lyktaði leiknum með 4:0 sigri Hattar. Það verður að segjast eins og er að Tindastólsmenn voru mjög daufir í þessum leik og hefur erfið Ilugferð og stuttur upphitunartími þar eflaust haft cinhver áhrif, þó ekki sé það öll ástæðan. Þeir voru l'áir Tindastólsmennimir sem sýndu sitt rétta andlit í leiknum. Stefán Pétursson var besti maður liðsins og reyndar hefur þessi lipri leik- maður leikið mjög vel fyrir Tinda- stól í sumar, þótt honum hafi aðeins tekist að skora einu sinni, gegn Víði á dögunum. Vamarmennimir Ingv- ar og Smári stóðu sig einnig vel og höfðu góð tök á sínum mönnum. Þá átti Gísli markvörður þokka- legan leik. Tindastólsl iðið verður að koma samsstillt til leiks þegar neðsta lið deildarinnar, Haukar, koma í heim- sókn nk. sunnudag. Sigur í leiknum þýðir að öllum líkindum öyggt sæti í deildinni að ári, og að liðið geti þá farið afslappað í síðasta leikinn sem verður gegn Reyni í Sandgerði, en tvær umferðir cru nú eftir í þriðju deildar keppninni. Onnur úrslit í 3. deild sl. föstu- dagskvöld: Reynir - Skallagrímur 1:7, Dalvík - Völsungur 5:1, Víð- ir - Haukar 3:0 og BI - Fjölnir 2:0. Tindastóll er nú í 7. sæti með 15 stig, Dalvík og Reynir em með 14 stig og Haukar 11. „Ástæðurnar eru fjölmargar, en fyrst og síðast er það að ég er orðinn þreyttur á stöðu mála hér í bænum og héraðinu gagn- vart frjálsum íþróttum. Stjórn- unin er ekki markviss og um- gjörðin kringum íþróttina ekki eins og ég vildi hafa hana. Eg finn ekki stuðning fyrir þeim málum sem ég vil beita mér fyr- ir“, segir Gísli Sigurðsson sem í mörg ár hefúr þjálfað frjáls- íþróttafólk UMSS og Tindastóls en hefur nú ákveðið að láta af því starfi frá og með næstu mánaðamótum. , Jvlenn virðast ekki hafa áhuga á að bæta hér aðstöðuna. Við emm eina fyrstudeildarliðið sem hefur þurft að búa við þá hörm- ung til fjölda ára að æfa hlaup á grasbrautum. Atrennubrautin er það sem ég og mitt fólk vann að og beitti sér fyrir, en fólk stendur ckki í því að þurfa að gera alla hluti upp á eigin spýtur til lengd- ar. Eg hef mikinn áhuga fyrir í- þróttum og lít á þær fyrst og fremst sem uppeldisþátt, en afrek þó vissulega séu ánægjuleg skipta þar minnamáli“. Gísli segir að ekkert samband sé á milli uppsagnar sinnar og þess að árangur UMSS-liðsins dugði ekki til að halda því uppi í fyrstu deild í Bikarkeppni FRI. „Við vissum að þetta væri okkar staða, fimmta sætió jafnvel það Jón Arnar með glæsilegt íslandsmet Jón Arnar Magnússon frjáls- íþróttakappi setti um helgina glæsilegt íslandsmet í lang- stökki, stökk átta metra slétta og bætti met Kristjáns Harðar- sonar um 21 sm. Þessi árangur hefði dugað Jóni til bronsverð- launa á nýalstöðnu Evrópumótí. Metið fauk í Bikarkeppni FRI. Jón sigraði að auki í þrem öömm greinum og færði UMSS 24 stig, en það dugði þó ekki til þess að liðið héldist upp í 1. deildinni. Skagfirðingar féllu ásamt hinu fomfræga veldi IR. Arangur Skagfirðinga í mörgum greinum var samt mjög góður, en sem áður er þaó kvennasveitin sem er ekki nægjanlega steik. Þá munaói sárgrætilega litlu að USAH næði að tryggja sér sæti í 1. deild. Húnvetningar urðu aðrins einu stigi á eftir HSÞ. sjötta. Við höfum verið á þessu róli alveg síðan við unnum okkur fyrst sæti í 1. deild árið 1989“, sagði Gísli. Aðspurður sagði Gísli ekki ljóst hvað hann tæki sér fyrir hendur á næstunni, cn hann er einnig hættur þjálfun Jóns Am- ars Magnússonar tugþrautar- manns. Gísli segir þar liggja persónulegar ástæóuraðbaki.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.