Feykir


Feykir - 31.08.1994, Blaðsíða 8

Feykir - 31.08.1994, Blaðsíða 8
31. ágúst 1994,29. tölublað 14. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Björn Jónsson frá Fagranesi og Bragi Halldórsson félagi Krist- ins frá Akranesi og sumarbústaðaeigandi á Reykjum, styðja sundkappann upp úr fjörunni fyrir neðan Grettislaug. Skagamaðurinn lét verða af því að synda úr Drangey Enn einn Drangeyjarsund- kappinn bættist sl. miðvikudag í hóp þeirra se\ sem áður höfðu þreytt þetta erfiða sund milli Drangeyjar á Skagafirði og lands. I»að var Kristinn Einars- son 37 ára Skagamaður sem vann þetta frækna afrek og voru liðin 33 ár frá því Axel Kvaran þreytti sitt sund. Krist- inn var orðinn mjög þreyttur og þjakaður þegar hann náði landi, enda hafði hann verið fimm og hálfan tíma á sundi. Það gerði sundkappanum erfitt fyrir að niðaþoka var á Skaga- firði meðan á sundinu stóð og sást ekki til lands fyrr en nokk- ur hundruð metrar voru ófarn- ir af leiðinni sem er um 7 km frá Drangey að Reykjadiski. Þá var lofthiti lítill vegna þokunn- ar og sem dæmi um það var hitinn aðeins sex stig á Hrauni þegar sundið hófst 20 mínútum fyrir níu í gærmorgun. Þegar klukkan var 17 mínútur yfir tvö endaði Kristinn sund sitt við fjömna neðan Reykjalaugar og var vel hvattur síðasta spölinn af fólki er beið komu hans. Styðja þurfri sundkappann upp úr fjör- unni og til laugar og lengi vel átti hann tregt um mál sökum mikils skjálfta og kulda er erfiðu sundi fylgdi, en sjávarhiti er þó með hæsta móti nú eða 9,5 gráður. „Ég vissi að þctta yrði erfitt, en að þetta yrði svona erfitt bjóst ég þó varla viö. Ég reiknaði með að fara kílómetrann á hálftíma og verða svona þrjá og hálfan til fjóra tíma á sundinu en það stóðst ekki. Ég var löngu búinn áður en ég kom að landinu og það er eiginlega samfeiöamönnum mínum að þakka að þetta tókst. Þeir Iugu að mér Það komast allir í Gengið unglingaklúbb Landsbankans Sláðu til og komdu í Gengið Pottþéttur klúbbur! am Landsbanki Sími 35353 íslands Banki allra landsmanna Veiðimennirnir Gunnar og I>órður með nokkra yrðlinga sem þeir hafa alið í sumar. Mynd: Órn. Óvenjumörg tófugreni unnin í Fljótum Blönduós: Ný vatns- lögn og göngu- stígur á Brekkuna Framkvæmdir eru hafhar við lagingu nýrrar vatnslagnar frá stofhlögninni við Norður- landsveg í íbúðarhverfið upp á Brekkunni. Þá verður sam- hliða þessari framkvæmd gerður göngustígur frá Blöndu- skálanum og upp í íbúðar- hverfið á Brekkunni. Gamla vamslögnin upp á Brekkuna var orðin ákaflega léleg. Göngustígurinn nýi verður upplýstur og mun hann auðvelda gangandi umferð milli íbúðahverfisins á Brekkunni og annarra bæjarhluta á Blönduósi. Að sögn Skúla Þórðarsonar bæjarstjóra á Blönduósi ætti þessi upplýsti göngustígur að afstýra mestu slysahættunni frá umferð um Norðurlandsveg. Sérstaklega kemur hann tíl góða fyrir bömin á Brekkunni sem ekki þurfa lengur að fara þama um í myrkri í og úr skóla. allan tímann að þetta væri að haf- ast og héldu í mér voninni", sagði Kristinn þegar hann hafði náð yl í kroppinn í heitri lauginni. Kristinn hefúr í nokkum tíma stefnt að Drangeyjarsundi og einu sinni áður hefur hann reynt sig á þessari leið en þurfti þá frá að hverfa, einkum vegna erfiðra að- stæðna. Sjór var sléttur sl. mið- vikudag og að því leyti hentugt að þreyta sjósund. Kristinn var vel smurður og klæddur ullarskyrtu og ullarsíðbrók á sundinu. Og þessi knái Skagamaður var þó ekki rneira eftir sig en það að sundi loknu, að fijótlega steig hann upp í bíl sinn og ók suður og var síöan mættur í vinnu hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ell- erts morguninn efrir. Þess má gcta að fyrir nokkmm árum gáfu Drangeyjarsundkapp- ar bikar til að hvetja menn til að þreyta Drangeyjarsund. Sex nöfn em grafin á þennan bikar, nafn Grettis Asmundarsonar efst og mun nú nafn Krisrins Einarssonar bætast neöst á þennan lista. Með mesta móti hefur verið unnið af tófu í Austur-Fljótum í sumar, alls 31 dýr. Gunnar Steingrímsson og Þórður Ragn- arsson hafa stundað veiðarnar undanfarin ár. Þeir unnu fjög- ur greni að þessu sinni og tókst að ná öllum dýrum á þeim. Aður höfðu þeir unnið nokkur hlaupadýr. Að þessu sinni fundust tvö ný greni og það sem óvenjulegt þyk- ir að tveir refir, annar ársgamall cn hinn eldri, voru saman í greni ásamt einni læðu og tveimur yrð- lingum. Lágfóta þykir ávallt vá- gestur ekki síst í varplöndum sem mikið er af í Fljótum og því er Matthías Viktorsson sem gegnt hefur starfi félagsmálastjóra á Sauðárkróki frá 1. maí 1983 hefur sagt starfi sínu lausu. Starfið hefúr verið auglýst laust til umsóknar. Astæða fyrir uppsögn Matt- híasar er brottfiutningur fjölskyldu lians til Noregs. Inga Andreasen talmeinafræðingureiginkona Matt- híasar hefur haldið til framhalds- náms í Osló og hann hyggst einnig halda áfram námi í upp- eldisfræðum þegar fjölskyldan hefur komió sér fyrir. „Það var erfió ákvörðun að segja upp þessu starfi, þó svo að í fyrstu hafi ég ekki ætlað mér að gegna því svo lengi. Það leggst ágætlega í mig aó fara til Noregs, lögð talsverð áhersla á að vinna það sem mögulega næst í. Að þessu sinni reyndist a.m.k. ein tóf- an sem náðist vera dýrbítur en ekki er talið að hún hafi drepið nema eitt lamb áður en hún náð- isL Ekki hafa öll dýrin sem þeir fé- lagar náðu verið aflífuó enn. Þannig eiga þeir nokkra yrðlinga í heimatilbúnu greni og em þeir orðnir gæfir líkt og hvolpar. Hafa þeir litlu vakið mikla athygli þétt- býlisbúa sem komið hafa að Skeiðsfossvirkjun í sumar. Eng- inn hefur þó enn gefið sig fram sem vill eiga þá ril frambúðar. ÖÞ. enda þekkjum við vel til þama, höfum verið þar við nám áður“, sagði Matthías í samtali við Feyki. Oddvitinn Ætli sé ekki pláss fyrir mitt nafn á Drangeyjarbikamum. Matthías lætur af störfiim BÓKABtJÐ BB]YBTeIARS Gæðaframköllun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.