Feykir


Feykir - 21.09.1994, Blaðsíða 2

Feykir - 21.09.1994, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 32/1994 Síðan söng kúrekinn nokkur Iög við góðar undirtektir réttargesta. Hún var í góðuni félagsskap þessi unga stúlka í Skrapa- tungurétt. Margmenni var samankomið við Skrapatunguréttina á sunnudaginn. Réttað í Skrapatungu Það gerist æ vinsælla að fara í hrossasmölun á Laxárdal og taka síðan þátt í réttarstörfúm í Skrapatungurétt daginn eftir. Góð þátttaka var í smöluninni og réttunum, einnig að þessu sinni, en nokkrir ferða- þjónustuaðilar í Húnaþingi hafa þrjú síðustu ár boðið upp á helgarpakka í göngur og réttir. Það var líflegt um að litast í Skrapatungurétt á sunnudaginn eins og þessar myndir Sigurðar Kr. Jónssonar bera nieð sér. Fjölmenni var í réttunum og stemmning góð. Ekki minnkaði hún þegar sjálfur kúrcki norð- ursins birtist í fullum skrúða og skemmti réttargestum með nokkrum hressilegum lögum, eins og Hallbimi einum er lagið. Sjálfur kúreki norðursins, Hallbjörn Hjartarson, kemur ríðandi í Skrapatungurétt í fylgd oddvita Engihlíðarhrepps Valgarð Hilmarssonar á Fremstagili og fleira fólks. Nú getur þú valið! Með nýjum lögum um brunatryggingar húseigna, sem samþykkt voru á Alþingi í aþríl sl., geta húseigendur nú sjálfir ákveðið hvar þeir brunatryggja húseignir sínar, en brunatrygging verður eftir sem áður skyldutrygging. Frá og með 1. janúar 1995 ræður þú hjá hvaða tryggingarfélagi þú kaupir brunatryggingu fyrir húseign/íbúð þína. Notaðu tækifærið og veldu hvar þú brunatryggir. Veldu Tryggingamiðstöðina þegar mest á reynir. TRYGGINGA MIÐSTÖÐIN HF. Söluumboð á Sauðárkróki BÓKABIE) BKmJABS Sími 35950. Kemur út á mióvikudögum vikulega. Utgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aöalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Asmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guóbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarveró 137 krónur hvert tölublaó með virðisaukask.. Lausasöluverð: 150 krónur meó viróisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða. Mikil atvinna á Hvammstanga „Mér skilst að atvinnulíf hér sé með líflegra móti um þess- ar mundir og spilar sláturtíð- in þar inn í. Við höfum verið að steypa gangstéttir fram undir þetta. Síðan tekur við að koma fyrir nýrri hafnar- vog sem hreppurinn hefur fest kaup á og byggja að- stöðuhús tengda henni“, seg- ir Guðmundur Guðmunds- son sveitarstjóri á Hvamms- tanga. Slátrað er í tveim húsum á Tanganum, hjá kaupfélaginu og Ferskum afurðum. Svo virðist sem vinnuafl sé ekki á lausu á Hvammstanga nú. Mel- eyri auglýsti eftir fólki í fisk- vinnlu á dögunum, en viðbrögð voru ákaflega dræm. Það er um hálft ár síðan Meleyri hóf vinnslu bolfisks. Hefur sú vinnsla verið í fremur litlum mæli og fyrirtækið einbeitir sér að rækjuvinnslu eins og áður. Þar hefur hráefnisöflun gengið þokkalega, að sögn fram- leiðslustjóra fyrirtækisins, og vinnuafl er nægt. Einbýlishús til sölu! Einbýlishúsið nr. I við Birkihlíð á Sauðárkróki er til sölu ef viðunandi tilboð fæst. Skipti á minni eign koma vel til greina. Allar nánari upplýsingar gefur undirritaður í síma 35470 og 35670. Þorbjörn Arnason lögm. Ohað frettablað á Norðurlandi vestra

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.