Feykir


Feykir - 21.09.1994, Blaðsíða 7

Feykir - 21.09.1994, Blaðsíða 7
32/1994 FEYKIR7 Ókeypis smáar Til sölu Til sölu Mazda 626 árgerö 1986, ekinn 130 þús. km, mjög góöur bíll. Upplýsingar í síma 35141 (Jóhann). Til sölu Emmaljunga bamakerra meö skermi. Upplýsingar í síma 35914. Kvígur til sölu! Burðartími sept- cmber-nóvember. Upplýsingar í síma 38258 á kvöldin. Til sölu Nasa leikjatölva ásamt þrem leikjaspólum, verðtilboð óskast. Nánari upplýsingar í síma 35031. ■ Til sölu Toyota 4 Runner árgerö '86. Upplýsingar í síma 95-35269. Til sölu hjónarúm úr lútaðri furu ásamt náttboröum, dýnur fylgja ekki. A sama stað er einnig til sölu haglabyssa Browning A 5 cal. 12,2 og þrír fjóröu. Upplýsingar í síma 95-36431. Til sölu mótorhjólajakki nr. 52 lítið sem ekkert notaður og vel með farinn. Upplýsingar í síma 35705 eftirkl. 20,00. Til sölu Mitsubishi L 200 Double-Cab 4X4 turbo disel árgerð 1993, húsbíll Bens 307 disel árgerð 1978, Ford 2000 dráttarvél árgerð 1971, Triolett heymötunarkerfi fyrir laust hey, og rúlluhey, 2000 kr. rúllan. Folar 4,7 og 7 vetra. Tck hross í hagagöngu og útifóðrun. Upplýs- ingar í síma 24411 (Þorgrímur). Til sölu frystiskápur vel með farinn, 163 lítrar. Upplýsingar í síma 35360 milli kl. 16 og 19. Til sölu fjárflutningavagn og D- gámur 2,80x2 m. Upplýsingar í síma 38829 eftirkl 19. Til sölu á Sauðárkróki stórt borðstofuborö úr tekki og sex stólar. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 24661 eftir klukkan þrjú á daginn. Til sölu Nintendo tölva. Upp- lýsingar í síma 36446. Ath! Til sölu eru að Hólavegi 27 keppanælur til að loka slátur- keppum. Upplýsingar í síma 35137. Til leigu! Til leigu er stórt og gott herbergi með fataskáp. Rúm getur fylgt. Reglusemi er æskileg. A sama stað eru tveir svefnbekkir til sölu, seljast ódýrt. Upplýsingar í síma 35137. Til leigu gott forstofuherbergi. Upplýsingar í síma 36270. Til leigu herbergi með sérinn- gangi og snyrtingu. Upplýsingar í síma 35575 á kvöldin. Hugi Hreiðarsson markaðsstjóri Garnbúðarinnar Tinnu af- hendir Valgerði Kristjánsdóttur innkaupastjóra Kaupfélags Skagfirðinga viðurkenninguna „Garnverslun ársins 1994“. Skagfirðingabúð garnverslun ársins Nýlega veitti Garnbúðin Tinna garndeild Kaupfélags Skagfirðinga viðurkenninguna „garnverslun ársins 1994'*. Allar af þeim 60 verslunum sem selja gam frá Gambúðinni Tinnu komu til greina við veit- inguna en tekið var mið af þcirri söluaukningu sem átt hcfur sér stað síðustu 12 mán- uðina. Hjá kaupfélaginu var að meðaltali 40% aukning þessa mánuði og verður það að telj- ast frábær árangur. í samtali við Valgerði Kristjánsdóttur innkaupastjóra er það aðallega aukinn áhugi fyrir prjónaskap sem veldur þessari aukningu en síðustu misserin hefur verið einskonar vakning um prjóna- skap á Sauðárkróki og sífcllt fleiri konur sem taka fram prjónanna. (fréttatilkynning) Skagfírðingar - Sauðárkróksbúar! ✓ Sinfoníuhljómsveit Islands heldur tónleika í íþróttahúsinu á Sauóárkróki, laugardaginn 24. september kl. 14,00. Hljómsveitarstjóri er aðalhljómsveitarstjóri Sinfoníuhljómsveitarinnar, OSNO VASKA og einleikari er Sigrún Eövaldsdóttir fiðluleikari. Efnisskrá tónleikanna er að mestu sú sama og veróur á fyrstu áskriftartónleikum hljómsveitarinnar í Reykjavík. Aógangseyrir er krónur 1000 fyrir fullorðna og krónur 500 fyrir böm. Sinfoníuhljómsveit Islands. Fjör á Hofsósi! Tvö kvöld í röð með glaum og gleði í Höfðaborg. Föstudaginn 30. september: Opió hús meö léttri stemmningu að hætti Hestamannafélagsins Svaða. Laugardaginn 1. október: Stórdansleikur þar sem hin eina og sanna Upplyfting sér um fjörió. Næg gisting verður til staðar fyrir alla sem vilja. Nánari upplýsingar í símum 95-37367 og 95-37434. Stuðningsmannaskírteini Körfuknattleiksdeildar UMFT Nú er að hefjast sala á stuðningsmannaskírteinum körfuknattleiksdeildar 3. árið, og er þetta orðin ein af stærstu fjáröflunum deildarinnar. Verð verður óbreytt frá síðasta ári, þrátt fyrir að heimaleikjum fjölgi um 5 á þessum vetri. Hvert skírteini inniheldur eftirfarandi: Aðgangur fyrir einn á alla heimaleiki meistaraflokks karla og kvenna í islandsmóti. (28 leikir) Skírteinin verða númeruð og gildir hvert skírteini sem happdrættismiði sem dregið verður úr á hverjum leik meistaraflokks karla. Margir góðir vinningar verða í boði. 5 sinnum í vetur verður dreginn út stuðningsmaður félagsins og honum boðið með á útileik meistaraflokks karla eða kvenna. Aðalvinningur vetrarins verður ferðavinningur ásamt aðgöngumiðum á leik í NBA. jfc****************************** Stuðningsmannakaffí að leik Ioknum fyrir korthafa. ******************************** Stuðningsmenn og konur takió vel á móti sölumönnum skírteina Upplýsingar veita : Kristján Þ. Blöndal síma: 36146 og Ólafur Jónsson síma: 36530 eða 985-35877. Þeir sem ekki hafa verið með áður cn hafa áhuga, vinsamlegast hafið samband og eignist skírteini. Körfuknattleiksdeild UMF. Tindastóls.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.