Feykir


Feykir - 21.09.1994, Blaðsíða 5

Feykir - 21.09.1994, Blaðsíða 5
32/1994 FEYKIR5 „Hráskinnaleikur" Frá vinnslu í sútunarverksmiðjunni Loðskinni. Þátttakendur togast á um blauta nautshúð, sá sem sterkast- ur er og hefur besta vióspymu nær húðinni og hrósar sigri. Leikur þessi cr ekki cins skeinuhættur eða stórkarlalegur og sumir aörir sem leiknir voru áður fyr, en sárt hefur einhverjum sviðió að verða slippfengur í hon- um og augljóst að þeir sem töp- uðu sátu tómhcntir í orðsins fyllstu nterkingu. Nú hcfur Skinnaiðnaður hf með hjálp SS náð gærunum frá Loðskinni hf meö ljótum bola- brögðum, þó svo aó siðareglur hinnar alheimsfrelsandi „frjálsu samkeppni'' hafi ekki verið brotn- ar, er hegðun þeirra félagsbræðra ekki sómasamleg. Skinnaiðnaður hf er leifamar af Islenskum skinnaiðnaði hf sem aftur var slátrið úr sútunarstöð sambandsins og endist ég aldrei til að rekja alla þá hrakfallaflækju svo vit sé í. Hitt er vitað að þessi grósku- mikla fyrirtækjaræktun átti að bjarga einhverju úr verólausu þrotabúi sútunaríyrirtækisins. Má þetta vera fagurt dæmi um að bankastjóm og aðrir fjármálasnill- ingar vinna stundum fyrir launun- um sínum. Nú er þctta rekstrarfé- lag farið að kaupa hlutabréf í sút- unarverksmiðju á Sauðárkróki og trúi ég varlega að þeir séu bara að rétta bróóurlega hjálparhönd vest- uryfirTrölIaskaga. Um Akureyr- inga vil ég ekki fjölyrða, þeir em einfærir um að útskýra sína fjár- málaspeki, cn ég held að okkar kjördæmi hafi ekki nógu sterk bein til að þola þá góóu daga sem þeirra fjármálasnilld mundi af sér leióa. Þáttur Sláturfélagsins í þessum hráskinnaleik er bæði frumlegur og ósvífinn, ef þeir vildu semja um sína gærusölu til margra ára og skilyrða slík viðskipti meó því að kaupa yrði hlutabréf SS í Loðskinni, var sjálfgefið að bjóða þessi býti fyrst því fyrirtæki sem þeir vom hluthafar í. Það virðist því miður vera oró- ið svo að drengskapur og heióar- leiki í viðskiftum sé ekki bara óþarfi, heldur beinlínis bannað og jafnvel stórhættulegt, þegar kom- ið er upp á hin æðri svið viðskipta. Ut frá þessu sjónarmiði má sjálfsagt óska SS til hamingju með að hafa upprætt svo vara- sama eiginleika úr sínum rekstri. Það sem ég þekki til sögu Loð- skinns hf hefur rekstur þess kraf- ið stjómendur um stöðuga ár- vekni, að ekki sé sagt baráttu, til að halda velli, og hefur oft verið lítinn skilning eða hjálp aó fá hjá „stóra bróður" jafnvel ekki annað en hrakspár og dauðadóma, þegar verst lét. Ég get ekki neitað mér um aö vióra þá skoóun að talsmcnn okk- ar á Norðurlandi vestra séu ekki eins dugmiklir og starfsbræður þeirra hér austan við, víst er sárt að viðurkenna að mínir þingmenn séu slappir, en ég verð að gera þaó. Þau rök að þingmenn starfi við lagasmíði en geti ekki blandað sér í viðskipti eða rekstur fyrirtækja, þykja mér bágborinn. Ef einhverjir skjóta sér undan aó leggja hönd á plóg til bjargar Loðskinni með slíkum málflum- ingi þá hafa þeir lítinn skilning á því hvemig kaupin gerast á eyr- inni. Það sem okkur vantar em þingmenn sem stunda fyrir- greiðslupólitík, en ekki menn sem em áskrifendur að þingsæti, menn sem gera þarfir kjördæmisins aó sinni nauösyn og hegða sér í sam- ræmi við það. Nú er ekki svo aó mínir menn séu einhverjir veifiskatar, síðuren svo. Þama em bændur sem ráða einhverju um gæmverslun, þing- flokksformenn glansandi af mik- illeik og landsföðurlegum virðu- leika, cinnig fjármálamenn í stjómum peningastofnana og stórpáfar úr hinum frjálsa geira v ióskiptal í fsins, svo ætla mætti að við væmm ekki hjálparvana í hörðum lieimi klíkuskapar og pólitískra hrossakaupa. Flestir þessara höfðingja eiga rætur hér svo ætla má að þeim renni blóðið til skyldunnar að verja sitt rúm, og þeim væri óljúft ef Norðurland yrði eitt kjördæmi í fyllingu tímans, en „austmenn" munu síst telja það ofverk sitt að hafa annexíu vestan Oxnadals- heiðar. Það getur verið að sumum þyki þetta ntinna meira á annan foman leik en hér var gcrður að umtalsefni í upphafi, að þetta sé frekar hnútukast en hráskinnaleik- ur. En ég ætla aó vona að okkar menn vakni til dáða og sendi þá hnútumar af höndum sér svo við vcröum vitni að einhverju öðm en þcssu hefðbundna skæklatogi sem þeir munu taka upp sín á milli nú á útmánuðum þegar þingkosningamar nálgast. Eg ætla líka að vona að í stað þess að láta sig dreyma stóra drauma um frægð í fjarlægum löndum komi þeir aftur niður á jafnsléttu til okkar hinna og fari að veróa fyrirgreiðslupólitíkusar. Þá mun okkur og þeim vel famast. Hilmir Jóhannesson. „Vitum að okkar bíður mjög erfitt verkefni" Segir Hinrik Gunnarsson landsliðsmaður í Tindastóli „Við vitum að okkar bíður mjög erfitt verkefni í vetur. Það hafa orðið miklar breytingar í leik- mannahópnum og liðið er enn rcynsluminna en á liðnum vetri. Eg hef samt trú á að ef að næst upp góð stemming í liðinu þá cigi þetta að smclla saman hjá okkur. Við höfum líka mikla trú á Páli Kolbeinssyni og líkar vel við hann sem þjálfara“, segir Hinrik Gunnarsson landsliðs- maður Tindastóls í körfúbolta, en það styttist óðum í að körfu- boltavertíðin hefjist fyrir alvöru. Aðeins ein vika er þar til kcppn- in í úrvalsdcildinni hefst. Fyrsti leikur Tindastóls verður í Síkinu fimmtudagsköldið 29. septem- ber gegn KR. Körfuboltaáhugamenn bíða spenntir þess sem í vændum er. Tindastólsmenn halá undirbúió sig cftir föngum fyrir keppnina og lið- inu hefur gengið þokkalega í æf- ingaleikjunum að undanfomu. Sig- ur vannst á Þór í Síkinu í fyrsta æf- ingaleiknum, en Þór svaraði síðan með því að bursta Tindastól með 30 stiga mun í fyrsta leik Grcifa- mótsins um síðustu helgi. Tinda- stóll tapaði síðan naumlega fyrir Borgnesingum með tveggja stiga mun, og sigraði síðan Skagamenn með átta stigum. Tindastóll hafn- aði þannig í þriðja sæti Greifa- mótsins. „Við virtumst ekki tilbúnir í leikinn gegn Þór og því fór sem fór. Það er alveg ljóst að þessi vet- ur verður súembinn fyrir okkur. Ég held að markmiðið verði að halda sér í deildinni, það sé alls ekki raunhæft að setja markið hærra, allavega svona í upphafi. Svo vonum við bara að áhoifend- um láti sig ekki vanta á leikina í vetur. Við ætlum að gera okkur besta til að gefa góða leiki", sagói Hinrik Gunnarsson. Eins og Hinrik greindi frá hafa orðiö miklar mannabrcytingar hjá Tindastóli. Ingvar Ormarsson er farinn í KR, Lárus DagurPálsson í Val og Ingi Þór Rúnarsson verður ekki með í vetur. Hann hefur enn ekki náð sér eftir að hafa lent í al- varlegu bílslysi síðasta vor. Þá veróa þeir einnig vió nám syðra í vetur eins og Ingvar og Lárus, Garðar Halldórsson og Pétur Vopni Sigurðsson. Ungir og <=/f^aLi.ímanúmE% ex 35757 c=/fi.(z ’iij't oc) ciucjCýi-incjai í ííma 35757 <Jax.n.úmE\ \J'ei)ÍzLí e.% 36703 reynslulausir súákar hafa komið í stað þessara leikmanna, þar á með- al Amar Kárason sem var við nám í Bandaríkjunum sl. vetur. Amar er af mörgum talinn einn efnilegasti leikmaóur sem komið hefur fram um áraraðir, en svo óheppilega vill til að Amar hefur verið meiddur undanfarió og ekki er gott útlit fyr- ir að hann verði meö í fyrsta leik mótsins. Hinrik Gunnarsson t.h. og Bandaríkjamaðurinn í liði Tindastóls, John Torrey. Torrey skoraði grimmt á Greifamótinu. Vantar þig aukavinnu, sem þú getur jafnvel unnið heima hjá þér? Hefurðu áhuga á að safna auglýsingum? Ef svo er, haföu þá samband viö ritstjóm Feykis í síma 35757, eöa í heimasíma ritstjóra eftir klukkan 21 á kvöldin, 35729.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.