Feykir


Feykir - 12.10.1994, Blaðsíða 1

Feykir - 12.10.1994, Blaðsíða 1
© rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Húsnæðisnefnd Sauðárkróks: Sækir ekki um íbúðir úr félagslega kerf inu Húsnæðisnefnd Sauðárkróks hefúr ákveðið að sækja ekki um lán til byggingar eða kaupa á félagslegum íbúðum á næsta ári. Jón Karlsson formaður nefndarinnar segir að nú sé ekki lengur sá þrýstingur sem verið hefúr varðandi húsnæði í bænum á undanförnum árum. I lok síðasta mánaðar voru sex afmennar kaupleigufbúðir laus- ar á Sauðárkróki og jafúmarg- ar félagslegar eignaríbúðir að losna. Fáar umsóknir lágu fyr- ir. „Það cr orðið hátt hlutfall fé- lagslegra íbúða í bænuni. Hús- næðismarkaðurinn er svolítið undítrlegur núna miðað við und- anfarin ár. Einstaklingar em byrj- aðir að byggja aftur, við það hafa fasteignir komið inn á markaðinn og nú em lausar íbúðir til ráðstaf- ana í kerfinu hjá okkur", sagði Jón. Nokkuð liefur borið á því und- anfarið að fólk hafi sagt sig frá íbúðum í fclagslegakerfinu. Að- allega em það eigendur almennra kauplciguíbúða. Að sögn Jóns Karlssonar er þama aðallega um að ræða fólk sem þurft hafi á láns- fé að lialda fyrir útborgun í íbúð- unum og þar með fengiö á sig þunga greiðslubyrði. Breyting sem gerð var á lögunum sl. vor hafi lagað þetta nokkuð, en hægt er aö fá lánað 15% af íbúðarverði til 25 ára, en var áður aðeins til 5 ára. „Okkur hefúr tekist að svara þeirri þörf sem verið hefur á liús- næðismarkaðnum til fjölda ára. Y firlcitt liafa kaupendur íbúðanna verið ungt fófk að eignast sína fyrstu íbúð. Eg er sannfærður um að félagslega íbúðakerfið hefur leyst vanda þessa fólks, scm ör- ugglcga hefði ekki lagt út í að fara að byggja. Þetta er búið að ganga vel hjá okkur og sáralítið um að einhver vandræði hafi komið upp", sagði Jón Karlsson. Pálmi á Akri hættur Pálmi Jónsson afþingismaóur hefur ákveðið að hætta þing- mennsku í lok þessa kjörtíma- bils og kemur því nýr maður í efsta sæti framboðslista Sjálf- stæðlsflokksins hér í kjördæm- inu fyrir kosningar að vori. Vil- hjálmur Egilsson alþingsmað- ur hcfur sett fram þá kröfu að vera færður í efsta sæti listans. Einnig hefur séra Hjálmar Jónsson gcfið það út að hann stcfni á lyrsta sætið. Það virðist því stcfna í prófkjör hjá sjálf- stæðismönnum í kjördæminu. Kjördæmisþing sjálfstæðis- manna verður haldið í lok mán- aðarins og þar verður væntanlega ákveðið hvcmig framboðsmálum verður háttað. Enn scm komið er cru það einungis Vilhjálmur og Hjálmar sem lýst hafa áhuga á efsta sætinu á listnum. Orðrómur hefur verið á kreiki þess efnis að sjálfstæðismcnn í Austur-Húna- vamssýslu hali l'arið þess á leit við Jóhannes Torfason á Torfalæk að hann gæfi kost á sér í eitt af efstu sætum væntanlegs framboðslista. Að sögn Jóhann- esar sjálfs hefur það ekki verið fært í tal við hann, enda sé þaó ekki á dagskrá frá hans hendi að fara í framboð. Pálmi Jónsson lætur nú af þingmcnnsku eftir að hafa setið í 28 ár á þingi. Einungis tveir menn er nú sitja á þingi eiga að baki legri þingsetu. Matthías Bjama- son og Ragnar Amalds. Sjóli á leið frá Noregi til heimahafnar í Hafnarfirði 1987. Frystiskipið Sjóli bætist í skipaflota Skagfirðinga Nýstofnað dótturlyrirtæki út- gerðarfýrirtækisins Skagfirð- ings, Djúphaf hf, keypti lyrir helgina frystiskipið Sjóla HF-1 frá Sjólaskipum í Hafnarfirði. Sjóli, sem nú er í slipp, verður afhentur nýjum eigendum um næstu mánaðamót. Ahöfninni á Sjóla verður boðið áfram- haldandi skipsrúm, enda hyggj- ast Djúphafsmenn gera skipið áfram út írá Hafúarfirði, að minnsta kosti fyrst um sinn, og haga veiðitilhögun skipsins líkt og verið hefúr, en Sjóli hefúr verið á djúpkarfaveiðum utan íslensku lögsögunnar og stund- að veiðar í Smugunni. Kaupin á Sjóla eru ekki hugsuð sem endurnýjun á skipakosti Skag- firðings heldur hrein viðbót. Sjóli er 1500 tonna frystiskip, srníðað í Flekkefjord í Noregi 1987. Til samanburöar má geta þess að Skagfirðingur er rúm 1000 tonn. Samkvæmt trygginga- mati er Sjóli 10. verómætasta skip fiotans. Skipið hefur í nokkur ár verið gert út á úthafskarfaveiðam- ar og telst útgeró Sjólastöðvarinn- ar brautryðjendur á þessum veið- um. Einar Svansson framkvæmda- stjóri Skagfirðings segir mikinn feng í því að geta nýtt sér þá veiðireynslu sem Sjólamcnn hafa á úthafskarfaveiðunum. „Við ætl- um að halda veiðitilhögun og út- gerð skipsins í sama horfi næsta árið og fara hægt í sakimar með allar breytingaP', sagði Einar Svansson þegar hítnn var spurður þeirrar áleimu spumingttr, hvað það ætti að þýða að kaupa skip og gcra það síðan út frá Hafnarfirði? Það sem af er árinu hefur Sjóli veitt um 6000 tonn af fiski, þar af 3500 tonn af úthafskarfa og rúm 1000 tonn af þorski í Smugunni. Sjóli er meðal 3-4 afiahæstu frystitogaranna á þessu ári. 400 tonna þorskígildistonna kvóti fylgir með kaupunum á Sjóla, en 1000 tonna kvóti á skipinu verður eftir hjá Sjólastöðinni. Það vekur óncitanlcga athygli að Skagfirðingar skuli nú vera að bæta við sig skipi, þcgar stærri sjávarpláss í landinu eru að missa skip. Einar Svansson segir að það sé ekki í áætlun félagsins að selja eitthvert af fjórum eldri skipum félagsins til að fjármagna kaupin á Sjóla. „Við teljum okkur vera búna að tryggja fjármögnunina á þcim stöðum scm við þurfum", sagði Einar. Hlutafélagið Djúphaf var stofnað á dögunum og Skag- firðingur cini hlutliafinn í fyrir- tækinu. Kaupverð Sjóla hefur enn sem komió er ekki fengist uppgefið. —KTch?íM lip— Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA 1bílaverkstæði # f M sími: 95-35141 FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA Sæmundargata Ib 550 Sauðórkrókur Fax: 36140 BÍLA- OG SKIPARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 Bílaviögerðir • Hjólbaröaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.