Feykir


Feykir - 26.10.1994, Blaðsíða 1

Feykir - 26.10.1994, Blaðsíða 1
26. október 1994, 37. tölublað 14. árgangur. fréttablaö á Norðurlandi vestra raf Sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Kaupfélag Skagfirðinga: Verulegur rekstrar- frá síðasta ári Samkvæmt átta mánaða upp- gjöri hjá Kaupfélagi Skagfird- inga var tæplega 24 milljón króna hagnaður á félaginu á þessum tíma. Er petta talsverð- ur bati frá síðasta ári, en pá var hagnaðurinn 9 milljónir á sama tíma. Dótturfyrirtæki KS eru ekki inni í þessum útreikning- um. Þórólfur Gíslason kaupfélags- stjóri skýrir þennan bata að veru- legu leyti með lækkun á fjár- magnskostnaði milli ára, hann sé 10 milljónum lægri á þessu tíma- bili en sama tíma í fyrra. Þá hafi orðió 3% veltuaukning er jafni sig nokkuð yfir flesta rekstrarþætti hjá KS, en þess má geta að velta KS fyrir utan dótturfyrirtæki fé- lagsins er um 2,8 milljarðar. Þórólfur kveðst vongóður um aö útkoman verði heldur betri hjá KS í ár en á síðasta ári. Gengur vel hjá Skagstrendingi „Það hefur gengið mun betur hjá okkur í ár en á síðasta ári. Eg er vongóður um að við verðum nálægt núllinu um áramótin. Þetta er svipað og gert var ráð fyrir í okkar áætl- unum þegar kaupin á Arnari voru gerð", segir Sveinn Ing- ólfsson framkvæmdastjóri Skagstrendings. Amar er nú í sínum fyrsta túr á karfaveiðum. Skipið er búið að vera hálfan mánuð í túmum og hefur veiðin verið treg. Eftir aö hafa byrjað út af Langanesi er Amar nú á veiðum á Reykjanes- hryggnum. Að sögn Sveins Ing- ólfssonar er meiningin að Amar verði aðallega á karfaveiðum á þessu kvótaári, og fari í út- hafskarfann þegar að færi gefst. Örvar verður aftur á móti meira í bolfisktegundum, þorski, ýsu og ufsa. „Við verðum að haga veiðunum á þennan hátt til aó bregðast við þeim kvótaskerð- ingum sem við urðum fyrir", segir Sveinn Insólfsson. Bruggverksmiðja gerð upptæk á Króknum Lögreglan á Sauðárkróki gerði upptæka bruggverksmiðju í heimahúsi á Sauðárkróki á laugardagsmorgun. Fullorðinn maður var búinn að brugga talsvert af gambra en suða var ekki halín. Lögreglan hellti niður úr tveim 200 lítra tunnum auk nokkurra 25 lítra brúsa. Eymingartæki á staðnum voru gerð upptæk og að sögn lögreglu var greinilegt að runnið hafði í gegum þau áöur. Ekki eru uppi grunsemdir um að maðurinn hafi stundað sölu á landa. Að öðm leyti var rólegt hjá lögreglunni um helgina. Sútunarverksmiðjan Loðskinn: í athugun að brúa bilið með gærum frá Ástralíu Birgir Bjarnason framkvæmda- stjóri sútunarverksmiðjunnar Loðskinns segir að í athugun sé að brúa það bil sem enn er í hráefnisöfluninni með því að flytja inn gærur erlendis frá, þá líklega frá Ástralíu. Loðskinn hefur nýlega keypt 4000 gærur þaðan og var verð- ið á peim hingað komið lægra en á innlendu gærunum. Loðskinn hefur tryggt sér 120 þúsund gærur, þar af 15 þús- und gærur frá Grænlandi, en vonir stóðu til að fyrirtækið fengi til vinnslu 180-200 þús- und gærur næsta árið. „Við fengum prufusendingu af áströlsku gæmnum í vor og þá kom í ljós aó þær komu vel út í vinnslunni. Þetta er samt öðru vísi vara, gærurnar eru stærri og nokkuð frábrugðnari þeim ís- lensku. Við eigum eftir að sjá hvernig okkar markaðir taka þessari framleiðslu. Að því leyti emm við óviðbúnir, en við bjuggumst við að geta tryggt okkur íslensk skinn á þennan markað í vetur", sagði Birgir. Þeir sláturieyfishafar sem seinastir vom til að selja sínar gæmr þetta haustið seldu allir hæstbjóðanda gæmmar, Skinna- iðnaði á Akureyri. Þetta voru, KASK á Homafirði, KVH á Hvammstanga, KH á Borðeyri og afurðastöðin í Búðardal. „Við gátum ekki keppt við þessi verð", sagði Birgir. Aðspurður hvort reksturinn yrði ekki Loðskinni mjög erfiður á næstunni af þess- um sökum sagði Birgir „Rekstur Loðskinns hefur gengið vel á þessu ári. Við tókum þá ákvörð- un á síðasta hausti að greiða hluta okkar skulda í gegnum nauða- samninga en samkeppnisaðilinn kaus að fara í gjaldþrot og þar með að greiða ekki sínar skuldir. Rekstrarafgang hafa fyrirtækin notað á þessu ári, við til að greiöa niður skuldir og þeir til að yfir- borga skinn. Það virðast allir að- ilar vera ánægðir með þetta, nema við", sagði Birgir Bjama- son framkvæmdastjóri Loö- skinns. Bæjarráð Blönduóss andvígt greiðslum bæjarfélaga í atvinnuleysistryggingar Bæjarráð Blönduóss skorar á ráðherra, alþingismenn og samtök sveitarfélaga að beita sér gegn því að áform í nýút- komnu fjárlagafrumvarpi nái fram að ganga, þess efnis að á árinu 1995 verði sveitarfélög- iiiuini í landinu gert að greiða samtals 600 milljónir króna í Atvinnuleysistryggingarsjóð. Bæjarráðið segir aó hér sé um að ræða brot á samningi ríkis- og sveitarfélaga frá 10. desember 1993 um greiðslur sveitarfélaga til sjóðsins, en þar hafi komið fram að ekki yrði framhald á þeim greiðslum á árinu 1995. Bæjarráð Blönduóss álítur aó samskipti ríkis og sveitarfélaga hafi á undanförnum ámm þróast í þá átt að gætt hafi vaxandi skiln- ings á þörfum og ábyrgó hvors aðila um sig. Því beri að harma að samningsbrot þetta skuli verða til þess að skapa tortryggni og efa- semdir í hugum sveitarstjórnar- manna gagnvart ríkisvaldinu. Bent er á að framundan séu við- ræður um flutning gmnnskóla frá ríki til sveitarfélaga og því brýnt að samskipti séu á þann vcg að fullt traust ríki þama á milli. HCfeHtfn hp— Aðalgötu 24 Sauðárkróki ALMENN RAFVERKTAKAÞJÓNUSTA FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA BÍLA- OG SKIÞARAFMAGN VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA SÍMI: 95-35519 • BÍLASÍMI: 985-31419 • FAX: 95-36019 jm bílaverkstæði sími: 95-35141 Sæmundargato Ib 550 Sauöárkrókur Fax: 36140 Bílaviðgeröir • Hjólbarðaverkstæði RÉTTINGAR • SPRAUTUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.