Feykir


Feykir - 26.10.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 26.10.1994, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 37/1994 „Svamlað um Húna- þing og á hraðri ferð um Skagafjörð " Spjallað við Thor Vilhjálmsson um kynni hans af Skagfirðingum af Húnvetningum „Ég hef töluvert svamlaö um Húnaþing en ekki mikió veriö í Skaga- firði. Hins vegar sagði Siguróur vinur minn sýslumanns mér svo skemmtilegar sögur af körlum og kerlingum í Skagafjarðardölum, að þaö spruttu á hann vængir þegar hann var aó hugsa til þessa fólks, and- inn hóf sig til flugs. Hann sagói svo vel frá þessu fólki. Ég hef oft ver- ió aö hugsa um frásagnir hans og aó maður ætti að ráfa hér um og fínna eitthvaó af því fólki“, sagói Thor Vilhjálmsson m.a. í stuttu spjalli vió Feyki er hann sýndi myndir sínar á Kaffi Krók á dögunum. Thor sýndi þama á sér nýja hhó, er vitaskuld miklu þekktari sem skáld og rithöfundur. gili en ég vona að ég njóti þess einhvem tímann. Eg hef heyrt af Helga sem býr þar núna og tók við af Moniku. Eg hefói nú ekkert Thor Vilhjálmsson við eina mynda sinna á Kaffi Krók. „Sem ferðamaður hef ég farið héma um, yfirleitt á hraðri ferð. Einu sinni var ég staddur í Varmahlíð með Atla Heimi Sveinssyni tónskáldi. Hann samdi ópem og ég skrifaði texta upp úr skáldsögu eftir Gunnar Gunnars- son Vikivaka. Við vomm í húsi í Varmahlíð sem bekkjarbróðir Atla, Ragnar Amalds á. Þetta var um sumartímann og þótti mér Skagafjörður fríður. Eg var líka svo gæfuríkur að vera einu sinni gestur hér hjá fjöl- brautaskólanum. Svo bauð hann mér til sín hann Allan Mortens. Þá bjuggu þau hjónin rétt hjá Hól- um, á Kálfsstööum. Allan fór með mig og föður sinn langleið- ina að Merkigili sem allir Islend- ingar hafa heyrt talað um. Þökk sé Allan að þar hitti ég Hjörleif Kristinsson á Gilsbakka. Það þótti mér ákaflega skemmtilegur mað- ur og á skammri stundu sagði hann mér og okkur svo ákaflega margt. Fór með mikinn skáldskap líka, og margt var eftir Einar Benediktsson, svo lækkaði hann róminn og þá var hann að fara með kveðskap eftir sjálfan sig. Hann var skemmtilegur maður og sagði margar með ólíkindum skemmtilegar sögur. Ég heföi gjaman viljað hitta hann aftur, en það er ekki þægilegt þar sem hann er af þessum hcimi. Ég hef aldrei komist að Merki- Hjörleifur heitinn Kristins- son á Gilsbakka. á móti því að hitta hann einhvem tíma. Og þær „bróderuðu" Svo hcf ég svamlað svolítið um Húnaþing. Við fórum þrír saman fyrir nokkrum árum, rit- höfundar: Þorsteinn frá Hamri, Sigurður A. Magnússon og ég. Olafur scm var skólastjóri á Reykjum í Hrútafirði skipulagði ferð okkar og við fórum í skóla víða í Húnaþingi. Þetta gekk nokkuð vel hjá okkur. Þama voru stúlkur sem sátu fyrir framan okkur, blómarósir. Svo allt í einu kom bóla út úr þeim, og þær blésu þangað til sprakk, tyggigúmmíið. Þá livarfl- að að mér að það gæti farið þannig fyrir manni, aó slettist tyggigúmmíið nógu langt, að þá gæti maður orðið eineygður eins og Oðinn. Þær voru svo hagar að kasta gúmmíinu út í loftið og fóm svo að bródera með það. Við enduðum fcrðina á Blönduósi. Sigurður hafði for- málsorðin og sletti helst til mikið útlendum orðum að okkur fannst, án þess að skýra þau sem hefði nú verið æskilegt. Þannig að við höfðum það á tilfinningunni að fólk færi í sitt ferðalag frá okkur og við misstum athygli þess. Þá var vandi okkar Þorsteins að ná fólkinu aftur til okkar. Við komum fram þrisvar þennan dag og buðumst til að lesa í fjórða skiptið þama um kvöldið. Vomm vonglaðir um aö þónokkr- ir mundu mæta, en þaó varð ekki því að sama kvöld vom allir niðri á hótcli að spila brids. Við borð- uðum hjá skólastjórahjónunum og nutum þar mikillar gestrisni. Þau gerðu þaö ekki endasleppt við okkur og er við höfum nærst vel fylgdu þau okkur þangað sem Heilsuportið Skagfirðingabraut 47. Þitt líkamlega ástand stórbætt með 1-10 skiptum af sjúkranuddi. Hvort sem um er að ræða: höfuðverk, bakverk, hálsverk, gikt eða vöðvabólgu. Ef þú hinsvegar leitar eftir slökun. Þá er flæðandi nudd svarið. 67 ára og eldri fá 15% afslátt. Ljós: Ódýrir ljósatímar. Sauna: Alltaf lausir tímar fyrir þig og þína vini þegar þér hentar. Síminn í Heilsuportinu er 36034. Eiríkur Sverrisson C.M.T. boulder CO USA við lásum upp. Fyrir utan þau vom þrír aðrir mættir. Þeir vom skyldubundnir svona í sama hlut- verki og þú, frettarritarar Morgun- blaösins og útvarpins. Svo var þama maður sem lagði ekkert til málanna, rauðbirkinn maður og mikill að vallarsýn, mestur um sig miðjíin. Mér var sagt að h:uin væri Björn Pálsson á Löngumýri. af ætt Bólu-Hjálmars. Hann sagði ekkert nema þetta í lokin: „Hald- iði ekki aó þið veróið linir að fara í kröfugöngu þegar verður farið að borga ykkur kaup drengir“. London, Grimsby, Blönduós Það var líka skemmtilegt þcg- ar ég kynntist Bimi Pálssyni frá Löngumýri. Þá var ég að koma siglandi með skipi sem ég hélt að mundi bera mig til Reykjavíkur, cn það vom alltaf að koma ný og ný fyrirmæli til skipstjórans. Þetta skip fór með mig víða. Mörgum þótti þetta undarlegt ferðalag, þar sem ég var að koma frá Mallorka og var að snúast fyrir ferðaskrif- stofu. Ég samdi við Guðna í Sunnu að ég kæmi fólkinu í flug- vél í í London áleiðis heim cn náði sjálfur skipi í Grimsby sem bar mig um síðir til Blönduóss. Ég var búinn að fá nóg þegar þangað kom og fór með rútunni suður. Þar var ég svo heppinn að hitta Bjöm frá Löngumýri. Bjöm sat annars staðar í bílnuni, cn hann færði sig um set til mín, þar sem að sessunautur hans var oró- inn þungur af öli og hættur að segja nokkuð scm cinhvcr safi var í. Bjöm sat hjá mér þann dag og sagði mér svo margt og var svo skemmtilegur. Hann sagði mér t.d. „Mont er bara útrás fyrir heil- brigðan lífskraft, sjáðu hananri'. Eitt sinn var ég staddur á Húnavöku. Ég var samferða norð- ur Hermanni Pálssyni bróður Gísla á Hofi. Ágúst tcngdaföður Gísla hitti ég. Hann var þá ný- kominn af heiðunum og hafði frá mörgu að segja. Hann var hreifur af heiðarstemmum, fuglsöng og hrossahneggi. Á Húnavökunni þessari talaði m.a. Sigurður Nor- dal. Kóngar sitt hvoru megin heiðar í annað sinn gekk ég yfir Amavatnsheiði við þriðja rnann. I þessari ferð hitti ég sinn kónginn hvomm megin heiðar. Kristófer í Kalmannstungu í Norðurárdal og Láms bónda í Grímstungu. Báðir vom þessir mcnn stórskemmtileg- ir og greinilega mikktr kcmpur og höfóingjar í sjón og raun. Það var reyndar eins og Láms hefði orðið eittlivað innkulsa þegar við börð- um dyra í Grímstungu á þriðja degi. Ég sagði þá við hann: „Hann Kristófer í Kalmannstungu bað að heilsa þér og við kunnurn ekki við annað en að koma af okkur kveðj- unni, svo við skmppum yfir heið- ina. Þá brá svo við að hann kastaði ellibelgnum og lék á als oddi og leiftraði það kvöld þar sem við sátum hjá þessum gagn- merku hjónum það kvöld í góðu yfirlæti og nutum gestrisni i góógjörðum og andríki. Reyndar var gestabókin næstum útskrifuð því að okkur sýndist aö öll sýslan hefði verið þar nokkmnt dögum áður að samfagna þeim hjónum á hjúskaparafmæli eftir langa sam- búð“, sagði Tlior. Og nú gafst ekki lcngri tími til spjalls. Vinir Thors höfðu boðið honum í kvöldmat úti í sveit. Muniö endurskinsmerkin

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.