Feykir


Feykir - 16.11.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 16.11.1994, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 40/1994 „Er ekki mikið fyrir partílíf" segir Bandaríkjamaðurinn í liði Tindastóls, John Torrey „Mér líkar vel aó leika meö Tindastóli. Ég vissi þaö fyrir að keppnistímabilió yrói okkur erfítt. Liðið hafði misst sterka menn frá síóasta tímabili og við erum með mjög ungt lió. Viö emm aó byggja upp og útkoman í vetur hef- ur alls ekki verið slæm, þótt vissulega hefðum vió átt að geta leikió betur í nokkmm leikjum á móti liðum sem við töldum okkur eiga möguleika á að sigra, t.d. á Akranesi og gegn Haukum og Skallagrími hér heima“, segir hinn geð- þekki Bandaríkjamaöur í liói Tindastóls John Toncy. Spilamennska Torreys þykir falla mjög vel að leik Tindastóls. Thoney er aðeins 22 ára gam- all og lék á síðasta ári með há- skólaliði í Missisippi í heimahér- aði sínu í Bandaríkjunum. Þegar það fregnaðist að Tindastóll væri að fá svo ungan útlending í sínar raðir voru ýmsir til að hafa uppi efasemdir um að hér væri rétti maðurinn á ferðinni fyrir Tinda- stólsliðið, nær hefði verið að fá einhvem eldri og reynslumeiri til aó leiða ungu strákana í Tinda- stóli. En Páll Kolbeinsson þjálfari var annarrar skoðunar. Hann taldi allt eins gott fyrir liðið að fá leik- mann á svipuðu reki og strákam- ir, mann sem væri tilbúinn að sætta sig við að hlutimir gætu gengið skrikkjótt, eins og vænta má hjá jafn reynslulausu liði. Og það hefur komið á daginn að Torrey var réttur kostur. Hann þykir falla ákaflega vcl að lcik Tindastólsliðsins og er að auki mjög fjölhæfur leikmaður með afburðaliæfileika sem nýtast Tindastólsliöinu mjög vel. Síðast en ekki síst er Torrey mjög agað- ur og rósemi hans á leikvclli í bland við gott keppnisskapið þyk- ir með fádæmum. „Eg reyni að nýta hraða minn fyrir liðið og beiti einstaklings- framtakinu þegar mér finnst það eiga við. Maður verður oft að passa sig á að vera ekki of eigin- gjam og hugsa um félagana. Lið- ió á að vera eins og ein fjölskylda, sérhver lcikmaður að vinna fyrir liðsheildina, og með því að leika skynsamlega getum við Tinda- stólsmenn sannað við cmm á réttri leið, og ég hcld að útkoman hafi sýnt að við emm það, þrátt fyrir að við séum bara búnir að vinna þrjá leiki“, segir John Torrey. Mikill blúsari Torrey er mikill tónlistamnn- andi og blústónlistin er í sérstöku uppáhaldi hjá honum, enda er Missisippi vagga blústónlistarinn- ar. „Það em 4-5 blúshátíðir hjá okk- ur árlcga og þá snýst allt lífið heima í kringum tónlistina. Eg elska blús“, segir Torrey, sem sjálfur þykir ágætur blúspíanisti og hafa strákamir í Tindastólsliðinu feng- ið að kynnst þeirri hlið hans. Þaó er alkunna að bandarísku körfuboltaleikmennimir sem leika hér á landi njóta mikillar hylli kvcnna. Aðspurður sagði Torrey að það hefði ekki verið til vand- ræða hjá sér. Að sjálfsögðu fynd- ist honum gaman að tala við stelpumar og þær væm yndisleg- ar. Stclpumar á Króknum hefðu sagt sér margt um bæinn og fólk- ið þegar hann kom og hann á móti sagt þeim ýmislegt frá lífinu í heimabæ sínum í Missisippi. Sjálfur hefði hann alltaf lifað ró- legu lífi og lagt mikið upp úr reglu- semi og bindindi. „Eg er ekki mikið fyrir partílíf‘, segir hann. Körfuboltaáhugamenn á Króknum em þegar famir að tala um að Torrey sé framtíðarmaður með Tindastóli. Aðspurður sagð- ist hann vel getað hugsað sér að leika annaö tímabil hér, en sú ákvörðun yrði að bíða betri tíma. „Að sjálfsögðu stefni ég hátt í boltanum, og ef ég mundi fá gott tilboð í mínu heimalandi þá mundi ég skoða það gaumgæfi- lega. En ég kann ágætlega við mig hér. Fólkið er mjög vingjam- legt og félagar mínir í Tindastóli em duglegir að heimsækja mig og hafa samband svo mér leiðist ör- ugglega ekki. Það er nóg að gera hjá mér og lítill tími til að hugsa heim. Eg aðstoða líka við að þjálfa ungu krakkana og segja þeim til“, segir John Torrey. Flugstjóri í samstarfi við vin sinn á himnum Kafli úr nýútkominni bók ÚTKALL ALFA TF-SIF Um sexleytið að morgni laugardagsins fjórtánda mars 1987 vom flestir í níu manna áhöfn netabátsins Barðans GK 475 nývaknaðir að borða morgunmat. Menn vom að búa sig undir að fara að draga nct- in um borð. Búið var að láta reka skammt út af vestanverðu Snæfellsnesi um nóttina. Myrkur var úti, hráslagalegt vcður og gekk á með snjóéljum. Dæmigerður suðvestan útsynningur með sjö vindstigum. Bergþór Ingibergsson stýrimaður var á leið upp í brú því ætlunin var að gera við talstöðvarloftnet áður en byrjað yrði að draga. Hann var að ganga upp stiga þegar hann fann skyndilega dynja þung högg á bátnum. Bergþóri datt fyrst í hug að skip eða bátur hefði siglt á Barðann. Þcgar hann kom upp í brú sá hann ekki aðstæður í kringum bátinn því úti var kolniðamyrkur. Hann gerði sér þó grein fyrir því að bátur- inn var að taka niðri. Reynt var að bakka Barðanum en það dugði lítið - báturinn var farinn að lemja og bcrja í klcttum. Nú varð atburðarrás hröð og óhugnanlegar staðreyndir mnnu fljótt upp fyrir skipverj- unum níu. Bergþór heyrði skipstjórann kalla í talstöóina að báturinn væri strand- aður. Páll Halldórsson yfirflugstjóri átti vakt- ina þennan dag. „Klukkuna vantaði 15 mínútur í sjö að morgni þegar neyðarkall barst. Ég vaknaði ekkert mjög vel. Ég fór fram úr og dró gardínuna frá svcfnherbergisglugganum. Aðeins var farið að birta af degi og það gekk á með leiðinlegum suðvestan élja- hryðjum. Það fór cinhver hrollur um mig. Utkalliö var á þá lcið að þaö kom píp í Frá björgun skipsverja af Barðan um um borð í SIF. tækið mitt sem þýddi Sigurður, Ingi, Frið- rik -SIF- útkall Alfa. Tækið sagói mér ckkert meira, en þetta þýddi að einhver var í lífshættu. Ég vissi að ég þurfti að drífa mig út á flugvöll á sem allra stystum tíma og hugsaði: „Það er eitthvað mikið framundan núna“. Ég átti heima í Hlíðun- um og ók sem lcið lá fyrir Oskjuhlíðina og út á völl. Þegar ég kom þangað lágu fyrir upplýsingar. Bátur hafði strandað í klettun- um við Hólalióla vestan til á Snæfellsnesi. Það voru bátar fyrir utan, þeir sáu engin ljós en töldu sig sjá einhverja menn í klett- unum. Sjö vinstig voru á þcssum slóðum og það gekk á með dimmum snjóéljum. Sjór var mjög þungur. Sigurður Steinar Ketilsson spilmaður hafði gert sér vonir um að það tækist að bjarga að minnsta kosti einhvcrjum úr áhöfn Barðans stuttu áður en komið var á standstað en er þangað kom blasti við hon- um átakanleg sjón: , Jægar ég sá allt þetta brak í sjónum og hvemig báturinn lá hugsaði ég ekki nema eitt: „Það er ekki nokkur vera á lífi þama”. Astandið þama var hræðilegt. Þegar við flugum yfir bátinn fannst okkur allt stcin- dautt þama niðri. Allt virtist vera búið þama um borð. Við höföum hangið þama yfir í dágóða stund þegar það óvænta geió- ist. Skyndilega var hendi veifað í gættinni á brúardymnum bakborðsmegin þar sem hurðin hafði brotnað af. Það var lífsmark". Nú tók adrcnalínið að streyma í mönn- um í þyrlunni. Það var Bergþór stýrimað- ur sem hafði veifað upp til þyrlunnar. Hann var orðinn talsvert þrekaður. Páll flugstjóri gerði sér grein fyrir að nú þurfti að láta hendur standa fram úr ermum. En spumingin var: Hvemig átti aö bera sig að viö þessar aðstæður? Þegar við töldum að fyrsti maðurinn væri kominn í björgunarlykkjuna þorðum við ekki aó nota spilið. Fyrstu metrana hífðum við manninn upp á höndum. Um leió og við sáum hann koma út um brúar- dymargreip okkurmikil skelfing. Maður- inn sat í lykkjunni. Hann átti að smeygja henni undir handarkrikana og draga hólk á lykkjunni nióur að brjósti. Við höfðum einmitt óttast að einhver myndi setjast í lykkjuna. Ég hafði aldrei áður híft neinn upp sem sat í lykkjunni enda er það í raun- inni stranglega bannað. Ég lýsti því fyrir Páli fiugstjóra þegar ég sá manninn koma sitjandi i lykkjunni. Ég fann að honum var bmgðið en hann gerði sér auðvitað grein fyrir að ekki yrði aftur snúið. Það var úti- lokað að láta manninn síga niður aftur því hann var kominn út úr brúnni. Menn gerðu sér grcin fyrir að þetta var hættuspil. Ekki var um annað að ræða en gera það sama og karlinn sagói á togaranum í gamla daga: „Hífa, slaka eða gera eitthvað". Maðurinn hékk þama sitjandi í lykkjunni og allt virtist kontið í óefni. Hvað vom ntargir eftir á lífi um borð? Ég vissi hvem- ig hagaði til í þessunt báti og aó plássið væri ekki ntikið þama íyrir níu menn mið- að við hvemig báturinn lá. Við sáum þó í gegnum gluggann á kortaklefanum að þar vom aðrir skipbrotsmenn. A þessari stundu fannst okkur þó útilokað að fleiri en tveij eða þrír væm á lífi. (Óttar Sveinsson blaðamaður skráði)

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.