Feykir


Feykir - 23.11.1994, Blaðsíða 3

Feykir - 23.11.1994, Blaðsíða 3
41/1994 FEYKIR3 Þessar telpur héldu nýlega tombólu og létu ágóðann, 2605 kr. renna til Rauöakrossdeildar Skagafjarðar. Telpurnar eru frá vinstri talið: Helga Einarsdóttir, Hafdís Einars- dóttir, Margrét Ásta Blöndal og Hera Birgisdóttir. Sigur og tap hjá Tindastólsmönnum Tindastólsmenn bættu stöðu sína í úrvalsdeildinni í liðinni viku með því að sigra Vals- menn á Hlíðarenda sl. fimmtu- dagskvöld. Tindastólsmenn léku geysilega vel og sigruðu 98:80. Varnarleikur Iiðsins var mjög góður og í sókninni fór Bandaríkjamaðurinn John Torrey á kostum, skoraði 35 stig. Þar með eru Tindastóls- menn komnir með 8 stig, jafh- mörg stig og Valsmenn og eru í 10. sæti deildarinnar með hag- stæðari stigatölu en Reykjavík- urliðið. Það gekk hinsvegar ekki eins vel hjá Tindastólsmönnum þegar Grindvíkingarkomu í heimsókn á sunnudagskvöldið. Grindvíkingar lcku mjög vel í íyrri hálfleiknum, en Tindastóll að sama skapi ekki og var skarð fyr- ir skildi í liði heimamanna að John Torrey reyndist ckki búinn að ná sér af meiðslum er hann hlaut í Valsleiknum á dögunum og lék þessi sterki leikmaðurekk- ert með í seinni hálfleiknum í gærkveldi. Páll Kolbeinsson þjálf- ari Tindastóls tók þann kosinn aö láta ungu strákana leika veiga- mikið hlutverk í seinni hálfleikn- um. Stóðu þeir sig mjög vel og tókst að lialda Grindvíkingum í skefjun, munurinn á liðunum var í kringum 15 stig fram á síðustu mínútur leiksins að gestimir juku þann mun. Staðan í leikhléi var 54:35 fyrir Grindavík og lokatöl- ururðu 100:70 fyrir gestina. Stig Tindastóls skoruðu: Hin- rik Gunnarsson 15, Sigurvin Páls- son 15, Ómar Sigmarsson 11, Páll Kolbeinsson 7, Amar Kárason 7, Atli Þorbjömsson 5, John Torrey 5, Halldór Halldórsson 3 og Óli Barðdal 2. Stigahæstir í liði Grindavíkur voru Guðmundur Bragason meó 25, Guðjón Skúla- son með 18 og Frank Booker 15. Tindastóll leikur annaó kvöld gegn ísfirðingum í Síkinu. Er sá leikur í Bikarkeppni KKI. Næsti leikurTindastólsí úrvalsdeildinni verðurgegn IR-ingum nk. sunnu- dagskvöldið einnig á Króknum. Goðdalakirkja endur- vígð um næstu helgi Goðdalakirkja í Vesturdal verður endurvígð nk. sunnu- dag, 27. nóvember. Hefst at- höfnin kl. 14,00. Jafnframt verður minnst 90 ára afmælis kirkjunnar. Kirkjan var sem kunnugt er flutt á nýjan grunn í sumar og hefur verið endurbyggð að mestu. Nýr kirkjugarður úr grjóti var hlaðinn umhverfis kirkjuna, svo hún er nú innan garðs, en síðan 1886 hcfur Goð- dalakirkja staðið utan garðsins. Herra Bolli Gústavsson vígslubiskup vígir kirkjuna og þjónar fyrir altari ásamt sóknar- presti, sr. Ólafi Þ. Hallgríms- syni. Kirkjukór Mælifellspresta- kalls syngur, organisti verður Sveinn Ámason. Aó lokinni at- höfn bjóða sóknarböm Goðdala- sóknar kirkjugestum til kaffi- drykkju í Árgarði. Þar verður minnst 90 ára afmælis kirkjunn- ar og flutt verður erindi sem sr. Ágúst Sigurðsson fyrrv. sóknar- prestur á Mælifelli hefur tekió saman um Goðdalakirkju. Allir em velkomnir til vígslunnar. Pistilinn skrifar postulinn..... í síðasta tölublaði Feykis skrif- aði einn frambjóðenda Sjálfstæðis- flokksins, sem þátt tekur í próíkjöri flokksins, grein sem hann nefndi „Bætum hag þeirra sem vest em settir". Þessi grein er óskaplega sakleysisleg á að líta en er það í raun ekki. Það fyrsta er að greinina skrif- ar einn af varaþingmönnum Sjálf- stæðisflokksins sem setiö hefur talsverðan tíma á Alþingi þetta kjörtímabil og ætti því að hafa haft nokkur tækifæri til að flytja tillög- ur til úrbóta fyrir hina verst settu. Þetta hefur hann ekki gert svo mér sé kunnugt um. Flokkur þessa ágæta manns hefur stýrt þessu landi nú í næstum fjögur ár ásamt íyrirbæri sem kall- ast Alþýðuflokkur. í grein sinni ræðir höfúndur nokkuð um það mikla atvinnuleysi sem herjað hef- ur á þjóðina undanfarið. I greininni stendur orðrétt. „Atvinnuleysi er nú minnkandi, fyrirtækin geta á næstunni bætt við sig starfsfólki og má jafnvel gera sér vonir um að raunverulegt atvinnuleysi heyri brátt sögunni til". Hvað á greinar- höfundur við með því að við get- um gert okkur vonir um að at- vinnuleysi heyri brátt sögunni til, hefur hann ekki kynnt sér atvinnu- leysistölur og spár um atvinnu- leysi. Veit hann ckki að á tímabili núverandi ríkisstjómar hefur at- vinnuleysi ekki verið meira í 6-10 ár. Tökum septembermánuð sem dæmi. í september 1985 var at- vinnuleysi á landinu öllu 0,3%, 1986 0,2%, 1987 0,2%, 1988 0,4%, 1989 1,2%, 1990 1,0%, 1991 0,9%, 1992 2,7%, 1993 3,4% og 1994 3,2% (samkv. tölum vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytis). Af þessum tölum get- um við séð að síðan Viðeyjamnd- rið átti sér stað hefúr atvinnuleysi í september einum þrefaldasL Það er því hálf kaldhæðnislegt að lesa grein fTambjóðandans og sjá hann í anda státa sig af bættum þjóðarhag. I „eðlilegu" ffamhaldi af skrifum sínum um atvinnuleysi ritar greinarhöfundurinn eftirfar- andi. „Þegar efnahagsbati er merkjanlegur og hægt aó hrósa sér af honum á hann fyrst að koma þeim tíl góða sem búa við kröppust kjör'. Hafa þeir sem verst em sett- ir orðið varir við þennan efiiahags- bata? Hafa þeir atvinnulausu orð- ið varir vió hann? Maóur skyldi ætla að frambjóð- andinn hefði manna best vitneskju um það ástand og mikla bil sem er að myndast á milli hinna ríku og hinna fátæku í landinu. Flokkur þessa frambjóðenda vill ekki taka skatt af sínum hátekju gæðingum meðan á sjöunda þúsund manns ganga um atvinnulausir og ekki virðist nein bót þar á, því sam- kvæmt spám vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytis er útlit fyrir að atvinnuleysi aukist í 3,2-4,5% í nóvember. Mér finnst það lítils- virðing við þá sem verst em settir að bjóóa þeim upp á slík skrif. Eini möguleiki þeirra sem verst em sett- ir um bætt kjör er sá að Sjálfstæð- isflokkurinn fari sem fyrst ffá völd- um. Gunnar Bragi Sveinsson. Gísli þjálfar fótboltamenn Gísli Sigurðsson verður næsti þjálfari mcistaraflokks Tinda- stóls í knattspyrnu. Knattspyrnu- menn úr Tindastóli komu saman um helgina tU að fjalla um það hvort ráða ætti aðkomumann sem þjálfara eða heimamann. Niðurstaðan varð sú að ákveðið var að ganga til samninga við hcimamanninn Gísla. Útlit er fyrir að flestir þeir leikmenn er léku með Tindstóli síðasta sum- ar verði með næsta sumar og einnig muni nokkrir ungir leik- menn bætast við. „Mér finnst þetta spennandi verkefni og lít á þetta sem sameig- inlegt átak leikmannahópsins til að sýna fram á að það er ýmislegt hægt að gera ef menn standa saman. Eg geri þetta náttúrlega ekki einn. Það verða allir að leggja sitt að mörkum og stefnan verður sett upp á við“, sagði Gísli, sem veriö hefur fyrirliði og markvörður liðsins til margra ára. Hann hyggst leika með liðinu áfram jafnfhliða þjálfarastarfmu. Heimamaður þjálfaði Tinda- stólsliðið einnig síðasta sumar, Ámi Stefánsson. Nokkrir fjármunir spar- ast í því að ráða heimamann til starfa, Ld. varðandi húsnæðiskostn- að, ferðir og fleira. Það réði miklu um að Gísli var ráóinn þjálfari en ekki Guðmundur Steinsson Ieik- maður Fram sem einnig var inni í myndinni. „Eg er mjög ánægður með þessa niðurstöðu. Menn treysta Gísla mjög vel til þessa verkefnis, bæði stjómarmenn og leikmenn", sagði Omar Bragi Stefánsson for- maður knattspymudeildar. Bændur í Skagafirði athugið! Vegna verulegrar hækkunar erlendis undanfarnar vikur á hráefnum til kjarnfóðurframleiðslu, og væntanlegra breytinga á kjarnfóður- gjöldum um nk. áramót er bændum boðið að kaupa grasköggla á sérstöku tilboðsverði dagana 28. nóvember til 16. desember frá Graskögglaverksmiðju KS í Vallhólmi. Um er að ræða framleiðslu 1994 sem hefur komið mjög vel út í efnagreiningu. Verð pr. tonn kr. 21.500 án vsk. Verð miðast við að varan sé afgreidd við verksmiðjuvegg, minnst eitt tonn í einu. Boðinn er 45 daga greiðslufrestur. Bændur eru hvattir til að nýta sér þetta einstaka tækifæri og styðja þannig fórðurframleiðslu í heimahéraðinu úr innlendu hráefni. Kaupum íslenskt! Graskögglaverksmiðjan Vallhólmi, sími 95-3833.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.