Feykir


Feykir - 23.11.1994, Blaðsíða 8

Feykir - 23.11.1994, Blaðsíða 8
Öháð fréttablað á Norðurlandi vestra 23. nóvember 1994,41. tölublað 14. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill GENGIB Það komast allir í Gengið unglingaklúbb Landsbankans Sláðu til og komdu í Gengið | Pottþéttur klúbbur! Sími 35353 Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Nýtt ræsi hefur verið sett á Grófargilsá. Slysahætta skapaðist við opið ræsið meðan á framkvæmdum stóð vegna þess að aðvörunarljósum, er beindu umferð þarna framhjá, var stolið. Stuldur á blikkljósum við Grófargilsá: Hefði getað valdið stórslysi „Þaðer meðólíkindum aðmenn skuli leggjast svo lágt að stela slíkum hlutum og þetta athæfi hefði getað kostað umferðarslys með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um“, segir Einar GLslason tækni- fræðingur hjá Vegagerðinni, en þjófar gerðu sér lítið fyrir og stálu tveimur blikkljósum sem notuð voru til að beina umferð framhjá opnu ræsi á Sauðár- króksbraut við Grófargil. Undanfarið hefur verktaki á vegum Vegagerðarinnar unnið að því að brjóta niður einbreiða steinsteypta brú yfir Grófargilsá. Stálrör hefúr nú veriö sett í stað- inn og vegurinn gerður tvíbreiður. Meðan á framkvæmdum stóð var vísað á veg sem tengdist aðal- brautinni með kröppum beygjum og til að aðvara ökumenn voru notuð blikkandi gul aðvörunarljós ásamt hefðbundnum merkingum. Þessum aðvörunarljósum var stolió á framkvæmdatímanum og vill Einar koma þeim ábending- um úl þess sem fjarlægði varúðar- merkin að slíkt geti valdið slysum á fólki og jafhvel dauða. „Eg trúi því ekki að slíkt sé markmiðið heldur sé um hugsunarleysi aö ræða“, sagði Einar Gíslason. Prófkjör sjálfstæðismanna í Vestur- Húnavatnssýslu: Sama dag kosið til Búnaðarþings Auk þess sem sjálfetæðismenn í Vestur-Húnavatnssýslu greiða atkvæði í próQöri flokksins nk. Iaugardag, fer fram kosning í öllum hreppum héraðsins á full- trúum til búnaðarþings. Aðeins steinsnar verður á milli kjör- deilda tii beggja þessara kosn- inga, fyrir íbúa Qögurra hreppa sýslunnar. Sjálfstæðismenn sumir hverjir eru hreint ekki á- nægðir með að þessar kosning- ar skuli hafa lent sama daginn og telja það ekki heppilegt, að þarna kunni að slæðast inn þeir sem ella tækju ekki þátt í próf- kjörinu. Það er reyndar ekki nýtt að upp komi óánægja þeg- ar kosið er um tvö efni sama daginn, Ld. hefur það ætíð skapað óánægju þegar kosið heflir verið um opnun áfengisút- sölu sama dag og til Alþingis eða bæja- og sveita. Stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins geta því slegið tvær flug- ur í einu höggi, þaó er að segja þeir sem búa í Þorkelshólshreppi, Ytri- Torfustaðahreppi, Fremri-Torfu- staðahreppi og Kirkjuhvamms- hreppi. Kjördeildir fyrir próíkjör Sjáifstæðisflokksins verða í félags- Leiðbeinandinn sekur um fjársvik og fals í mcnntamálaráðuncytinu er nú til athug- unar að kæra leiöbcinandann sem vísað var frá kennslu við Gagnfræðaskóla Sauðár- króks í haust. I Ijós hcfur komið að bréf það sem hann lagði fram til staðfcstingar mennt- un sinni í Bandaríkjunum var falsað. Mað- urinn hafði engu að síður átt í dcilu við mcnntamálaráðuncytið um að fá menntun og starfshciti sitt staöfcst, og í framhaldi af því þrefi hafði hann skotið máli sínu til um- boðsmanns Alþingis. Umræddur leiðbcin- andi var á dögunum dæmdur í héraðsdómi Reykjavíkur í eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir skjalafals og fjársvik. Hann falsaöi nöfn ættingja sinna á skuldabréf. DV greindi ffá því á mánudaginn að Sig- urður Helgason deildarstjóri starfsmannadeild- ar í menntamálaráðuneytinu hefði komist á snoðir um að bréf það sem leiðbeinandinn um- ræddi framvísaði frá Sangamon háskólanum í Bandaríkjunum væri falsað. Ráðuneytió dró á sínum tíma ekki í efa að leiðbeinandinn hefði prófgráðu í taugasálfræði, eins og tiigreint var í bréfinu, en krafðist þess að maðurinn legði fram fullgilt prófskírteini úl staðfestingar, fyrr fengi hann ekki starfsheitið sálffæðingur hér á landi. Komið hefur á daginn að þetta prófskír- teini var aldrei gefið ÚL Bréfið var haglega falsað með stimpli og undirskrift en grunsemdir kviknuðu engu aó síður, og þá einkum vegna vísbendinga um að maóurinn hefði gerst sekur um ólöglegt athæfi á öðrum sviðum, m.a. er snerti kynferðislega misnotkun hans á eigin bömum. Ekkert sann- aðist á manninn og var málið látið niöur falla. TM tryggingar þegar mest á reynir Söluumboð á Sauðárkróki: Bókabúð Brynjars, sími 35950. Trygginga- miðstöðin hf. heimilinu Víðihlíð og Ásbyrgi, auk kjördeildar í fyrrv. verslunar- húsi Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga. Kjördeildir til Búnaðarþings verða einnig í Víði- hlíð fyrir Þorkelshólshrepp, fyrir Torfústaðahreppana Ytri- og Fremri í Ásbyrgi í Miðfirði og íbú- ar Kirkjuhvammshrepps munu kjósa til búnaðarþings í Félags- heimilinu á Hvammstanga. Þá verður kosið í Reykjaskóla í Hrútafirði fyrir Staðhrcppinga og Vesturhópsskóla fyrir Þverár- hreppinga. Gunnar Sæmundsson formað- ur Búnaðarsambands Vestur-Hún- vetninga segir það tilviljun að kosningin skuli hafa lent á sama degi og prófkjör sjálfstæðismanna. Kosningin til búnaóarþings hafi í rauninni átt að vera afstaðin, það hafi staðið til að hún yrði 19. nóv- ember, en vegna mistaka í auglýs- ingu í Sjónaukanum á Hvamms- tanga hafi kosningin frestast og menn ekki athugað fyrr en um seinan að hún lenti á þessum degi. „Kjördeildimar í Víðihlíð og As- byrgi eru náttúrlega ekki á sama stað í húsinu. Vió höfðum reyndar áhyggjur af því að prófkjörið kynni að hleypa einhverri pólitík í kosninguna hjá okkur, en ég held að sé óþarfi að hafa áhyggjur af því“, sagði Gunnar í Hrútatungu. „Við getum ekkert að þessu gert. Það var fyrir löngu búið að ákveða þennan dag fyrir prófkjörió lijá okkur. Þetta er sérstakt að það skuli hittast svona á“, sagði ErlendurEysteinsson á Stóru-Giljá formaður kjömendar sjálfstæðis- manna. Oddvitinn Kannski Villi eða Hjálmar verði kosnir á Búnaðarþing?

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.