Feykir


Feykir - 23.11.1994, Blaðsíða 2

Feykir - 23.11.1994, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 41/1994 Keraur út á mióvikudögum vikulega. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aðalgata 2, Sauóárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 95-35757 og 95-36703. Myndsími 95-36703. Ritstjóri: Þórhallur Asmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson Austur - Húnavatnssýslu og Eggert Antonsson Vestur - Húnavatnssýslu. Blaóstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarveró 137 krónur hvert tölublaó með viróisaukask.. Lausasöluverð: 150 krónur meó viróisaukask. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS í NORÐURLANDSKJÖRDÆMI VESTRA LAUGARDAGINN 26. NÓVEMBER 1994 SKRIFSTOFA HJÁLMARS JÓNSSONAR Aðalgötu 21 Sauðárkróki Sími 3 63 12 LÍTIÐ INN - HEITT Á KÖNNUNNI Stuðningsmenn STUÐNINGSFÓLK SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS: TÖKUM ÖLL ÞÁTT í PRÓFKJÖRINU Skagfírðingar athugið! Um mánaóamótin kemur loksins út Ijóöabókin EYJAN SVARTA eftir G U Ð R Ú N U GÍSLADÓTTUR sem Skagfirð- ingum var kunn af ljóðum og öörum kveóskap sínum. Bókin er gefin út í takmörkuðu upplagi. Sölufólk veróur á Sauðárkróki (Hótel Mælifelli) dagana 1 .-6. desember. Einnig er hægt að panta bókina hjá Sjöfn Helgadóttur í símum 91-689239, 91-814847 og 91-656549. „Eg hef trú á vin- sældum þessaflokks" Ný bók komin út af Skagfirskum æviskrám Nýkomið er út hjá Sögufélagi Skagfirðinga bindi af skagfirsk- um æviskrám. Er það fyrsta bindi í flokki búenda frá tíma- bilinu 1910-1950. Bókin er 320 bls. að stærð og í henni eru um 100 æviskrárþættir með mynd- um, auk heimilda- og nafna- skrár. I»að er Iljalti Pálsson skjalavörður á Sauðárkróki og formaður Sögufélagsins, sem hefur séð um þessa útgáfu og hann svaraði nokkrum spurn- ingum um þetta verkefni. ,J>að hefur lengi verið spurt eftir framhaldi þeirra æviskráa, sem komu út í fjórum bindum á árunum 1964-1972 og fjölluðu um fólk sem var búandi í Skaga- firði á árunum fyrir og eftir alda- mótin. Nú er komið fyrsta bindi af þessu framhaldi og væntanlega munu fleiri fylgja í kjölfarið á næstu árum“. Hvemig hefúr verið staðið að þessu verki? ,d»að hefur verió unnið mark- visst að þessari útgáfú í tvö ár, en áður var unnið mikið undirbún- ingsstarf viö heimildasölnun og einnig höfðu þá verið skrifaðir all- margir þættir. Ymsir voru fengnir til aö skrifa þætti, höfundar eru alls 22 í þessari bók, en ritstjóm- in fólst í því að fá fólk til að skrifa og hjálpa með útvegun heimilda, yfirfara síðan þættina, samræma og lagfæra eða bæta í eftir þörf- um, útvega ljósmyndir og hafa samband við afkomendur. Jafnan var reynt að koma þáttum í skoð- un hjá einhverjum nákomnum. Allar dagsetningar, fæðingardag- ar, dánardagar og giftingardagar vom bomir saman við kirkjubæk- ur, svo að flestum dagseúiingum og ártölum ætti að mega treysta. Reyndar em mörg dæmi um að fæóingardögum ber ekki alltaf saman við það sem fólk hefur alltaf haft fyrir satt. Þá er farin sú Körfubolti útvalsdeild Tindastóll - ÍR nk. sunnudagskvöld kl. 20,00. Komið og sjáið Tindastólsstrákana fást við spútniklið deildarinnar. Áfram Tindastóll! er ritstjóri bókarinnar. leið að setja þá dagsetningu sem fólk telur rétta, en dagsemingu kirkjubókar í sviga aftan við“. Er þetta dýrt verk? ,3ókin er talsvert dýr. Það er lióin tíð að hægt sé að þrælka menn endalaust í sjálfboðavinnu. Því var aó pessu sinni að jafnaði greidd smáþóknun til höfunda. Þó var ekkert greitt fyrir ef menn skrifuðu um foreldra sína. En þótt efnið sé komið í hendur ritstjóra er oftast efúr nokkurra daga vinna að meðaltali við hvem þátt áður en hann er kominn á prent. Ef allt er talið, þá má ætla að kostnaður verói nálægt þremur milljónum króna“. Nennir svo einhver að lesa svona bækur? „Fjölmargir hafa gaman af ættfræði og persónusögu, og sá á- hugi fer vaxandi eftir að fólk er komið á vissan aldur og ég hef trú á að þessi flokkur verði vinsæll, því þama er verið að fjalla um fólk, sem margir núlifandi muna vel eftir í flestum tilfellum, stund- um fólk sem lifað hefur fram á síðustu ár. Af götunni Ekkert verra en D-ið Einn almesti framsóknarmað- ur á landinu, og kannski sá mesti, býr á Króknum. A dögunum varð hann fyrir því árans óláni að eyði- lcggja bílinn sinn í umferðaró- happi. Maðurinn sem orðinn er stirður til gangs, fór fljótlega aó atliuga með kaup á nýjum bíl, og fór til þess ama til bóksalans í bænum sem er með bílaumboð. Bóksalinn sagði að fyrst að gang- lintimir væm famir að gefa sig, þá væri langsniðugast fyrir frammar- ann gamla að fá sér einn sjálf- skiptan. Jú maðurinn hélt nú að það væri ráð. Sá sjálfskipti kom að sunnan og bóksalinn renndi honum heim til framsóknarmannsins gamla og lagði honunt fyrir utan húsið. Eft- ir að hafa sýnt eigandanum helstu stjómtæki nýja bílsins hélt síðan bóksalinn til síns heima. En síðan leið og bcið, nokkrir dagar liðu, og aldrei var nýi bíllinn hreyfður. Maður einn kom þá að tali við gamla frammarann og spurði hvemig stæði eiginlega á því að hann væri svona lítið fyrir að nota nýja bílinn. „Nú ef ég ætla að keyra áfram á honum þá þarf ég að setja í D-ið og ég er nú lítið hrifinn af því“. Pólitískar snörur Það hefur ekki farið fram hjá neinum tíð umferðaróhöpp við bæinn Gcitaskarð í Langadal að undanfömu, og minnast menn þess ekki áður að slík slysaalda hafi gengið yfir á þessum stað. Seinast varð óhapp þama á laug- ardagsmorgun. Þetta er vitaskuld mikið al- vömmál, en gárungamir hafa engu að síður fundið skýringu á þessu. Agúst Sigurósson bóndi á Geitaskarði er nefnilega kominn á fullu í pólitíkina og menn gera því skóna að Gústi hafi þama lagt ein- hverjar pólitískar snömr fyrir veg- farendur til að ná af þeim tali og kynna stefnu sína. Hvað þessi að- feið hefur skilað miklum árangri í atkvæðum talið kemur svo vænt- anlega fram í prófkjörinu um helgina. Þrír úr Blönduhlíð Þrír af frambjóðendum í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins eiga ættir sína að rekja í Blönduhlíð- ina. Það em þeirHjálmar Jónsson, Vilhjálmur Egilsson og Friðrik Guðmundsson Hansen. Handanvatnamaður einn sem hafði samband við blaðið fyrir nokkmm dögum benti á þetta og kom um leið á framfæri þeirri kvörtun að það hefði nú mátt dreifa þessu beturhéma á svæðið fyrir handan. Að minnsta kosti hefðu þcir gjaman viljað sjá Har- ald Jóhannesson bónda í Enni í framboói, það hefði þá verið svo- lítið mótvægi við alla þessa Blöndhlíðinga í framboðinu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.