Feykir


Feykir - 23.11.1994, Blaðsíða 6

Feykir - 23.11.1994, Blaðsíða 6
6FEYKIR 41/1994 Heilir og sælir lesendur góðir. A upp- skeruhátíö hestamanna sem haldin var á Hótel Sögu 11. nóvember sl. var Ellert B. Schram aðalræðumaöur kvöldsins. Var þaó mál veislugesta að honum hefði mælst frábærlega vel. Þegar hann kom í ræðustólinn þurfti að hækka stillinguna á hljóðnemanum til þess að hún passaði honum. Lét Ellert svo um mælt að skýringin á hæð hljóðnemans væri hvað framsóknarmenn væru smá- vaxnir, en hann hafði verið stilltur fyrir veislustjórann. Meðal norðlenskra skemmtikrafta á hátíð þessari var Gísli Geirsson bóndi í Brekkukoti í Blönduhlíð. Þegar hann síð- an kom að umræddum hljóðnema fengu veislugestir að heyra eftirfarandi vísu. Maðurinn ótrúlegt afrekið vann, sem allir við tignum í nyrðra. En hér séðu fullvaxinn framsóknar- mann, þófinnst hann ekki hér syðra. Fleiri norðlenskar hetjur riðu um hér- uð þar syðra umrædda helgi, því hinn eini og sanni konungur sveiflunnar var þar einnig mættur með sínum ágætu félögum. Spiluðu þeir í danshúsinu Glæsibæ á föstudagskvöldið og fór ekki á milli mála að skilaboð gestanna vom skýr. Sveiflan var þeim að skapi. Þegar smá hlé varð á og heyra mátti í kómum við innsta barinn syngja af innlifun, ef vér sjáum sólskins- blett í heiði o.s.frv., mátti ljóst vera að vandfundinn yrði sá er betur gerói við sín sóknarböm. Geirmundur með sveiflu setur sólskinsblett á jörðina. Gott eiga þeir sem gera betur við gleðimanna hjörðina. Indíana Sigmundsdóttir á Sauðárkróki sendir þættinum eftirfarandi haustvísur. Sumar kvaddi svölum róm, sofnuð fuglaraustin. Allt má lúta drottins dóm, deyja blóm á haustin. Vetur kominn, víst ei má varmatíðir eygja. Lít ég blómin Ijúfog smá lúta kolli og deyja. 1173. þættinum birtist sú er talin hefúr verið síðasta vísa Brúnar-Sigga. Ekki em allir sáttir við þá útgáfu er þar kom fram og má vel vera að hún hafi ekki verið rétt. Birti ég vísuna aftur hér með þeim breyt- ingum sem ég hef fengið ábendingar um. Hniginn er nú hróðurinn, hart er að Ijúka göngu. Örviti í annað sinn orðinn fyrir löngu. Það virðast óþrjótandi ftéttaefni enn til staðar handa okkur landsins bömum, þrátt fyrir að hægst hafi nú talsvert um í mál- efnum presta. Eftir stendur úr þeirri um- ræðu að þeir mega alls ekki haga sér eins og vió hinir og varð þaö Þórdísi Sigur- bjömsdóttur tileftii eftirfarandi vísu. Það er fremurfúlt og leitt fag að heita séra, afþví greyin ekki neitt afsér mega gera. Mikil tíðindi berast af og til af þing- mönnum og ráðhermm og sýnist sitt hverjum um þeirra gáfnafar. Það er hag- yrðingurinn snjalli, Guðmundur Sigurðs- son, sem eitt sinn orti svo. Vér erum kannski öðrum þjóðum meiri í ýmsu því sem getur máli skipt. En þó er Ijóst að þingmenn eins og fleiri þjást afnokkrum skorti á andagift. Fleiri vísur koma hér sem ég held að séu einnig eftir þennan landsþekkta hag- yrðing. Löngum er reyntfyrir lýðnum að villa þótt landsstjórnir falli og styrjaldir geysi. Bœndur í sveitum bera sig illa og bankarnir kvarta um peningaleysi. Hér ber ekki mikið á einingu andans og illdeilur þingmanna kjósendur trega. En efnahagskerfið erfarið til fjandans og flokkarnir harma það sameiginlega. Hve margur sem oft var af málefnum snauður rruendi aflöngun á stjórnnmlaframann. En þrjóti hér fjármagn og eyðist vor auður óvinaherirnir jarma sig saman. Þrátt fyrir að þessar vísur séu orðnar um 30 ára gamlar virðast þær vera nokk- uð vel í takt við nútímann. Tíó umferðaróhöpp nú að undanfömu við bæinn Geitaskarð í Langadal hafa vakið upp þá hugmynd hjá gámngum hvort Ágúst bóndi hafi sett upp einhvers konar kosningagildm á veginn í landar- eign sinni í þeim tilgangi að geta messað yfir vegfarendum meðan þeir em vankað- ir eftir byltuna. Það er Sigriður Þorleifs- dóttir sem sendir þessi vamaðarorð til þeirra ökumanna sem leið eiga þama um þessa dagana. Langi ykkur á léttum degi að losna við kosninga hjal akið þá hœgt á hálum vegi hjá Geitaskarði í Langadal. Að lokum kemur hér ein vetrarvísa. Höfundur er Sveinbjöm Bjömsson. Yfir þennan auða sand einhver liggur gata. Því mun fram á Ijóssins land léttur vandi að rata. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum Aðgerða er þörf, strax! Samkvæmt opinberum skýrslum er Norðurlandskjördæmi vestra mesta láglaunasvæðið á landinu. Ástæðumar fyrir þessu eru vissulega margar. Ein þeirra er án efa sú að landbúnaður og úrvinnsla afurðanna er hvergi eins snar þáttur í atvinnulíf- inu og hér. Ollum er kunnugt að ís- lenskur landbúnaður hefur átt í geysilegum þrengingum á undan- fömum tveimur áratugum. Nokkurt jafnvægi ríkir nú í mjólkurfram- leiðslunni, og þar hefur vöruþróun og markaðssókn verið með ágætum. Aöra sögu er að segja úr sauðfjár- ræktinni. Þrátt fyrir búvörusamning- inn hefur ríkið svikist um að taka fulla ábyrgð á þeim umframbirgðum dilkakjöts sem til vom þegar samn- ingurinn vargerður. Afleiðingamar em þær að bændur og afurðastöðv- amar hafa orðið að velta þessum vanda á undan sér með tilheyrandi kostnaði. í all marga áratugi sá SÍS um markaðssetningu og sölu á þessu kjöti. Það sem gerðist í vömþróun á þessu tímabili var það eitt að skrokk- amir vom settir í plastpoka áður en þeim var troðið í grisjupokana. Þessi slóðaskapur varð til þess að mark- aðshlutdeild dilkakjötsins snar- minnkaöi. Við þessum vandamálum hefur verið bmgðist með flatri skeróingu á framleiðsluheimildir, og nú er svo komið fyrir stómm hluta fjárbænda að bú þeirra standa ekki undir rekstr- inum. Nú kynni einhverjum að detta í hug að þeir menn, sem þannig er komið fyrir, geti bara axlað sín skinn og hætt öllum búskap. Svo kann að fara að allt að 700 bændur neyóist til að hætta búskap vegna þessara þrenginga. Atvinnuástandið í þjóðfé- laginu býður ekki upp á annað en at- vinnuleysi fyrir þessar 700 fjölsky ld- ur. Þetta fólk stendur svo uppi eigna- laust, þar sem ævistarfið liggur í jörðinni, sem það neyðist til að hrökklast frá, og þeim fasteignum sem þar standa. Menn geta svo dund- að sér við að reikna út hvað jrctta kostar ríkiskassann. Eg tel að við þessum vanda verði að bregðast nú þegar. Neytendur út í hinum stóra heimi gera nú æ meiri kröfur um að það sem þeir láta ofan í sig sé vistvænt. Inn á þennan markað eigum við hiklaust aö sækja. Undan- fama tvo áratugi hafa allmargir ein- staklingarog fyrirtæki reynt að flytja út búvöm. Þessir aðilar eiga það sameiginlegt að þeim hefur öllum mistekist. Vestrænar landbúnaðar- þjóðir reyna nefnilega flestar eins og hægt er að vemda heimamarkaðinn. I Ijósi fenginnar reynslu tel ég að ef t.d. á að selja þessar vömr inn á bandarískan markað, þá eigi að fá fæmstu bandaríska sérfræðinga í markaðssetningu landbúnaðarafurða til að annast markaðskönnun og markaðssetningu fyrir okkur. Sé ætl- unin að selja inn á evrópska markaði, þá verði sérfræðingar þess markað- ar látnir annast málið. Með þessum hætti em meiri líkur á að sá árangur náist sem við stefnum að. Kratar í þessu landi hafa komið málum þannig að ísland er líklega eina vestræna landið, sem ekki legg- ur landbúnaði sínum til einhverjar út- flutningsbætur, og er full ástæða til að kjósendur launi þeim maklega fyrir í vor. Líklega er að verða vilji fyrir því í þjóðfélaginu að til komi einhvers konar stuðningur við markaðssetn- ingu afurða okkar. Aðkallandi er að bmgðist verði við vanda þessara manna sem fyrst, ella verður um að ræða meiri byggðaröskun en áður hefur þekkst. Því fer víðs fjarri að þetta sé eitt- hvert einkamál þeirra sem sveitimar byggja. Talið er að á bak við hvem starfandi bónda séu a.m.k. fjögur störf. Verði þessir bændur látnir flosna upp, þá mun það hafa mjög al- varlegar afleiðingar fyrir þéttbýl- iskjamana, sem byggja afkomu sína að vemlegu leyti á þjónustu við sveitimar. Rétt er að geta þess að á vistvæna markaóinum fæst töluvert hærra verð en ella. Neytandinn þarf að geta verið viss um að varan sem hann kaupir sé í raun og sannleika vist- væn. Þess vegna verður að vera til staðar vottunarkerfi, sem hægt er að treysta, og líklega verður að sér- merkja vömna hverjum framleið- anda. Þetta þýðir líka að leggja verð- ur vemlegt fé í vömþróun. Ekkert á að flytja út nema sem fullunna vöm, tilbúna í örbylgjuofninn eða á elda- vélina. Þá er og mikilvægt að finna þann markað sem borgar best. Öll framleiðsla íslenskra bænda umfram innanlandsmarkað getur varla orðið meiri en 5-6000 tonn, og það telst lít- ið magn inn á þessa markaði. Þá má benda á að allt það folalda- kjöt, sem framleitt er frá Tröllaskaga að Hrútafjarðará, hlýtur að mega flokkast sem vistvænt. Ekki er um neina lyfjagjöf að ræða, og folöldin fá ekki fóður sem framleitt er með tilbúnum áburði. Ef vel tekst til með þennan út- flutning, þá verða væntanlega til all mörg störf honum tengd. Hvað sjávarútveginn varðar, þá verð ég að viðurkenna að á því sviði er þekking mín ekki fullkomin. Ixj fæ ég ekki betur séð en að mikil mis- tök hafi verið gerð við veiðistjómun- ina og úthlutun veiðiheimilda. Fisk- urinn í sjónum er að verða eign fárra aðila, aðallega þeirra sem gera út frystitogarana. Ekki má skilja orð mín svo að ég sé á móti slíkum skip- um, við þurfum að eiga slíka togara til að sækja á djúpslóð. Það er hins vegar skoðun mín að þessir togarar séu orðnir alltof margir, ekki síst ef tekið er tillit til þess hve mikið má veiða samkvæmt yfirlýsingum Haf- rómanna. Menn ættu í fullri alvöru aó velta því fyrir sér að loka a.m.k. 12 mílum af landhelginni fyrir öðr- um en litlu bátunum. Ég sé ekki bet- ur en að þetta sé hagkvæmt fyrir alla. Fjárfesting á hvert atvinnutækifæri á smábátunum er miklu minni en á stóru togurunum, aflinn er allur flutt- ur í land og unninn þar, rekstrar- kostnaður á hvem sjómann á litlu bátunum er miklu minni en á togur- unum, og samkvæmt upplýsingum sem fram komu á “Landsfundi um slysavamir” nú fyrir skömmu, þá verða um 70% allra slysa á sjó um borð í togurunum. Þetta er athyglis- vert í ljósi þess að togarasjómenn em sagðir vera 30% allra sjómanna. Mikió hefur vcrið rætt undanfar- ið um skattamál. Ég tel að skattleys- ismörk eigi að vera a.m.k. 70.000, oo krónur, og að hjónum og sambýlis- fólki eigi að vera heimilt að fullnýtta persónuafslátt hvors annars. Þeir for- eldrar, sem eiga böm í námi, eiga að fá að fullnýta persónuafslátt þessara bama, a.m.k. ef bömin hafa ekki að- gang að LIN. Ég hef í þessu greinarkomi dreg- ið fram nokkur af Jteim áhersluat- riðum sem ég mun beita mér fyrir, fái ég umboð til þess. Þess vegna treysti ég á stuóning velunnara Sjálf- stæðisflokksins í prófkjöri flokksins, sem lýkur næstkomandi laugardag. ÁGÚST í ANNAÐ SÆTIÐ! Kveója Ágúst Sigurðsson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.