Feykir


Feykir - 30.11.1994, Blaðsíða 6

Feykir - 30.11.1994, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 42/1994 f'Í Tj T7I ^■iri'iT' O O A k Texti: Kristján J. Gunnarss. VJ JVH/ 1 1 lð ðAvJ /\ Teikningar: Halldór Péturss. 197. Óngull sagði það frásagnarvert, - „því að það er þessu næst segjandi, að úti á Islandi", segir hann, „drap ég kappa þann, er Grettir hét inn sterki, er þar hef- ir mestur garpur verið og fúllhugi, því hann gat enginn unnið, fyrr en ég kom til. Hjó ég þá í höfúð honum með saxinu, og þá brotnaði skarð í eggina". Þeir sögðu er næstir stóðu, að sá hefði víst verið harður í haus, og sýndi hver öðrum. 198. Af þessu þóttist Þorsteinn vita, hver Öngull var, beiddist að sjá saxið sem aðrir. Lét Óngull þaó til reiðu, því að flestir lofúðu hreysti hans og framgöngu. Hann hugsaði, að hann mundi svo gera, er hann vissi þess enga von, að Þorsteinn væri þar eða ffændi Grettis. Tók Drómundur nú viö saxinu, og jafnskjótt reiddi hann það upp og hjó til Önguls. Kom þaó högg í höfúð- ið og vaiö svo mikió, að í jöxlum nam staðar. Féll Þor- bjöm Öngull dauður til jaiðar. 199. Við þetta urðu menn mjög ókvæða. Greip gjaldkeri staðarins þegar Þorstein og sputði, fyrir hvetja sök hann geiði slíkt óhæfúveik þar á heilögu þingi. Þorsteinn sagðist vera bróðir Grettis hins sterka og það með, aö hann hefði aldrei hefndinni fram komið fyrr en þar. Og þá tóku margir undir, að sá hinn steiki maður myndi mikill fyrir sér hafa verið, þar sem Þor- steinn hefði rekist svo langt út í heim að hefna hans. Þorsteinn var nú settur í myrkvastofu, en síðar var hann leystur út af konu þeirri sem Spes heitir. Áttust þau, Þorsteinn og Spes, og vaið hann hinn mesti gæfú- maður. 200. Svo hefúr Sturla lögmaður sagt, að enginn sek- ur maður þykir honum jafhmikill fyrir sér hafa verið sem Grettir hinn sterki. Finnur hann til þess þijár grein- ir. Þá fyrst, að honum þykir hann vitrastur verið hafa, því hann var lengst í sekt alla skógarmanna og aldrei unninn, meðan hann var heill. Þá aðra að hann var steikastur allraá landinu. Sú in þriója, að hans var hefht úti í Miklagaiði, sem einskis annars íslensks manns. Lýkur hér sögu Grettis Ásmundssonar. Stórleikur Omars dugði ekki Átta stiga tap gegn Kef lavík í baráttuleik „Það vantaði herslumuninn hjá okkur í þessum leik. Ef ein- hvern annar leikmaður hefði fylgt í fótspor Ómars í leiknum, hugsa ég að við hefðum haft þetta“, segir miðherjinn Hinrik Gunnarsson um leik Tindastóls og Keflavíkur syðra sl. sunnu- dagskvöld. Tindastólsmenn þóttu standa sig vel í leiknum, voru yfir í leikhléi 52:49 og töp- uðu leiknum síðan með átta stiga mun 97:105. Samkvæmt upplýsingum Hin- riks var um mikinn baráttuleik að ræða. Tindastóll leiddi allan fyrri hálfleikinn og í byrjun þess seinni. Mest var það fýrir stórleik Ómars Sigmarssonar sem hitti mjög vel og skoraði hann um 25 stig í fyrri hálfleiknum. Þá tókst að halda Bums Bandaríkjamann- inum í liði ÍBK í skefjun í fyrri háfleiknum. „Hann valtaði síðan yfir mig í seinni hálfleiknum", sagði Hinrik sem fékk það erfiða hlutverk að gæta Bums sem er töluvert hærri og auk þess hátt í 20 kílóum þyngri. „Um miðjan seinni hálfleikinn misstum við Pál Kolbeinsson út af og þá náðu heimamenn betri tökum á leiknum og höfðu frum- kvæðið það sem eftir var, yfirleitt 4-6 stig. Við vomm þó alltaf inni í leiknum, og sem dæmi vomm við aðeins fjómm stigum undir þegar tvær mínútur vom eftir“, sagði Hinrik. Ómar Sigmarsson var besti maðurTindastóls í leiknum, skor- aði 33 stig. John Torrey lék einnig vel. Hann skoraði 25 stig. Næsti leikur Tindastóls verður í Síkinu annað köld, fimmtudagskvöld, gegn spútnikliði deildarinnar ÍR. Þau mistök urðu í auglýsingu í síðasta blaði að þessi leikur var sagður á dagskrá sl. sunnudags- kvöld. Em hlutaðeigandi beðnir velviiðingar á þessum mistökum. Isfirðingar velgdu Tindastóls- mönnum undir uggum í bikarleik í Síkinu sl. miðvikudagskvöld. Tindastóll sigraði meó aðeins sex stiga mun, 86:80. Tindastólsmenn vom tiltölulega heppnir með drátt í 8-liða úrslit Bikarkeppninnar, fengu heimaleik gegn Keflvík- ingum. Leikur þessi fer fram 8. desember. Alfræði unga fólksins, Handbók heimilanna Út er komin hjá Bókaklúbbi Arnar og Örlygs nýtt glæsilegt uppsláttarrit, Alfræði unga fólksins, sem farið hefúr sigurför um allan heim og hefúr þegar selst í einni og hálfri milljón ein- taka. Haft hefúr verið á orði að hér sé komin út „Handbók heimilanna“. Stendur bókin fyllilega undir þeirri einkunn, eldri sem yngri hafa fúU not og ánægju af lestri hennar, og hér er á ferðinni tUvalin bók fyrir kennara tíl nota við kennslu ým- issa fræðigreina. I heiminum em að vaxa upp kynslóðir sem hafa frá blautu bamsbeini vanist því aó meðtaka mikinn fróóleik í myndrænu formi, studdan hnitmiðuðum og mark- vissum texta. Framsetning efnis í Alfræði unga fólksins tekurmið af þessari staðreynd, þannig að myndir og texti verða ein aðgengi- leg og lifandi heild. Efni bókarinnar spannar flest þekkingarsvið, jafnt alheiminn, náttúmna, tækni og vísindi sem listir og sagnffæði, og öll umfjöll- un miðast við það að böm og ung- lingar geti með góðu móti tileink- að sér efnið. í Alffæði unga fólks- ins em rúmlega 450 efnisflokkar sem líklegt er að böm og ungling- ar vilji ffæðast um, og auk þess 1500 undirflokkar sem veita ffóð- leik um afmörkuð svið viðkom- andi efnis. I bókarlok er auk þess sannkölluð ffóðleiksnáma á 22 blaðsíðum, viðauki þar sem teknar em saman fjölmargar staðreyndir af ýmsu tagi og þær settar fram á skipulegan og aðgengilegan hátt, bæði í máli og myndum.. I bókinni er fjallað um margvís- legt íslenskt efni á sérstökum blað- síðum, svo sem landið sjálft nátt- úm þess, landnámiö, sögu þjóðar- innar, atvinnuhætti, íslendingasög- umar o.fl., auk þess koma Island og íslensk séikenni við sögu undir ýmsum uppsláttarorðum. Alffæði unga fólksins er skreytt með 3500 glæsilegum ljósmynd- um, teikningum, kortum og skýr- ingarmyndum. Nærmyndir em af plöntum og dýmm, myndir sem sýna innviði tækja og véla, bygg- inga og lífvera og teikningar sem ætlað er að skýra lifnaðarhætti lið- inna kynslóða og horfinna þjóða ffæða lesandann á nýstárlegan hátt og vekja forvitni hans og fróðleiks- fysn. NUNIN GSVIÐNAM Þe<jar tveir fletir núast saman mvndast kraftur sem nefnist núningsviðnám og vinnur á móti hreyfmgu. Núningsviðnámið er notað þegar hemlað er til að hægja á hjóli. Þegar lag af olíu eða feiti er sett milli hreyfanlegra hluta í vél minnkar það núnings- viðnámið og hindrar slit. Dæmi um efnistök í Alfræði unga fólksins. Konurnar sigruðu UMFN Kvennalið Tindastóls sigraði Njarðvíkinga í fremur slökum leik á Króknum sl. sunnudag. Lokatölur urðu 42:67. Tindastóll var mun betra liðið í leiknum og náðu stúlkumar okkar fljótlega afgerandi fomstu. Staðan í leikhléi var 29:21 og munurinn jókst síðan í seinni hálfleiknum. Bestar í liði Tindastóls að þessu sinni vom þær Selma, Sigrún og Kristín. Næsti leikur Tindastóls verður gegn Grindvíkingum syðra nk. laugardag. Stórleikur í Síkinu fimmtudagskvöld! Missið ekki af viðureign Tindastóls og IR, spútniksliðs deildarinnar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.