Feykir


Feykir - 30.11.1994, Blaðsíða 8

Feykir - 30.11.1994, Blaðsíða 8
30. nóvember 1994,42. tölublað 14. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Það komast allir í Gengið unglingaklúbb Landsbankans Sláðu til og komdu í Gengið g Pottþéttur klúbbur! Sími 35353 Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Alexandersflugvöllur: Gerð vegar að nýju brúnni yflr Vesturós Héraðsvatna miðar vel, og að sögn Jónasar Snæbjöms- sonar umdæmisverkfræðings Vegagerðarinnar er reiknað með að umferð verði hleypt á upp úr miðri næstu viku. Það er verktakafyrirtækið Króksverk sem hefúr annast vegagerðina og er stutt í efnistöku. Efninu í kjama vegarins er t.d. mokað upp úr botni Héraðsvatna. Klæðning á flug- brautina í sumar Þrátt fyrir að Flugmálastjórn hafi verið gert að beita aðhaldi í framkvæmdum á næsta ári, verður staðið við að leggja bundið slitlag á AJexandersflug- völl næsta sumar, eins og flug- málaáætlun gerir ráð fyrir. Ákveöð hefúr verið að lagt verði á 1200 metra langa braut af 2000 metra lengd vallarins. Þessi braut á að duga fyrir þær stærðir áætlunarflugvéla sem hingað til hafa flogið á Sauðár- króki Fokker 50. Sett veróur klæðning á flug- brautina eins og gert hefur veriö við brautimar við Húsavík og á Siglufirói. Þaó heyrir því vonandi sögunni til það vandainál sem ver- ið hefur til staðar á Alexanders- flugvelli sökum þess að engin fjár- veiting hefur fengist til viðhalds slitlags vallarins á síðustu ámm. I tíð eins ríkt hefúr undanfarið hefúr aurbleyta stundum sett strik í reikninginn. Þannig hafa Flugleið- ir síðustu daga þurfit að vera með minni flugvélar í áætlunarferðum til Sauðárkróks, Tvin Otter í stað Fokkersins. Loðskinn: Flokkunarvélar í rækjunni: Meleyri, Hólanes og Sæ- rún í viðbragðsstöðu Forráðamenn rækjuvinnslna í Hóianesi á Skagaströnd, Sæ- rúnu á Blönduósi og Meleyri á Hvammstanga hafa tii athug- unar kaup á rækjuflokkunar- vél í verksmiðjumar á hverjum stað, og er reiknað með að ráð- ist verði í þau kaup á næsta ári. Flokkunarvélin leysir af hólmi 12-14 manneskjur í hverri verksmiðju fyrir sig. Þeir Kári Snorrason í Særúnu og Láms Ægir Guómundsson í Hólanesi sögðu að þetta væri þróunin og tímaspumsmál hven- ær vélamar yrðu keyptar. Flokk- unarvélin kostar um 11 milljónir króna og það þarf ekki mikinn reiknimeistara til að sjá það að vélin borgar sig upp á einu ári. Vélamar falla þó mismunandi vel að vinnslulínunum í hverri verk- smiðjuog þarfsumstaðaraðgera töluverðar breytingar með til- komu þeirra. Þá liggja fjármun- imir ekki á lausu. ,J>aö fer samt ekki hjá því að þetta gerist í mörgum verksmiðjum á næstu mánuðum og missemm. Menn fylgja þróuninni“, sagði Láms. Að sögn Agústs Guðmunds- sonar framkvæmdastjóra Dögunar á Sauðárkróki em engin áform um að ráðist verði í kaup á flokkunarvél, enda verksmiðjan ekki af þeirri stærðargráðu að það sé talið hagkvæmt. Að auki er vinnslugeta Dögunar góð, þrátt fyrir að rækjusjómenn sem stunda innfjarðarveiðamar hafi ekki verið hressir með að þurfa að miða veiðina við það sem vinnslan í Dögun þarfnast, og hafi af þeim sökum þurft að dvelja lengur við veiðamar en ella. Einn bátanna fjögurra sem stunda innfjaröarrækjuveiðamar á firðinum leggur nú upp á Siglufirði. Það er Berghildur frá Hofsósi. Stöðug verkefni hjá sauma- stofunni Drífu „Þetta gengur ágætlega hjá okkur. Það gerir gæfúmuninn að hafa stanslaus verkefni og ekkert útlit fyrir annað en svo verði áfram“, segir Baldur Har- aldsson framleiðslustjóri hjá Saumastofunni Drífu á Hvammstanga. Kaupin á markaðsfyrirtækinu Árbliki hafa styrkt starfsemi Drífú mjög mikið. „Við fengum þarna mjög góð viðskiptasam- bönd. I stað þess að áður var um tímabundin verkefni að ræða hefúr Drífa nú næg verk- efrii allt árið“, sagði Baldur. I saumastofú Drífú á Hvammstanga starfa um 25 manns og fjögur störf em við lag- er og söluskrifstofú fyrirtækisins í Garöabæ. Drífa hefur einnig séð öðmm saumastofum fyrir tíma- bundnum verkefnum. „Vaka á Sauðárkróki var að sauma fyrir okkur fyrr á þessu ári, en annars em þetta minni stofúmar sem hafa fengió verkefúi hjá okkurí', sagði Baldur. Fyrir um ári var ákveðió að Drífa hæfi framleiðslu á ullar- peysum með norsku mynstri. Er skemmst ffá því að segja að þess- ar peysur hafa selst mjög vel og hefur ekki hafst undan að fram- leiða. Með nægri framleiðslugetu hefði verið hægt aó selja allt að helmingi meira magn. Peysur þessar em ekki eins loðnar og hefðbundai' lopapeysur og henta því betur til daglegrar notkunar, að sögn Baldurs. Aðspurður sagði hann að aðalmarkaðir Drífú væm í Noregi og Þýskalandi. Fyrirtæk- ið seldi einnig talsvert hér innan- lands og út um allan heim. TM tryggingar þegar mest á reynir Söluumboð á Sauðárkróki: Bókabúð Brynjars, sími 35950. Trygginga- miðstöðin hf. Viðræðum um samein- ingu slitið Viðræðum forráðamanna Loð- skinns og Skinnaiðnaðar á Akureyri um samvinnu og hugsanlega sameiningu þessara fyrirtækja hefúr verið slitið endanlega. Ekki náðist í Birgi Bjamason framkvæmdastjóra Loöskinns, þar sem að hann er staddur er- lendis. En eftir því sem blaðið kemst næst fannst Loðskinns- mönnum engin þýðing í að halda viðræðunum áfram, enda eftir litlu að slægjast við sameiningu fyrirtækjanna. Eftir því sem Feykir kemst næst gengur rekstur Loó- skinns þdckalega um þessar mundir, enda góð sala á mörkuðum. Þá þykja áströlsku gærumar koma vel út. Loöskinn hefur keypt 8000 gæmr ffá Ástralíu og vænt- anlega verðurkeyptmeiramagn. Oddvitinn Enn er fjöröur milli ffænda og vík miili vina.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.