Feykir


Feykir - 07.12.1994, Blaðsíða 4

Feykir - 07.12.1994, Blaðsíða 4
4FEYKIR 43/1994 „Margir af þessum ungu mönnum eru góðir vinir mínir..." Spjallað við Margréti á Löngmýri fyrrum gæslumann „kvennabúrsíns" 5rMér finnst mjög skemmtilegt að minnast þess aö ég lenti aldrei upp á kant vió neinn af þessum ungu mönnum og þeir eru margir góðir vinir mínir í dag sem voru aö gera hosur sínar grænar fyrir stúlkunum mínum foróum. Það var mikið kvartað undan ásókn ungu mannanna sem eðli- legt var og vissulega vom mínir nemendur eins og nem- endur í öómm skólum ekki alltaf hlýðnir og fóm ekki eft- ir settum reglum. Stálust aö heiman og ýmislegt gerðist“, segir Margrét K. Jónsdóttir á Löngumýri, þegar hún lítur aftur til þess tíma er kvennaskóli var á Löngumýri, en í haust var þess einmitt minnst meó mikilli samkomu að 50 ár vom liðin ífá stofnun húsmæðraskólans. Löngumýri hafði um langt skeió mikió aódráttarafl meðal ungs fólks í Skagafirói. Stúlkumar sóttust eftir námi í húsmæðraskólanum sem þar var starffæktur ffá lýðveld- isárinu 1944 til ársins 1977, og piltamir höföu talsveróan áhuga á staðnum þó ekki sé fastara aö orói kveðið. Álitu þar vera mesta kvennabúr í firðinum. Síðari árin hefúr hús- næði húsmæðraskólans, sem er í eigu þjóókirkjunnar, ver- ið nýtt fyrir orlofsdvöl aldraóra og námskeióahald á veg- um þjóðkirkjunnar. Á Löngumýri býr aðeins ein mann- eskja, forstöóukonan Margrét K. Jónsdóttir, ásamt kettin- um sínum, Nikulási Fillipusi U sem kominn er á effi ár. „Ég kom hingaö sem vefnað- arkennari árið 1967 með vinkonu minni, Hólmfríði Pétursdóttur, sem gerðist skólastjóri við skól- ann. Þegar hún yfirgaf staöinn að fimm árum liðnum tók ég við stjóm skólans. Þegar ég kom hingað hafði hnignunartímabil húsmæðraskólanna hafið innreið sína. Það vom aldrei margir nem- endur við skólann eftir að ég kom. Skólinn gat með góðu móti tekið við við 20 nemendum, en húsið var orðið gamalt og tæki gömul. Aðrir kvennaskólar, sem höfðu upp á betra húsnæði og kennslu- aðstöðu að bjóða, vom hálftómir og af þeim sökum þótti hvorki mér né öómm snióugt að byggja héruppmeðþaðað markmiðiað halda áífam starffækslu skólans. Árið 1962 eignaðist kirkjan skólann ásamt 10 hektumm lands. Skólinn var sem sagt rekinn í 15 ár af kirkjunni, til 1977. Síðan hafa verið haldin hér að vetrinum námskeið af ýmsum toga. T.d. námskeið íyrir fermingarböm, þar sem að prestamir koma með fermingarböm sín. Söngmála- stjóri kirkjunnar hefur stundum verið hér með námskeið fyrir org- anista og söngfólk. Síðan hafa verið hér námskeið í handverki, svo sem í bókbandi, veffiaði, postulínsmálun og ýmsum öðmm handiðnaði. Vinnuvika Samband skagfirska kvenna hefúr verið haldin hér á Löngumýri sl. 12 ár. Siðasta 21 árið hefúr síðan verið rekin orlofsdvöl fyrir aldr- aóa hér í fjóra mánuöi yfir sumar- Húsmæðraskólinn á Löngumýri. Þær voru meðal annarra mættar í affnælisfagnaðinn á Löngumýri í haust þar sem að rúmlega 200 námsmeyjar Löngumýrarskóla komu saman. Standandi frá vinstri: Asdís Kristjánsdóttir úr Varmahlíð, Herdís Björnsdóttir frá Varmalæk, Kristín Þórarinsdóttir frá Ríp, Helga Guðjónsdóttir, Sigríður Márusdóttir fr á Hjaltastaðahvamnú, Guðríður Bjömsdóttir og Sigurlaug Gunnarsdóttir frá Sauðárkróki. Sitjandi frá vinstri: Valborg Árnadóttir, Guðný Kolbeinsdóttir. Jóhanna Lárentínusdóttir og Lára Guðmundsdóttir. Margrét K. Jónsdóttir. ið. Yfirleitt hefúr verið fúllbókað í orlofsdvölina og hér hafa notið hennar um 200-250 manns á hverju sumif'. - Það er greinilega sitthvað um að vera héma. ,Já, það er það og alltaf jafn skemmtilegt sama hvaða fólk er hér. Á sumrin þegar gamla fólkið er héma, er frekar glatt á hjalla. Fólkið kemur hingað til að hvíla sig og það er reynt að lofa fólkinu að haga lífi sínu hér eins og það er vant og vill hafa það. Því stendur til boða að fara í ferðalög bæði innan héraðs og utan og þessar ferðir em mjög vinsælar. Stund- um em kvöldvökur, en annars gerir fólkið bara það sem það kærir sig um; fer í gönguferðir, spilar, horfir á sjónvaipið eða fer í litlu sundlaugina héma. Fólkinu virðist líka ákaflega vel hér og margir koma aftur og aftur. Mikill gestagangur Það er náttúrlega glatt á hjalla hjá fermingarbömum líka og mikill hávaði. Eg er voóalega glöð og kát að sjá svona mikinn hóp af fallegum bömum og líka guðs lifandi fegin þegar þau fara (hlær), en búinn að gleyma því aftur þegar næsti hópur kemur. Það hafa sumir orð á því að hér á Löngumýri sé gott andnímsloft, friðsælt og notalegt. Ég vona sannarlega að svo sé, aó fólki líði vel héma'*. Er mikill gestagangur? „Eins og vikið hefur verið að er margt sem fer hér fram og margt mismunandi fólk sem hingaó kemur. Ég bý héma ein með kettinum mínum og það em margir sem vorkenna mér þessi lifandi skelfing og segja. „Ég skil ekkert í því að þú skulir geta hugsað þér að vera héma eiri'. En mér finnst nú einhvem veginn, að flesta daga komi einhver. Meira að segja stundum þegar ég er að gera eitthvað sérstakt, verð ég fegin ef það kemur dagur sem enginn kemur. Vekiði ekki kerlingarnar Það var náttúrlega oft glatt á hjalla þegar hér vom 10-20 ung- ar stúlkur, sem ungu mennina hér í Skagafirði langaði mikið til að kynnast. Þær höfðu ekki frí hvenær sem var og sérstaklega var ætlast til að þær svæfu um nætur og ynnu um daga. Allt gengi sem sagt eftir settum regl- um, en það vom ekki allir sem skildu það nákvæmlega. Það var eitt sinn þegar komið var svolítið fram á nótt og ég var að festa svefninn að ég heyrði þmsk úti í gegnum svefnrofana. Ég heyrði eitthvert mannamál, gáði út og sá þá tvo unga menn standa fyrir utan og reyndu þeir að vekja stelpumar með því aó henda snjóboltum upp í gluggann. Það var reyndar lítið um snjó svo aö það vom mikið til smásteinar sem lentu í gluggunum. Ég brá mér í fötin og gekk í myrkrinu út í forstofuna, sem þeir stóðu frammi fyrir. Kveikti ekki ljósið en sagði. „Uss, passiði ykkur strákar að vekja ekki kerlingam- ar“. Þeir gengu í gildruna og það var ógleymanlegt upplit á þeim þegar ég kveikti ljósið". Margréti er skemmL „Þeim var orðið mjög kalt greyjunum, eftir aö vera bún- ir að reyna svo lengi að vekja stelpumar, að ég fór með þá ífam í eldhús og gaf þeim heitt að drekka og ók þeim síðan upp í Varmalilíð þar sem þeir gistu á hótelinu það sem eftir lifði nætur. Við reyndum að halda stelp- unum heima, þaó var ekki ætlast til að þær væm úti um borg og bý. En það er svona þegar fólk er ungt og blóðið er heitt, þá er ekki alltaf gerður greinarmunur á því hvenær fólk á frí og hvenær ekki og ekki frekar á nóttu né degi. En ég þurfti aldrei að hringja í lögregluna vegna ungu mannanna og gekk yfirleitt sæmilega að tala þá til. Það var einu sinni löskuð smávegis útidyrahurðin, en þeir ungu menn sem það gerðu lögðu á flótta og við höfðum ekkert meira af þeim að segja. Einn reiddist ógurlega fyrir að vera ekki hleypt inn og sparkaði svo í hurðina að ég hélt hún mundi fara inn. Það nötraði allt og skalf. Tæpri viku seinna birtist ungur maður sem baðst afsökunar á þessari framkomu sinni og vottaði hana með því að færa mér lúðu i soðið“. Enn hló Margrét og hafði greinilega gaman af að rifja þetta upp.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.