Feykir


Feykir - 07.12.1994, Blaðsíða 8

Feykir - 07.12.1994, Blaðsíða 8
7. desember 1994,43. tölublað 14. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill GtnGfu Það komast allir í Gengið unglingaklúbb Landsbankans Sláðu til og komdu í Gengið Pottþéttur klúbbur! tm Landsbanki Sími35353^ fsiands Banki allra landsmanna Fjöldauppsagnir hjá FISK vegna uppsetningar á pökkunarstöð í Fiskiðjunni var í síðustu viku sagt upp 168 starfsmönnum. Ástæða þessa er sú að um ára- mótin verður hætt að vinna á vöktum í frystihúsinu á Krókn- um og í kjölfarið verður sett um fulkomin vinnslu- og pökk- unarstöð fyrir frosinn fisk. Uppsagnirnar munu taka gildi frá janúar og fram í mars. Reiknað er með að flestir þeirra sem sagt var upp verði endurráðnir. Rúmlega helm- ingur verður ráðinn á eina vakt, nokkrir verða ráðnir í nýju pökkunarstöðina þegar hún kemst í gagnið seinni hluta febrúar og þá stendur til að auka saltfiskverkun hjá Fisk- iðjunni. Uppsagnirnar ná ekki til starfsfólks saltfiskvinnslu og frystihússins á Hofsósi, en alls starfa 254 hjá Fiskiðjunni í dag. Að sögn Einars Svanssonar framkvæmdastjóra em nokkrar ástæður fyrir því að ákveðið var að leggja aðra vaktina af og ráðast í kaup á pökkunarstöóinni. Vægi hefðbundinnar ffeðfiskvinnslu hefur farið minnkandi og mun minnka um þriðjung við breyting- amar. Það hefur reynst erfiðleik- um bundið að afla ferskS hráefn- is til vinnslu og er útlit fyrir að það verði ekki auðveldara á næsta ári með minnkandi kvóta. Hlutur ffosins hráefnis hefur aukist og er búist við að hann verði orðinn um helmingur af hráefhi Fiskiðjunn- ar efúr 2-3 ár. Arðsemin út úr hefðbundinni fiskvinnslu hefur minnkað og er ástæða þess hversu erfitt er að ná í gott hráefni. Talsvert hefúr verið unnið aF ffosnu hráefni hjá Fisk- iðjunni og hefur það aðalLega verið keypt af frystitogumm og hentifánaskipum. „Sögun og end- urpökkun á ffystum flökum eins og við höfúm gert tilraunir með í haust gefur okkur greinilega miklu meira. Við emm langt komnir með að uppfylla samning upp á 200 tonn af ffosnum fiskbit- um til verslunarmarkaða í Belg- íu“, sagði Einar. Reiknað er með að kaup og uppsetning pökkunarlínunnar kosti á bilinu 50-100 milljónir. Á móti kemur að verðmætaaukning hráefnis með að fara þar í gegn getur orðió allt að 30-40%. Pökk- unarstöðin sjálf, sem er japönsk, kostar um 30 milljónir og auk þess þarf aðstaðan að vera rúm- góð sem og ffystigeymslur. Vinnslulínan vigtar vöruna, býr til poka og pakkar. Hægt er að pakka alls kyns hráefni, og t.d. skapast þama möguleikar til pökkunar á kjötvöm við full- komnustu aðstæður. Starfstúlkur Fiskiðjunnar vinna fiskbita í pakkningar til versl- anakeðja í Belgíu. Átta í prófkjör hjá framsókn Það er ekki mikið um að hryssur kasti á þessum árstíma, en þó virðist það hafa farið í vöxt á seinni árum að folöld fæðist á öllum tímum árins, og alltaf virðist það koma eigendum hrossanna jafúmikið á óvart Þannig var það líka þegar hún Þema sjö vetra hryssa frá Hólakoti á Reykjaströnd kastaði fyrir nokkmm dög- um, við upphaf jólafostu. Þema er mikið Qörhross að sögn Sigur- línu Eiríksdóttur húsfreyju í Hólakoti og var hún ekkert á því að fara í hús, en það tókst engu að síður að koma henni í hús áður en kólnaði um helgina. SSSól á Hótelinu: Helgi Björns barinn eftir dansleik Þegar hljómsveitín SSSól hafði lokið dansleik á Hótel Mæli- feUi sl. fóstudagskvöld bar það tU tíðinda að unglingspUtur einn er staddur var fyrir utan hótelið vatt sér að Helga Björnssyni söngvara hljóm- sveitarinnar og réðst á hann með barsmíðum. Þrekvaxnir rótarar hljóm- sveitarinnar, „lífverðimif* eins og sjónarvottur kallaði þá, brugðu skjótt við og hreinlega „pökk- uðu“ árásarmanninum saman. Atburðurinn átti sér stað nokkru eftir dansleikinn, er hljómsveitin var að yfirgefa staðinn. Dans- leikur SSSólar var vel sóttur eins og yfirleitt þegar hljómsveitin leikur fyrir dansi í Skagafirði. Átta frambjóðendur verða í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðurlandi vestra sem fram fer helgina 14.-15. janúar. Fram- boðsfrestur rann út fyrir helg- ina. Það sem helst kemur á óvart hvað frambjóðendurna varðar er að Magnús B. Jónsson á Skagaströnd ákvað á síðustu stundu aðláta undan þrýstingi, en fyrirfram var talið líklegt að hann mundi bíða átekta þar til Páll Pétursson á Höllustöðum drægi sig í hlé. Þá em þrír fram- bjóðendur frá Sauðárkróki. Frambjóðendumir em sam- kvæmt stafrófsröð: Valur Gunn- arsson Hvammstanga, Elín R. Lín- dal Lækjarmóti, Gunnar Bragi Sveinsson Sauðárkróki, Herdís Sæmundardóttir Sauðárkróki, Magnús B. Jónsson Skagaströnd, Páll Pétursson Höllustöðum, Stef- án Guðmundsson Sauðárkróki og Svenir Sveinsson Siglufirði. Á kjörseðli er ekki gefið upp hvaöa sætum ffambjóðcndumir berjast fyrir, en ömggt er að þing- mennimir Páll og Stefán muni beijast fyrir sínum sætum og ekki TM tryggingar þegar mest á reynir Söluumboð á Sauðárkróki: Bókabúð Brynjars, sími 35950. Trygginga- miðstöðin hf. er talið útilokað að gerð verði at- laga að sætum þeirra af nokkmm frambjóðendanna, til að mynda hefur það fregnast að um þessar mundir sé nokkur óánægja meóal Húnvetninga með þingmanninn Pál Pétursson á Höllustöðum, sem þykjast sjá á honum þreytumerki. Vera má að það hjaðni, en Páll er sagður snillingur í að hasta á vind og lægja öldur í héraði sínu. Ef það klikkar eitthvað má leiða líkur að því að þaó verði þá helst Magnús á Skagaströnd sem komi Ql með að velgja Páli undir uggum. Fjórðungur þátttakanda í próf- kjörinu em kvenkyns og er það nær helmingi hærra hlutfall en í próf- kjöri sjálfstæðismanna á dögunum, en þar var aðeins ein kona í fram- boði. Prófkjöriö veróur bindandi fyrir fjögurefstu sætin. Atkvæðis- rétt eiga allir flokksfélagar 16 ára og eldri og þeir sem undirrita stuðningsyfirlýsingu við flokkinn. Oddvitinn Frelsarinn frá Höllustöðum fer um Húnaþing.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.