Feykir - 11.01.1995, Side 4
4FEYKIR 2/1995
ÞRJÚ HUNDRUÐ MÍLUR Myndir
Ferð Gufubaðsgengisins á Vestfirði 21.-24. apríl 1994 oe texti:
Seinni hluti Hjalti Pálsson
Jeppar og sleðar á Bolungarvíkurleið.
Bolungarvíkur.
risatappi í klakabrynju upp úr jöklinum.
Þangað komumst við upp á sleðunum og
þar rofaði nokkuð til svo aö sást ofan í
Reykjarfjörðinn. Víða sáust nýjar og gaml-
ar slóðir, bæði eftir bíla og sleóa. Var síð-
an haldið áfram norður yfir jökulinn og
komið ofan á svonefnt Nónfjall, sem er upp
af Skorarheiði milli Hrafnfjarðar og Fum-
fjarðar.
Nú var orðið skellibjart og hið fegursta
veður og færi; útsýni stórkostleg yfir Fum-
fjöró og norður eftir. Við náðum tali af
sleðamönnum frá ísafirði, sem höfðu kom-
ið noróan úr Homvík um daginn og þeir
sögöu að við gætum fylgt slóðum þeirra
norður eftir. Annars fannst mér þeir ekkert
ýkjavinsamlegir, greinilegt að við áttum
ekkert að vera að flækjast hér.
Skarðsfjall framundan milli Barðsvíkur og
ar úr Njarðvík og Keflavík á nýjum 4Runn-
er með spili og Toyota HiLux. Þeir kváðust
hafa komið úr Reykjarfirði og vera að at-
huga hvað þeir kæmust langt. Fóm síðan
kveðjur á milli og við héldum áfram, en
þeir létu lítió yfir sér, ætluðu að sjá til með
áframhaldið.
Upphófst nú hið æsilegasta Qallarall upp
og nióur snarbrattar brekkur, um sléttur og
hliðarhalla, skörð og hamragil, sem við
kunnum ekki að nefna. Hefði okkur orðið
torfundin rétt leið, ef ekki hefði notið við
slóða þeirra Isfirðinga. Landslagið er ærið
stórbrotið og nýstárlegt, en þar sem mjög
var liðið á daginn, stönsuðum við minna en
ella. Kl. um sjö vomm við komnir norður
um Látravík og stungum okkur niður að
Hombjargsvita.
í jólablaði Feykis birtist fyrri hluti
feróasögunnar og lauk þar sem
feróafélagamir höfðu tekió náttstaö
hjá sæmdarhjónunum Andrési
Jónssyni og Þórdísi Jónsdóttur á
Þingeyri.
Stóri dagurinn, 23. apríl
Menn vom árrisulir á laugardagsmorg-
uninn og hugðu til stórra ferðalaga. Samt
tók tíma að smala saman hópnum og tygja
sig af stað og klukkan var orðin níu, þegar
lagt var upp. Veður var allbjart, enda hafði
veðurstofan lofað góðu og sýnt heila sól
yfir Vestfjörðum kvöldið áður. Við þeyst-
um til baka sömu leið og daginn áður með
litlum hvíldum, mílu eftir mílu og þaó var
slegið duglega í á köflum, enda haföi snjó-
koma gærdagsins víða lagt mýkingareftti
ofan á harðfennið. Einkum var tekinn góó-
ur hlaðsprettur í bækistöðina á Steingríms-
fjarðarheiði.
Enn af lykilatriði
Nú blöstu aftur við vandræði söguritara.
Hann komst ekki inn í bílinn til að ná í
bensínið sitt, sem þar var geymt í brúsa.
Var nú gengið í að leysa hans mál. Jói á
Hrauni átti nothæfan vír og með honum
tókst að opna læsinguna. Þá var kálið kom-
iö í ausuna, en ekki sopið, því enn vantaði
lyklana og sýndist þá helst til ráða að tengja
framhjá eins og bílþjófar gera. En þótt bif-
vélavirkjar væru með í för, var þar enginn
sem reynslu hafði í bílþjófnaði svo þetta var
ekki einfalt mál. Svo var stýrislásinn....
Menn höfðu enn litlu eytt af nesti sínu,
keypt allan viðurgjöming í Djúpuvík og á
Þingeyri voru veitingar ekki skomar við
nögl. Þegar ég fór aó huga í nestiskassann,
sem festur var aftan á sleðann, kom í ljós að
núist hafði í sundur fema undan kókómjólk
og sýndi sig nú reynsluleysi mitt í slíkum
ferðalögum að taka með mér drykkjarföng
í slíkum umbúðum. Sá ég því nauðsyn á að
taka allt upp úr kassanum og þrífa hann. Að
lokum hellti ég mjólkinni úr bominum og
gerast þá ekki undur og stórmerki. Lyklam-
ir glötuðu féllu niður í snjóinn. Var nú gleði
undirritaðs fullkomin, eða næsmm því. —
Þegar lyklamir komu í leitimar var nefhi-
lega búið að snúa í sundur stýrislásinn og
nú virkaði ekki lykillinn í lásnum. En þetta
vandamál varð að bíða betri tíma.
Á Drangajökli
Enn á ný stefnt í norðvesmr og hugsað
að komast norður á Homstrandir, ef guð
lofaði. Við áttum vísa næturgistingu í Un-
aðsdal á Snæfjallaströnd og höfðum pantað
tunnu af bensíni ffá ísafirði, sem átti að setj-
ast í land á Bæjum. Land norður af Stein-
grímsfjarðarheiðinni er smáhæðótt og fjöldi
vatna á þessu hálendi, en þau vom auðvit-
að öll undir ísi og hvergi sá á dökkan díl,
þótt komið væri sumar eftir almanakinu.
Færi var betra en daginn áður, dálítil lausa-
fönn komin ofan á breðann í öllum lægðum
og gekk förin greitt. Stefnan var á lóranpukt
í suðaustanverðum Drangajökli. Þar var
lágskýjað og skafrenningur og skyggni
slæmt. Við sáum samt til Hrolleifsborgar
og komum að Reyðarbungu, sem er eins og
í Hrafnfirði
Kl. var um fimm er við steyptum okkur
ofan í Hrafnfjörð. Þar er snarbratt niður af
Skoraiheiðinni. Athygli vakti slóó eftir tvo
jeppa niður í fjörðinn. Upp af fjarðarbotn-
inum er sérkennilegt náttúmvætti, gríðar-
stór, skeifumyndaður hamar með stuðla-
bergi, svonefndur Gýgjarsporshamar. Þar
var talin vera kirkja álfa, en sumir töldu
kaupstað þeirra.
Nokkum spöl út með firðinum að sunn-
an er eyðibýlið Hrafhfjaðrareyri. Þar er leiði
frægasta útilegumanns íslands, Fjalla-Ey-
vindar. Engan tíma höfðum við til að vitja
hans, en héldum út meó firðinum að norð-
an, þar sem er hliðarhalli í sjó fram. Þar
sáum við að bílslóóimar lágu út í sjóinn.
Þama er gmnnt og útfiri mikið innst í firð-
inum og höfðu bílamir svamlað á annan
kílómetra út eftir firðinum, þar til þeir höfðu
brotist í land. Er viö komum út í Álfsstaða-
dalinn, gaf að líta hvar bílamir vom í efstu
brekku aó klóra sig upp úr dalnum, upp á
svokallaða Bolungarvíkurheiði. Var nú
stansað og býsnast yfir þessum undmm,
bílamir í 1-2 kílómetra fjarlægð. “Eigum
við að giska á að þetta sé Toyota 4Runner,
diesel Turbo”, segir Bjössi. “Eigum við að
veðja flösku upp á það”, svarar Bragi. Ekki
að orölengja það, þegar viö komum til
jeppamanna, sem þá vom komnir alla leió
upp, að Bjössi hafði rétt fyrir sér, en ekki er
vitaó hvort Bragi hefur enn goldið flöskuna.
Þama vom á ferð fjórir hressir jeppakall-
Síðasta vígi Stalíns
Ólafur Jónsson er vitavörður á Hom-
bjargsvita. Hann er af kunnugum jafhan
nefndur Óli kommi. Tók hann á móti okk-
ur og bauð í bæinn. Við þáðum kaffisopa
eftir að hafa snætt af nesti okkar úti í góð-
viðrinu. Þama vom fyrir fjórir menn úr Ár-
neshreppi á þrem sleðum og tóku menn tal
saman. Einn sleói Strandamanna var gam-
all Y amaha 440, sem nú er ekki borin mik-
il virðing fyrir, þótt einu sinni þætti hann
góður. Jói á Hrauni hafði árangurslaust
reynt að komast upp í svonefht Breiðaskarð
á útleiðinni og lent í brasi að snúa í brattan-
um og komast niður aftur. Ökumaður
gamla Y amma kvaðst hafa farið þar upp og
taldi ekki sérlega erfitt. Urðu þá orðaskylm-
ingar, því Jói brá sverði og kvaðst illa trúa
að hægt væri að komast þar upp á svo gam-
alli dmslu. Strandamaður bar fimlega af sér
og lagði í móti þeim orðum, að það færi
nokkuð eftir því hvað sleðinn þyrfiti að bera
mikið. Hlógu þá allir nema Jói, sem er
maður þéttur á velli.
Ráðskona var hjá Óla, sem hellti upp á
kaffi og reiddi fram meðlæti, en Óli leiddi
gesti til stofu og ræddi við komumenn. Svo
stendur hann upp til að sækja kaffið. Bragi
Þór hafði komið sér makindalega fyrir í
hægindastól og Óli kallar til hans: “Komdu
héma”. “Ha, ég”, svarar Bragi hissa. “Já þú,
komdu að vinna, sækja bolla og glös”, seg-
ir Óli. Jú, Bragi stendur á fætur til að veita
aðstoð, enda gamalvanur í björgunarsveit-
inni, en Bjössi útskýrir viðbrögó Braga fyr-
ir Óla og segir. “Hann er seinn til svara
þessi, hann er nefnilega sjálfstæður atvinnu-
rekandi.”
Það er óneitanlega sérstætt að koma inn
í vitahúsið. Umgengni öll ber vitni um
snyrtimennsku, en innbúð dregur dám af
skoóunum húsráðanda. Þótt Stalín karlinn
sé nú víðast í ónáð fallinn á hann ömggt at-
hvarf á Hombjargsvita. Geysistór, fagur-
rauður fáni með hamri, sigó og stjömu
klæðir einn vegginn og stórar innrammað-
ar myndir af Stalín og Maó ríkja á öórum
veggjum. Þar em einnig fleiri byltingarfor-
ingjar leiddir til öndvegis, svo sem Che
Cevara, og einnig má sjá nokkrar vel vald-
ar áróðursmyndir, sem sýna öreigana brjóta
af sér hlekki auðvaldsins: Kapitalismus
NEIN — Kommunismus JA.
Við sögóum Óla ffá bílunum, sem væm
á leióinni. Að Hombjargsvita hcfur aldrei
komið bíll og Óli lét þau orð falla, að það
væri þá kominn tími til að fara að flýja héð-
an, ef maður gæti ekki lengur verið óhult-
ur fyrir bílaumferð. Og sem við stöndum úti
Á Hombjargsvita. Óli kommi og ráðs-
konan við dyrnar ásamt sögumanni.
Neðar eru Sigurþór, Jóhann, Bragi og
Sigríður. Hundurinn lét ekki nafns síns
getið. Ljósm: Bjöm Svavarsson.
á hlaði eftir meðteknar veitingar og búumst
til brottfarar, þá birtist annar bíllinn á brún-
inni utan og ofan við vitann. Hann var á
leiðinni niður, þegar við fómm af stað. Við
höfðum tal af þeim og beindum á rétta leið
niður. Þar er með ólíkindum að nokkur bíll
skuli komast þessa leið og slíkt getur aldrei
orðið nema í sérstöku færi og þannig var
það núna, alls staðar harðfenni í brekkum
og þar sem skafið hafði, svo að viðspyma
var eins góð og hugsast gaL
Á leið í náttstað
Klukkan var orðin átta aó kvöldi, er við
lögðum upp úr Látravík, þar sem vitinn er
norðan undir Axarfjalli. Löng leið var til
baka niður á Snæfjallaströnd og við vomm
uggandi hvort bensínió mundi duga okkur
í náttstað. Þess vegna þorðum við ekki að fara
norður á Hombjarg og í Homvík, þótt það
væm aðeins fáeinirkílómetrar, vildum held-
urekki lenda í myrkri á ókunnum slóðum.