Feykir


Feykir - 08.03.1995, Side 4

Feykir - 08.03.1995, Side 4
4 FEYKIR 10/1995 Bjöm Jónsson læknir í Swan River í Kanada, þekktur meöal Skagfiróinga og kunningja sinna hér á landi undir nafninu Bjössi bomm, lést 19. febrúar sl. á 75. ald- ursári. Var Bjöm til grafar borinn í Swan River 23. febrúar sl. Með Bjössa bomm er genginn mjög mikilhæfur maöur, og leitun er aö öðrum eins Króksara og Skagfirð- ingi eins og honum. Trúlega hefur aldrei alist upp á Króknum eins ærslafenginn og tápmikill ungling- ur og Bjössi bomm, og heldur eng- inn skilið eftir sig annan eins fjár- sjóó af lýsingum ffá bemskustöðv- um sínum, og safn skemmtilegra sagna, eins og Bjössi gerði meó bók sinni „Glampar á götu“ sem út kom fyrir nokkmm árum. Tildrög þess að Bjössi réðst í að skrifa þessa bók, vom að hans eigin sögn, leióindin sem fylgdi því fyr- ir hann aö keyra langa leiö frá heimili sínu í Swan River til sjúkra- hússins þar sem hann starfaói. Til að létta sér lundina lét Bjössi þá hugann gjaman reika til bemsku- stöðvanna á Króknum. Þegar hann hafði staðió sig að þessu í nokkur skipti, geröi hann þaö aö gamni sínu aö taka upp á segulband eintal sitt í bílnum. Þessar sögur sem þama festust á bandi uróu til þess að fleiri komu upp í huga Bommar- ans og ásamt dagbókarpunktum sem hann haföi hripað á bemsku- dögum uróu „Glampar á götu“ þannig smám saman til. Einn góöur Króksari segist ætíö hafa Glampa á götu hjá sér á náttborðinu, eins og biblíuna sína, og undirritaöur getur staöfest aö þaö var þessi bók Bjössa bomm sem opinberaði þá staðreynd aö hann væri eftir allt saman orðinn ansi mikill Króksari og Skagfiróingur, þó af miklu jaöarsvæói væri kominn. Eitt af því sem er svo sérkennilegt og skemmtilegt við lýsingar Bjössa bomm af bænum, er aö eftir þeim aö dæma mætti halda að Sauðárkrókur hefði veriö mun stærri í þá daga en hann er í dag, þetta hafi miklu frekar veriö borg en bær á þessum tíma. ÞÁ. Bjössi bomm, einn frakkasti unglingur í sögu Króksins, allur -----kr- “fi Glampar á götu Á Króknum var alltaf blæjalogn og blíða hvemig sem viðraði. Ef óveður geysaöi úti var ylur og sæla inni, kútur í homi viö lítið boró aö teikna, lesa, líma, spila, skrifa eöa hringaður undir sæng að hlusta á sögur og ævintýri. Seinast þegar ég geröi í buxumar þá var verió að reka fjárhóp um götumar í slátuihúsið hans Steindórs. Eg stóö innan í grindinni um póstinn fyrir ffarnan K.G., rétt við homið á Apótekinu. Þar stóð ég meðan kindumar mnnu framhjá eins og snjóflóð eða hvítfyssandi flúðir í á. Og karlamir vom á hestum að hóa innan um hópinn hér og þar, og hundamir geltu í sífellu og kindumar jörmuðu í kór eins og þegar margir em að syngja í Meistari Jakop. Mér leið svo vel að horfa eða hlusta á þetta að ég gleymdi mér og gerði stóran kúk í buxumar. Eg fann kúkinn svo hlýjan og notalegan hrúgast upp við rassinn á mér, en það var rigningarsuddi úti. Með kaffi í sokk til Þorláks Eitt af því sem eg man fyrst eftir er þegar eg var á þriðja árinu og var sendur með kaffi í sokk yfir götuna til Þorláks, sem var að stafla viði fyrir Steindór. Það var vel búið um nestið í sokk og vænn hnútur fyrir ofan, svo eg missti það síður og drægi það ekki eftir götunni. Eg kom við í búðinni hans Pálma Péturs, sem var beint á móti viðarplássinu hans Stein- dórs. Eysteinn og Bergljót Blöndal vom í búðinni og mér var gefinn kandísmoli. Svo var bara að fara niður tröppumar og yfir götuna til Þoriáks. Þegar Bergljót var búin að hjálpa mér niður steintröppumar og sjá um að eg bryti ekki flöskuna á þeim og farin aftur inn í búð þá heyri eg mikinn hávaða fyrir sunnan kirkjuna. Þessi hávaði vom hófa- sköll ffá hestastóöi sem verið var að reka gegnum bæinn og út á Skagaheiði. Þeir komu æðandi ffam hjá kirkjunni og skól- anum og stefndu beint á mig, sem var kominn út á miðja götu og orðinn að steini eins og nátttröll í dögun. Bergljót og Eysteinn þustu hrópandi út á tröpp- umar en um leið luktist hestahjörðin utan um mig á alla vegu. Eg sá ekkert nema fætur og hesthöfuð, en heyrði ópin í fólk- inu, sem nú vissi hvað var að ske. Það hélt víst að ég væri að verða að lummu þama á götunni. það?‘ ,JHvem fjandann emð þið að röfla, þorparapeyjar, sjáið þið bara til hvemig heldri menn til sveita fara að svona smá- vegis puði, menn sem geta staðið á tveim hestum samtímis á fullri ferð, dmkkið úr flösku, sveiflað hatti og svipu, sungið og migið milli hestanna allt á sama tíma!“ Hann sýpur vel á flösku sinni og stingur henni í vasann, hysjar betur upp um sig, pírir kankvís fram eftir teininum og setur sig í stellingu. Hann tekur nokk- ur skref og er allstöðugur og fer svo að míga, svolítið meðfram teininum fyrst. En svo hittir bunan teininn. Þá verður það allt í senn að hann hoppar beint upp í loftið, rekur upp ógurlegt öskur og það rýkur úr endanum á tippinu og fer að blæða. Þá dregur hann sig í kút, dettur niður á bryggjuna, gubbar og hristist all- ur eins og hann sé með flog, en slappast svo alveg og verður hvítur svo við héld- um að hann væri dauður. Við fengum Voðalegasta skammarstrikið Nú verð ég að segja frá sporvagns- teinamigunni sem eg minntist á áðan. Það er nú ljót saga og eg býst við að fá miklar skammir ffá félögum mínum fyrir að setja hana á blað. En þetta er nú bara dagbókarhald og ekkert víst að það fari neitt lengra. Þó var það svo skammarlegt að eg vil ekki einu sinni trúa dagbókinni fyrir hvað maðurinn hét, sem við fórum svo hörmulega með. Það hafði verið ofsaveður á Króknum, þakplötur fokið, staurar bromað og raf- magnslínur slitnað. Ein háspennulínan lá yfir annan sporvagnsteininn á bryggj- unni. Við vorum að búa okkur undir teinamigu, en þá uppgötvuðum við þetta: blossar og eldingar út um allt fram á bryggju, þar sem laus endi lá á einum teininum. Við vomm allir í gúmístígvél- um sem nú vom þurr. Þá kemur gamall glaðhlakkalegur bóndi, dálítið slompað- ur, fram á bryggju og spyr hvem fjand- ann við séum að gera af skömmum okk- ar. Við töldum það nú heldur fátt og meinlaust, við væmm að reyna að ganga á sporvagnsteininum og míga á hann samtímis, svo við hvorki misstigum okk- ur eða misstum bununa af teininum. Þið að röfla þorpspeyjar „En það geturðu nú ekki, svona gam- all og stirður og allur á skjön! Heldurðu mann til að koma honum í kerm upp á spítala. Sérkennilegt fólk ísleifur gat verið dálítill þorpari stund- um í sendiferöa-gríni sínu við Sigga vin. Eitt sinn sendi hann Sigga með hjólböm- skrifli sitt út á vömpláss Kaupfélagsins. Þar vom splunkunýjar og fallegar hjól- börur og Siggi tók nú að reka þær nýju af mikilli hörku í þær gömlu, svo við lá að báðar brotnuðu. Gekk á þessu lengi þar til séra Sigfús, sem hafði verið að horfa forviða á þannan gauragang í gegnum skrifstofugluggann, kemur út og spyr Sigga hvað hann meini nú eginlega með þessum aðfömm. Siggi vinur segir þá að Isleifur hafí sent hann með úrsérgengnu bömmar sínar að halda þeim undir þær nýju til kynbóta. Líklega verður að bæta sjálfum mér við þennan hóp, því það væri dálítið óheiðarlegt að vera að skrifa um kynlegt fólk og vera kannski engu ókynlegri sjálfur. En svo er mér sagt af mörgum. Það er t.d. haft við orð að ég hafi átt að vera orðheppinn ef ekki ósvífinn í til- svömm. Ekki tók ég eftir því sjálfur þeg- ar tilsvörin áttu sér stað. Ein slflc saga er af okkur afa og læt eg gamla manninn fljóta með í þessum rekstri því hann er ekki ósamlitur að sumu leyti. Er líkt á komið með okkur afa. Afi minn í móðurætt var Jóhannes

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.