Feykir


Feykir - 08.03.1995, Síða 7

Feykir - 08.03.1995, Síða 7
10/1995 FEYKIR7 Þjóðdansaflokkur Kvenfélags Sauðárkróks í kringum 1970. Ókeypássmáor Til sölu! Til sölu mjög góðir bílar: BMW 518 I árgerð 1986, Nissan Pathfinder árgerð 1988 og Cherocky Limeted árgerð 1984, sjálfskiptur. Upplýsingar gefur Jóhann í síma 35141 og 35227 hs. Til sölu VW Jetta árgerð 1982 (B2). Bíll með mikla reynslu. Til greina koma ýmiss skipti. Upplýsingar í síma 36048 eftir kl. 18,00. Til sölu páfagauksbúr, selst ódýrt. Upplýsingar í síma 35677. Til sölu Toyota Corolla XL árgerð 1991, lítið ekin, góður og fallegur bíll. Upplýsingar í síma 95-35740. Hlutir óskast! Óska eftir vinstri hliðarrúðu á Zetor dráttarvél árgerð 1977. Upplýsingar í síma 36762 eða 35219. Hús til leigu á Spáni! Til leigu hús á Spáni, tímabilin 12. júlí - 2. ágúst og 24. ágúst - 14. september. Hentar vel fyrir tvær fjölskyldur. Upplýsingar í síma 36780 (Pálína). Munið áskriftargjöldin! Kvenfélagið undir Nöfum Á þessu herrans ári 1995, er Kvenfélag Sauðárkróks 100 ára og hefur félagið alltaf lyft menn- ingarlífi hér á Krók á hærra plan. Kvenfélagið hefur haldið sitt þorrablót síðan árið 1968 og ég tel að hvert einasta þorrablót, sem Kvenfélagið hefur haldið hafi verið menningarviðburður, sem geta hefði mátt um í fjöl- miðlum. í mörg ár æfðum við konur þjóódansa fyrir þorrablótið og sýndum í íslenskum búning- um, þetta segi ég að hafi verið menningarviðburður og fréttir, bæði fyrir staóarblaðið sem og aðra fjölmiðla. Á hverju ári er æft og samið í nokkrar vikur fyr- ir þorrablót og tugir kvenna fara á svið og skemmta samborgur- um sínum. Þetta er menningar- viðburður og matur fyrir fjöl- miðla, ekki síst héraðsftéttablöð, en aldrei hefur maður séð minnst á þetta í staðarblaðinu okkar. í ár var engu minna æft og puðað fyrir þorrablót. Konur lögðu nótt við dag síðustu vik- una til að allt færi sem best fram, og vil ég fullyrða að sjaldan hef- ur þessum elskum tekist jafn vel upp og vil ég þakka þeim öllum fyrir samstarfið. Og viti menn þorrablót Kvenfélags Sauðár- króks komst í fjölmiðlana, þess var getið í staðaíblaðinu og ekki bara þar, heldur líka í DV og út- varpi. En það var ekki talað um það í fjölmiðlum fyrir góð skemmtiatriði, nei heldur vegna leiðinda atviks sem varö í lok há- tíðarinnar og stóð í 10 mínútur, óundirbúið. I öllum þessum frétt- um er farið kolvitlaust með stað- reyndir og er víst að allir hafa þessir fjölmiðlar fengið fréttimar af götunni eða hjá Gróu á Leiti, eins og sagt var í gamla daga. Ritstjóri Feykis hefði átt að leita til réttra aðila ef hann hefði viljað fá sannar fréttir af þorrablóti Kvenfélagsins, en ekki til ffétta- stofu götunnar. Að gefhu tilefni (DV) vil ég taka það ffarn að við vorum öll í fríi frá okkar vinnu sem vorum að skemmta okkur á þessu þorrablóti. Eg veit ekki hversu viðkvæm „Jóna og Geir“ eru, en minn skrápur er orðinn það þykkur að hann hefði þolað að til mín væri leitað og ég heföi greint rétt og satt frá, fyrst endilega þurfti að koma þessu á prent í staðarblað- inu. Mér finnst þessi skrif um þorrablót Kvenfélags Sauðár- króks ómakleg á 100 ára afmæli þess, það er eins og það hlakki í fólki af því að eitthvað fór illa hjá Kvenfélaginu, hjá þessu fé- lagi sem alltaf hefur haft það að markmiði að hjálpa öðrum og láta gott af sér leiða. Að lokum vil ég svo þakka öllum þeim konum sem í gegn- um árin hafa starfað með mér fyrir þorrablót og aðrar skemmt- anir hjá Kvenfélaginu innilega fyrir fádæma gott og skemmti- legt samstarf, ég er svo mikið ríkari fyrir vikið. Eg vil líka óska Kvenfélaginu til hamingju með 100 ára afmælið og bið bæjarbúa að hlúa vel að þessu aldna fjöreggi sínu, sem alltaf er sí- ungL En við ritstjóra þessa blaðs vil ég bara segja: ,Aðgát skal höfð í nærvem sálar.“ Guðbjörg Bjarman. Þeir sem enn kunna að hafa í fórum sínum ógreidda gíró- seðla fyrir áskriftargjöldum eru beðnir að greiða hið allra fyrsta. Þeim sem glatað hafa gíróseðli skal bent á að hægt er að millifæra áskriftargjaldið á reikning Feykis nr. 1660 í útibúi Búnaðarbankans á Sauðárkróki. Fasteign til sölu! Til sölu er raðhúsið að Grenihlíð 18. Húsið er á tveimur hæðum, 3-4 herbergja 128 fermetra meö bílskúr. Upplýsingar í síma 35468 eftir kl. 18,00. Til sölu er verslunin Saumakistan á Sauðárkróki! Um er aó ræða sölu félagsins Saumakistan hf., eða einungis sölu á vörubirgðum verslunarinnar. Nánari upplýsingar eru gefnar hjá Endurskoðun hf I síma 36070. Svipmyndir frá Öskudegi Það var líflegt á Öskudaginn eins og öllu jafnan og skraut og búningar barnanna af hinu ýmsu tagi. Söngurinn var samt enn að miklu leyti klassískur, þessi sígildu öskudagssöngvar eins og: Hafið bláa hafið, Það er leikur að læra og Bjarnastaða- beljurnar, sem að vísu heyrð- ist nú í nýrri útgáfú, nefhilega Bjarnastaðagellurnar.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.