Feykir


Feykir - 29.03.1995, Blaðsíða 2

Feykir - 29.03.1995, Blaðsíða 2
2FEYKIR 13/1995 Vegna áttrœðis afmœlis míns 29. mars tek ég á móti gestum í Félagsheimilinu Katilási í Fljótum laugardaginn 1. apríl jrá kl. 21- 24. Steingrímur Þorsteinsson. Stórholti, Fljótum. Ibúð óskast! Tvítuga reglusama stúlku bráðvantar frekar ódýra einstaklingsíbúó í nágrenni Varmahlíðar, í Varmahlíó eða Sauðárkróki, frá og meó miójum apríl. Herbergi meö einhverri séraðstöðu kemur vel til greina. Nánari upplýsingar fást hjá Hestasporti í síma 95-35066 á skrifstofutíma. Námskeið í siglingum! Aformaó er aó halda námskeið í „river rating“ eóa siglingum í straumvötnum og jafnvel kayak- námskeió ef áhugi er fyrir hendi og næg þátttaka fæst. Leiðbeinandi verður Hristopher Sanders, löggiltur leiðbeinandi frá Skotlandi. Nánari upplýsingar fást hjá Ævintýraferðum í síma 95-35066. Hvammstangi: Unnið að lagfæringu hreppsskrifstofa I>essar vikurnar er unnið að lagfæringum á húsnæði Hvammstangahrepps í Félags- heimilinu. Að sögn Guð- mundar Guðmundssonar sveitarstjóra hefúr lengi staðið til að ráðast í þetta verkefni. Verkið hefur staðið yfir í um mánaðartíma og er áætlað að það taki svipaðan tíma til viðbótar. Meðan á þessu stendur veróur talsverð röskun á högum starfsfólks og þarf það að flytja sig til í húsinu eftir því sem Úrbótamenn á Akureyri, sem standa fyrir byggingu tíu or- lofshúsa í Kjarnaskógi við Ak- ureyri í sumar, hafa samið við samsteypu þriggja byggingar- fyrirtækja á Sauðárkróki um byggingu sjö húsanna. Skag- firsku fyrirtækin, Trésmiðjan Borg, Friðrik Jónsson sf. og Eik áttu lægsta tilboð í bygg- ingu húsanna tíu, 84% af kostnaðaráætlun. Handhafa næstlægsta tilboðs, Stefáni Jónssyni á Akureyri, var falið að byggja þrjú húsanna. „Jú það er mjög gott að fá þetta verkefni á þessum tíma. Það er ekkert of mikið að gera“, segir Guðmundur Guðmundsson framkvæmdastjóri Trésmiðjunn- ar Borgar. Að sögn Guðmundar verkinu miðar. Lagfæringamar felast m.a. í því að húsnæóinu er skipt í tvö brunahólf. Komið vcrður upp eldtraustri skjalageymslu, en hún var ekki til staðar áður. Þá verður rými starfsfólks aukiö, bæði vinnu- og kaffiaðstaða. Hvammstangahreppur hefur haft húsnæðið á leigu hjá Félagsheimilinu til fjölda ára, en hreppurinn er stærsti eignaraðili félagsheimilisins. verður bygging húsanna unnin af fyrirtækjunum í sameiningu, að öðru leyti en því að Borgarmenn munu annast smíöi innrétting- anna. Uppsetning húsanna fer fram í júlímánuði. Guðmundur segir útlitið á byggingarmarkaðnum ekki gott. Lítið sé að gera hér á heima- maikaði, engar stórframkvæmdir í gangi hvoiki hjá ríki né bæ og framtíðin ráðist mikið af því hvemig fyrirtækjunum gangi að skapa sér verkefni fyrir utan svæðið á næstunni. Trésmiðjan Borg hefur mörg undanfarin ár smíðað innréttingar út um allt land og náð þannig að auka at- vinnu iðnaóarmanna hér á svæð- inu. Ungfrú Sæluvika Meðal þess sem áformað er að hafa til skemmtunar á Sæluviku Skagfirðinga, sem haldin verður að þessu sinni síðustu vikuna í apríl, er fegurðarsam- keppni sem hlotið hefur nafnið „Ungfrú Sæluvika“. Fegurðarsamkeppnin fer fram á lokakvöldi Sæluvik- unnar og er áformað að vanda til hennar eins og frekast er kostur. Sigurvegaranum í keppninni er heitið glæsi- legum verðlaunum. Framkvæmdanefnd Sælu- vikunnar hefur óskað eftir stúlkum 17-25 ára til þátttöku um titilinn Ungfrú Sæluviku og einnig til að taka þátt í tískusýningu sem haldin verður samhliða keppninni. Þær sem áhuga hafa eru beðnar að hafa samband við þá Sigurbjörn Björnsson í síma 36464 og Erling Om í Grafist úr Syðraplani í ljós hefur komið að fyll- ing hefur grafist undan norðvesturhomi á Syðraplani á dálitlu svæði. Hefur hafnar- málastofnun verið gerð grein fyrir málinu og gerðar ráð- stafanir til að fá efni til viðgerða. Þetta kom fram á fundi hafnarstjómar Sauðár- króks nýlega. Tekjur Sauðár- krókshafnar eru áætlaðar 15,7 milljónir á árinu. Orlofshúsin við Kjarnaskóg: Sauðkrækingar byggja sjö húsanna Atvinnuástandið lagaðist nær alls staðar á svæðinu í febrúar Atvinnuástand batnaði nær alls staðar í Norðurlandi vestra í febrúarmánuði. Með- alljöldi atvinnulausra var 348 eða um 6,6% af áætluðum mannafla en var 9,5% í janú- ar. Atvinnulausum hefur fækkað um 147 að meðaltali milli mánaða. Atvinnuleysið minnkar um 30% frá því í jan- úar en eykst hinvegar um 4,2% frá febrúar í fyrra. Þetta kemur Ifam í yfirliti um atvinnuástandió frá vinnumála- skrifstofu félagsmálaráðuneytis. Atvinnuástand batnar nær alls staðar á svæðinu. A Siglufirði fækkar atvinnulausum að meöal- tali um 43 eða 40%, á Skaga- strönd fækkar um 42 eða 57%, á Sauðárkróki og Blönduósi fækk- ar um 16, um 10 í Fljótahreppi, 3 í Seyluhreppi en litlar breytingar urðu annars staðar. Um 83 eða 24% atvinnu- lausra eru skráðir á Sauðárkróki og nágrenni, um 65 eða 19% á Siglufirði, en minna en 10% í öðrum sveitarfélögum. Ekkert atvinnuleysi er í Torfalækjar- hreppi og Þverárhreppi. Atvinnuleysi karla mældist nú 5,2% en var 7% í janúar. At- vinnuleysi kvenna mælist 9% en var 13,3% í mánuðinum á und- an. Atvinnulausum körlum hefur fækkað um 58 að meðaltali í febrúarmánuði en atvinnulausum konum hefur fækkað um 89. IFEYKIR ÍM.. Óháðfréttablaöá Noróuriandi vestra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa Aðalgötu 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Sími 95-35757. Myndsími 95-36703. Ritstjóri Þór- hallur Asmundsson. Fréttaritarar: Magnús Olafsson A.-Hún. og Eggert Antonsson V.-Hún. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannson, Sigurður Agústsson og Stefán Arnason. Askriftarverð 137 krónur hvert tölublað m/vsk. Lausasöluverð 150 kr. m/vsk. Setning og umbrot Feykir. Prentun Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfrétta- blaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.