Feykir


Feykir - 29.03.1995, Blaðsíða 3

Feykir - 29.03.1995, Blaðsíða 3
13/1994 FEYKIR 3 .... 1 ' -* -4 *?• 'V , 4 -v v<.4% Sem kunnugt er hefiir nýi vegurinn um Botnastaðabrekkuna ekki reynst vel í vetur með tilliti til snjóalaga, og brekkan verið langsnjóþyngsti hlutinn af veginum yfir Vatnsskarðið. Myndin er tekin neðst í Botnastaðabrekkunni nú fyrir helgina, og eins og sjá má er stálið líkt og jökull. Skoðanakönnun Feykis: Vantrú fólks sá stjórnmála- mönnum kom fram í svörunum „Það er ekki nógu góður andi í þessu“, sagði kona í Seylu- hreppi þegar hún varinnt svara í könnuninni. Eldri maður á svipuðum slóðum sagði þetta komið út í vitleysu með sauðfjárræktina. „Ég er óánægð og ætla því ekki að kjósa. Það eru allir eins sama hvaða ríkisstjórn er“, sagði kona í Bólstaðahlíðarhreppi. Bóndi í Engihlíðarhreppi sagði: „Ég hef ekki mikla trú á þessum höfðingjum. Það heyrist bara í þeim fyrir kosn- ingar en svo eru þeir hljóðir þess á milli“. Eldri maður á Blönduósi sagði þessa kyrr- stöðu í þjóðarbúskapnum mjög slæma. Eldri maður á Skagaströnd sagði sjávarút- vegsmálin efst í sínum huga. „Milljónamæringarnir eru að flytja vinnsluna úr byggðar- laginu. Hér fara peningamir í að byggja kirkju og rífa kirkju og byggja stjómsýslu- hús“, sagði hann. Greinilegt var að það sem brennur á fólki fyrst og fremst eru atvinnumálin og í sveitunum hefur fólk miklar áhyggjur af málefnum landbúnaðarins, sér- staklega stöðu sauðfjárbænda. Og kjósendur virðast ekki treysta stjómmálamönnunum til að leysa þann vanda. Greinilegt var þó samkvæmt könnuninni að sveitafólk virðist enn setja traust sitt á Framsóknarflokkinn. Næst atvinnumálunum voru samgöngumálin áberandi, sér- staklega hjá Siglfirðingum, og heilbrigðis- og skólamálin komu þar á eftir. Launamálin báru talsvert á góma þegar spurt var brýn mál. Maður á Skaga sagði að menn yrðu að brjótast út úr láglauna- stefnunni, brjótast út úr fram- sóknarmennskunni, eins og hann orðaði það. Eldri kona á Hvammstanga sagi: „Ég hef alltaf kosið Sjálfstæðisflokkinn en ætla ekki að gera það oftar. Maður verður að kjósa þá sem eitthvað gera en þeir hafa ekki gert neitt. Við eigum að kjósa menn en ekki málefni". Önnur kona á Hvammstanga: „Það er skorið of mikið niður í heil- brigðismálunum. Það er dýrara að hafa alla þjóðina á örorku heldur en að reyna að byggja þjóðina upp“. Kona á Sauðár- króki sagði þegar hún var spurð um brýnustu hagsmunamál kjördæmisins: „Þeir ættu fyrst að reyna að koma á stjórn í landinu áður en hægt er að krefj- ast einhvers hér heima fyrif‘. Velheppnað kvöld Rökkurkórsins „Skemmtunin heppnaðist ákaflega vel. Það voru þarna um 200 manns og fólk virtist skemmta sér alveg konung- lega. Samkomugestir voru vel með á nótunum og klöppuðu mikið bæði fyrir söng kórsins, gestasöngvurum og skemmti- atriðunum. Við buðum líka upp á kaffi og það má örugg- lega segja að þetta hafi verið stórveisla, dýrindis kaffihlað- borð“, segir Ardís Björnsdóttir formaður Rökkurkórsins um skemmtikvöld er kórinn gekkst fyrir í Miðgarði sl. laug- ardagskvöld. A söngskrá Rökkurkórsins voru 16 lög þar á meðal eitt ífumsumið af hirðskáldum kórs- ins, þeim Eiríki Jónssyni, sem samdi lagið, við texta Sigurðar Hansen. Lagið heitir Svefnljóð. Áður hefur kórinn flutt tvö lög eftir þá félaga, Hildarselið og Lækinn, og Sigurður Hansen hefur samið texta við fleiri lög sem kórinn hefur flutt. Voru þeim Siguröi og Eiríki færð blóm og lét Árdís formaður þess getið við það tækifæri, hve mikill styrkur það væri fyrir svona fé- lagsskap að hafa slíka menn inn- an sinna raða. Gestasöngvararnir fengu einnig rós í hnappagatið. Jóhann Már Jóhannsson brást ekki frekar en vanalega og samkomugestir hrifúst ekki síður að frænku hans sem þarna söng með honum, Jónu Fanneyju Svavarsdóttur frá Litladal i Svínavatnshreppi. Jóna Fanney, sem er við söngnám á Akureyri, réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur, söng krefjandi lög sem hún skilaði með ágætum. „Ekki er vafi á að þama er mjög efnileg söngkona á ferð- inni. Þá sá Eiríkur Jónsson um hagyrðingaþátt og gamanmál. Fékk hann til liðs við sig konur úr Rökkurkómum og sýndu þær og sönnuðu að þær eru ekki eftir- bátar karlanna í vísnagerðinni", sagði Árdís. Konumar eru Þórey Helgadóttir frá Tunguháísi, Lára Angantýsdóttir Sauðárkróki, Ingibjörg Jóhannesdóttir Mið- Grund, Linda Gunnarsdóttir Varmahlíð og Guðrún Eyhildur Ámadóttir frá Eyhildaiholti. Stjómandi Rökkurkórsins í vetur eins og undanfama vetur er Sveinn Ámason frá Víðimel og undirleikari Thomas Higgerson. Einsöngvarar með kómum em Sigurlaug Helga Maronsdóttir og Hjalti Jóhannsson. Ungir kórfé- lagar sungu tvísöng og var það frumraun þeirra. Hallfríður Haf- steinsdóttir frá Vallholti og Ragnar Magnússon á Sauðárkrók þóttu standa sig mjög vel og fengu dynjandi lófaldapp áheyrenda. Að sögn Árdísar á Vatnsleysu er mikið fram undan hjá Rökkur- kómum. Kórinn syngur næst op- inberlega ásamt Karlakór Ból- staðahlíðarhrepps í Blönduós- kirkju nk. föstudagskvöld 31. marskl. 21,00. íbúð til leigu! Ný þriggja herbergja íbúð til leigu í parhúsi. Upplýsingar í síma 35407 á kvöldin. Kosningaskrifstofa Þjóðvaka á Sauðárkróki er til húsa að Aðalgötu 20 b sími 36388. Skrifstofan er opin virka daga kl. 16-19 og 14-18 um helgar. Góður hljómur — Góð gjöf Samsung Max 345 með þriggja diska geislarspilari. Verð kr. 39-900 stgr. Siemens hljómtækjasamstæður verð frá kr. 29.900 Borðlampar til fer mingagj afa verð frá kr. 1490 hf RAFVERKTAKAR Sæmundargötu 1, Sauðárkróki.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.