Feykir


Feykir - 29.03.1995, Blaðsíða 4

Feykir - 29.03.1995, Blaðsíða 4
4FEYKIR 13/1995 Helgi Jónssonar einbúi á Merkigili í Austurdal: Allt að sex tíma gangur eftir mat og pósti í vetur Helgi Jónsson bóndi á Merkigili. „Ég er búinn aó hafa það mjög gott í vetur. Það er líka hægt að hafa þaó gott þó mað- ur sé einn“, segir Helgi Jóns- son einbúi á Merkigili í Aust- urdal, en Merkigil er vafalaust afskekktasti bær í byggó í Skagafirði og víðar hér um slóðir. Ofært hefur verió ffam í Merkigil ffá því um áramót. Það plagar Helga þó ekki mikió og í vetur hefur hann gengið lausfóta tvisvar sinn- um í viku yfir Merkigilið níu kílómetra leið að næsta bæ Stekkjarflötum, til að ná í póst og vörur til daglegra þarfa sem Matthías bóndi áStekkj- arflötum kaupir fyrir Helga í kaupfélaginu. Vömmar og póstinn ber hann síóan í bak- poka heim. Helgi segir það ekkert erfitt að fara á milli og túrinn taki ffá fjómm og upp í sex tíma, effir færi. Helgi segist ekki hafa haft efhi á því að kaupa sér snjósleða, en til þess að auðvelda sér göng- una núna í vetur og einnig til gamans hafi hann orðið sér úti um skíði. Fengið mann sem hann treysti fyrir sunnan til að kaupa íyrir sig skíðabúnað. „Nei það heiúr nú ekki reynt á að fara á skíðunum yfir gilið ennþá. Eg er ekki búinn að ná nógu góðum tökum á skíðaiðkuninni ennþá til að fara á þeim á milli“, segir Helgi, og um tíðarfarið í vetur segir hann: ,Já það kom ansi slæmt hret þama um miðjan janúar og síðan hefur tíðarfarið verið fremur leiðinlegt. Annars hafa óveður engin áhrif á mig þannig lagað og ég sef alveg eins og steinn þótt óveður geysi. En það varó strax þungfært héma á tveggja drifa vél þannig að ég færði hrossin heim á tún og hef gefið þeim síðan“. En hvemig lítur Merkigilið út núna, getur ekki verið slæmt að fara yfir það að vetrinum? ,J>að er búið að vera gott að fara yfir það í vetur, það er íyrst núna sem að það getur farið að versna. Það er oft verra þegar er komið að fram á og fer að renna úr sköflum af sólbráð og mynd- ast svell og hálka í því. Annars safnast yfirleitt ekki mikill snjór í gilið, og þannig er það núna. Það skefúr beint niður gilið í austan- áttum eins og hefúr verið mikið í vetur. En núna þessa dagana er alveg dásamlegt útmánaðarveuir sem ég kalla, glaðasólskin og blíða á hverjum degi“. Leiðist pólitíkin Helgi hefur kú til heimilis og vetmng einnig að auki. Kýrin er að vísu orðin geld núna en ber í vor. Hann segir að mjólkurleysið skipti ekki svo miklu máli. Helgi er með 140 fjár og sauðburður- inn byrjar um miðjan maí. Hann stílar á að geta látið bera sem mest úti, hvort sem það stenst í ár. ,J>að getur vel verið að verði mokað hingað fram eftir til mín þegar verður farið að kjósa. Jú jú mitt atkvæði getur ráðið úrslitum ef það lendir á réttum stað“, segir Helgi sem annars er ekkert sér- staklega hrifinn af stjómmála- mönnunum, þó hann hafi verið að fylgjast svolítið með þeim í sjónvarpinu undanfarið. „Mér leiðist frekar pólitíkin, sýnist stjómmálamennimir frek- ar máttlausir. Það virðist vera ósköp lítið sem þeir gera gert. Eg reyni að kíkja á þaó sem þeir hafa gert en læt hitt alveg lönd og leið. Það vantar svo sem ekki að þeir svara alveg fúllum hálsi þótt lýgin sé rekin ofan í þá suma“, segir Helgi Jónsson á Merkigili. „Þeir vara sig ekki á okkur Erlendi" Þeir hafa víst verið ólatir að mæta á kosningaskrifstofuna hjá Alþýðuflokknum undan- farið, gömlu kratarnir á Króknum. Þeir Hansenbræð- ur Erlendur og Jóhannes ásamt Guðbrandi Frímanns- syni, hafa verið þarna fasta- gestir og ávallt verið tilbúnir að hella upp á könnuna og gera þessa nauðsynlegu hluti sem ekki mega bregðast á góðri kosningaskrifstofu. Þá hefúr Birgir Dýrfjörð komið á Krókinn í nokkra daga und- anfarið til að stappa stálið í fé- laga sína í baráttunni. Það var létt andrúmsloft hjá krötunum þegar blaðamaður Feykis leit þar við á dögunum og rifjaðaðar voru upp sögur frá því á árum áður, þegar þeir Birgir Dýrfjörð og Erlendur Hansen vom upp á sitt besta í pólitíkinni. Sagan segir að þá hafi bæjar- fulltrúar á Króknum lagt nótt við dag að koma saman fjár- hagsáætlun íyrir bæinn, og sum- ir þeirra unnið svo kappsam- lega, að pólitíkin hafi verið tekin Gamla kratagengið á kosningaskrifstofu Alþýðuflokksins: Guðbrandur Frímannsson, Birgir Dýrfjörð, Erlendur Hansen og Jóhannes Hansen. xG er tákn um bættan hag heimilanna! Kosningaskrifstofa G-listans Villa nova er opin kl. 13-22 alla daga, sími 36366, fax 35590. Opið hús laugardagskvöld. Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla) og fleiri halda uppi fjöri. Allt stuðningsfólk velkomið! Að krossa við G er góður kostur fyrir þig! fram yfir vinnuna á þeim tíma sem áætlunargerðin stóð yfir. Menn vom ekki sammála um áherslur í bæjarmálum og fund- imir drógust á langinn. Það var karpað nótt eftir nótt. Fram- sóknarmenn með þá Guðjón og Stebba Díllu í broddi fylkingar vildu leggja aðaláherslu á íþrótta- málin, uppbyggingu sundlaug- arinnar og íþróttavallarins. Aðr- ir, þar á meóal kratamir, óttuð- ust að þar yrði að fara varlega svo að ekki bitnaði á atvinnu- málunum. Fundurinn þar sem fjáihagsáætlun var barin saman stóð fram á morgun þrátt fyrir ítrekaðar málamiðlanir Marteins Friðrikssonar, eins þriggja fulltrúa framsóknar. Klukkan fimm um nóttina fór Hulda Sigurbjömsdóttir heim til að ná í kaffi handa mannskapnum, en klukkan var orðin átta um morguninn þegar loksins var búið að berja fjárhagsáætlunina saman. Meðan þessi bamingur og næturfundir stóðu yfir, þar sem þreytan virtist síst hrjá þá Birgi og Erlend, mun Birgi Dýr- fjörð hafa ratast þessi gullvæga setning af munni: „Þeir vara sig ekki á okkur Erlendi. Við hugs- um á nóttinni en sofum á dag- inn“. Þessi orð Birgis gefa tilefni til að ætla að aðrir í bæjarstjóm- inni hafi gerst ansi ffamlágir er leið á nóttina og með þessum klækibrögðum hafi gömlu krat- amir á Króknum komið sínum málum fram.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.