Feykir


Feykir - 29.03.1995, Blaðsíða 7

Feykir - 29.03.1995, Blaðsíða 7
12/1995 FEYKIR7 Hver er maðurinn? Engar upplýsingar hafa fengist vegna þeirra mynda er seinast birtust, en tvær myndir koma að þessu sinni og biðjum við glöggskyggna lesendur að koma upplýsingum til Héraðs- skjalasafnsins á Sauðárkróki, sími 95-36640. ÓkBYpssmáar Til sölu! Til sölu Mitsubishi L 300 árgerð 1990, ekinn um 100 þús. km. Upplýsingar í síma 35291 (Sigrún og Viðar). Til sölu tvíbreitt hjónarúm með áföstum náttborðum, selst ódýrt. Einnig til sölu hnakkur, vel með farinn. Upplýsingar í síma 35671 eftir kl. 7 síðdegis. Til sölu Nissan Pulsar árgerð '89, hvítur að lit, fjögurra dyra. Upplýsingar í síma 36265. Óska eftir að kaupa vel með farinn, tvíbreiðan svefnsófa eða rúm. Upplýsingar í síma 36473 eftirkl. 17. Tapað - fundið! Tapaði armbandsúri mínu á árshátíð KS í Miðgarði. Úrið er frekar stórt, brúnt í grunni með brúnni 61. Finnandi hafi samband. Fundarlaun. María sími 36788. Mynd nr. 48. Tilkynning til bænda! Meðal sumra bænda virðist gæta misskilnings um að svefnlyf séu ekki notuð við eyðingu á svokölluðum vargfugli, vegna þess að heilbrigðisfulltrúi sé á móti notkun þess. Skoðun heilbrigðisfulltrúa skiptir engu máli um notkun svefnlyfja í þessum tilgangi, þar sem notkun þeirra er bönnuó í villidýralögunum sem sett voru í fyrra. Umhverfisráðherra einn getur veitt undanþágu frá þessu banni. Undirritaður vill ítreka þá skoðun sína að mikilvægt sé að ganga vel frá úrgangi svo ekki sé verið að fóðra fugl sem fjölgi þá og verði til vandræða. Sigurjón Þórðarson heilbrigðsfulltrúi. Lögfræðiþjónusta! Hef opnað útibú frá lögmannsstofu minni, Lögveri hf, að Suðurgötu 3 á Sauóárkróki (Framsóknarhúsinu). Tek að mér almenn lögfræðistörf fyrir fyrirtæki, svo sem innheimtur, samningagerð, stofnun fyrirtækja og ráðgjöf. Einnig fyrir einstaklinga s.s. uppgjör slysabóta, skipti dánarbúa, skilnaóarmál, geró kaupmála o.fl. Fastir viótalstímar á Sauóárkróki 2. og 4. mánudag og þriójudag hvers mánaðar og oftar eftir nánara samkomulagi. Símar: 95-36757, 91-623757 og myndsími 91-15466. Jón Sigfús Sigurjónsson héraðsdómslögmaður. Kosningaskrifetofa Framsóknar- flokksins áSauðárkróki er opin alla daga frá kl. 13 - 23 Alltaf heitt á könnunni.AIlir velkomnir. Kosningasími 36335 fax 35374 X-B Fólk í fyrirrúmi Við óskum kjósendum á Norðurlandi vestra til hamingju með framboð Jóns F. Hjartarsonar skólameistara. Alþýðuflokkurinn Besta þingmannsefnið. „Þó ég sé ekki og hafi aldrei verið krati, þá ætla ég samt að kjósa Jón skólameistara í kosningunum. Hann hefur unnið hreint afrek í skóla- málum okkar Norðlendinga. Hann er langsamlega besta þingmanns- sefnið í þessum kosningum, það er engin spurning“. Ummæli 46 ára Sauðkrækings um Jón F. Hjartarson. Allt það besta ,Jón meistari kenndi mér allt það besta, sem ég kann, og því ætla ég að kjósa karlinn núna.“ Ummæli 22 ára Sauðkrækings um Jón F. Hjartarson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.