Feykir


Feykir - 14.06.1995, Blaðsíða 4

Feykir - 14.06.1995, Blaðsíða 4
4FEYKIR 23/1995 Svipmyndir frá sjómannadegi Sjómannadagurinn rann upp bjartur og fagur sl. sunnudag. Þaó skyggói þó á þennan hátíóisdag sjómanna, að í þetta sinn var hann haldinn í skugga verkfalls. Hátíóahöld sjómannadagsins vom venjubundin víðast hvar. A Skagaströnd t.d. er sjómannadagurinn ætíó eins og þjóóhátíóardagur, enda hefur líf Skagstrendinga byggst mikió á sjósókn um tíðina. Þaó eina góóa við verkfalliö var aó nú gafst sjó- mönnum mun betri tími en áður til aö undlrbúa hátíða- höld sjómannadagins, og sást þess víða staóur aó dagskráin var heldur fyllri og betur undirbúin en jafnan áóur. Á Sauóárkróki hefur t.d. gengiö erfiólega að halda úti sjómannadansleik undanfarin ár, en nú var þátttaka mjög góó og eftir því sem Feykir hefur ífegnaó var mikió fjör á ballinu. Raggi Bjama skemmti sjómönnum og gestum þeirra og sló í gegn, og Norðan þrír héldu uppi fjörinu í dansinum. Á Sauðárkróki var boðið til siglingar á smábátum. Hér er komið að bryggju í smábátahöfninni. Á Hvammstanga var bæjarbúum boðið í siglingu með rækjuskipinu Sigurborgu. Mynd/EA. Hnífjöfn keppni í tunnuboð- hlaupi á Sauðárkróki. Eins og sjá má voru kraftarnir ekki sparaðir í reiptoginu og átökin mikil. Leiðin til lýðveldis Það ríkti eftirvænting í hverju andliti þegar kiwanismenn á Sauðárkróki héldu ásamt fjöl- skyldum sínum í ferðalag til Færeyja um miðja síðustu viku. Myndin er tekin við kiwanishúsið við höfnina. Hópurinn fór með ferjunni Norræna frá Seyðisfirði og mun ferðast um eyjamar með rútu eins félagans í klúbbnum, Steins Sigurðssonar á Mel. Laugardaginn 17. júní kl. 2 síðdegis verður opnuð í Safnahúsinu sýningin Leiðin til lýðveldis. Þetta er einskon- ar sögusýning, þar sem stikl- að er á atburðum í Islandssög- unni frá 1830 til 1944. Sýn- ingin er byggð upp á miklum fjölda af myndum og textum, skjölum og hlutum af ýmsu tagi. Hún er sett upp með til- stuðlan Þjóðminjasafnsins og Þjóðskjalasafnsins og er hluti af viðameiri sýningu, sem þessir aðilar útbjuggu á sein- asta ári í tilefni 50 ára afmæl- is lýðveldisins og stóð þá uppi lengi árs í Morgunblaðs- húsinu gamla við Aðalstræti í Reykjavík. Þetta var mjög vönduð og skemmtileg sýning og er nú hluti hennar hingaó kominn út á landsbyggðina. Ætlunin er að hafa opið dag- lega í sumar frá kl. 2-6 síð- degis.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.