Feykir


Feykir - 14.06.1995, Blaðsíða 7

Feykir - 14.06.1995, Blaðsíða 7
23/1995 FEYKIR7 Hver er maðurinn? Upplýsingar bárust um mynd nr. 60. Hún er sögö vera af Al- dísi Agústu Söeby á Siglufirði. Bestu þakkir fyrir vitnsekjuna. Myndimar að þessu sinni em allar nema nr. 64 teknar af Jóni J. Dalmann ljósmyndara á Akur- eyri. Vinsamlegast látið vita á Héraósskjalasafnið á Sauðár- króki, ef þið þekkið einhvem á þessum myndum. Sími 453 6640. Stóðhestur! Getum tekió nokkrar hryssur undir Geisla 1403 sem veróur í hólfi á Hvíteyrum í vor. Upplýsingar í síma 453 8048. Þegar mannskap vantaði á togarann: Ókeypissmáar Til sölu! Til sölu MF 3070 árg. 1987 4x4 turbo og skriðgír ásamt snjó- blásara, MF 50 D árg. '84 4x4, opnanleg framskófla og skot- bóma, Deutz Fahr GP-230 rúllu- vél árg. '91, Kvemeland 7512 pökkunarvél og einnig mjög góður sturtuvagn. Upplýsingar í síma 451 2673 eftir kl. 20 (símsvari). Til sölu 2 stk. notuð 26" fjalla- reiðhjól. Vel með farin og í góðu lagi. Hentar 11 ára og eldri. Verð 8000 kr. stk. Upplýsingar í síma 453 5071. Til sölu Silver cross bamavagn. Upplýsingar í síma 453 6673. Til sölu Evinrude utanborðs- mótor 4 ha. Upplýsingar gefur Jakop í síma 4512347. Til sölu Toyota Landcmser disel árg. '85, stuttur, 32" dekk. Upplýsingar í síma 451 2673 eftir kl. 20 (símsvari). Hlutir óskast! Oska eftir að kaupa kenuuvagn. Upplýsingar í síma 453 6273 eftir kl. 14,00. Notaður og vel með farinn brúðu- vagn óskast. Hringið í síma 453 6734. Ljósmyndasýning! Sigríður Soffía ljósamyndari opnar sýningu sína á Polaroid Transfer ljósmyndum í Karamik Galleríinu Lundi Varmahlíð sunnudaginn 18. júní kl. 17,00. Opið alla daga frá kl. 9-18. Sýningin stendur til 16. júlí. Bændur Skorin bíldekk, hentug í mottur undir hross, fást hjá Verslun Haraldar Aöalgötu 22 Sauðárkróki sími 35124. Komu fimm af Hrauninu Einn fyrsti togarinn sem Sigl- firðingar eignuðust var Hafliði. I minningu margra var engin sérstök reisn yfir útgerð þessa skips, altént ekki síðustu árin, enda gekk ákaflega erfiðlega að manna „dallinn“. I>au voru ekki eftirsótt plássin á Hafliða. En allt á sér skýringar og Gunn- ar Trausti skrifar skemmilega grein í nýútkomið sjómanna- blað Hellunar á Siglufirði. Greinin fer hér á eftir. Á atvinnuleysisámnum milli 1960 og ‘70 leituðu margir Sigl- firðingar til Svíþjóðar í atvinnu- leit. Það ásamt því að veruleg kjararýmun hafði oróið hjá tog- arasjómönnum varð til þess að mikið mannahallæri varð á tog- umnum og var víða leitað eftir mannskap. Gripið var eitt sinn til þess ráðs aö ráða á einu bretti fimm menn á Hafliða, sem allir voru nýsloppnir út af Litla- Hrauni eftir að hafa greitt sína skuld við samfélagið. Þetta vom þeir Valli í Bíó, Glæpaskalli, Diddi Slowly, Elli flugmaður og Jói V. Á Siglufirði bjuggu þá um 2300 manns og þótti mörgum þetta slæm sending fyrir ekki stærra bæjarfélag. Bæjarbúar höfðu þó lítið sem ekkert af þess- um mönnum að segja, nema þegar Hafiiði var í landi og þá gat líka orðið býsna heitt í kolun- um. Valli í Bíó, Valli Bíó, stund- um einnig kallaður Bíóstjórinn, var sjálfskipaður foringi þessara manna og stjómaði þeim með harðri hendi. Ég man eftir því að eitt sinn höfðu einhverjir skipverjar stungið af úr bænum í inniver- unni og skipið var bundið við bryggja vegna þess í nokkra daga. Samningafundurinn Bæjarútgerðin reyndi að semja við þá sem eftir voru um að fara út færri en löglegt var, meó loforðum um bónus. En allt kom fyrir ekki. Svo kom að því að Valla leiddist þófió og hafði samband við Kjartan Friðbjam- arson framkvæmdastjóra útgerð- arinnar og vildi semja. Samn- ingafund skyldi halda á Isbam- um, sem þá var í eigu Huldu Steinsdóttur og var til húsa þar sem nú er Verslunarfélagið Ás- geir. Kjartan þorði ekki að mæta einn til samninga við menn eins og Valla, og hafði með sér líf- verði, þá Hjört Ármannsson og Bjama Sigurðsson í Visnesi, lög- regluþjóna hér í bæ. Samningaborðið var innsti básinn á Isbamum og sáu þeir Valli og annar skipverji öóru megin við borðið en Kjartan og Hjörtur hinum megin. Bjarni stóð vörð við vegginn og brosti að tilstandinu eins og hans var von og vísa. Það var til marks um þau völd sem Valli hafði í þessum samn- ingaviðræðum, auk þess aó hafa ráðið þessum óvenjulega íúndar- stað, að á borðinu stóóu ákavítis- flöskur ásamt blandi. Valli var ekki lengi að semja. Hann fullvissaöi Kjartan og líf- vöróinn um að eftir 24 tíma færi Hafliði úr höíh og um borð yrðu 25 kallar í stað 28, og bónusinn yrði 2000 kall aukalega per mann fyrir túrinn. Þegar samn- ingamir vom í höfn greip Bíó- stjórinn í bartana á Hirti og sneri upp á og sagðist hafa miklu fal- legri barta en hann. Samkundan stirnaði upp, en Hjörtur bað hann, sallarólegur, að koma bara köllunum um borð! Þessi uppákoma minnti mann á kvikmynd frá Villta vestrinu: Þegar allt er komið í uppnám og maðurinn með stjömuna þarf á öllu sínu að halda til að ekki sjóói upp úr. —*---------------——------------- Askrifendur Feykis! Þeir sem enn hafa ekki greitt heimsenda gíróseóla fyrir áskriftargjöldum eru vinsamlega beónir aö gera þaö hió allra fyrsta. Dagskrá 17. júní á Sauöárkróki Kl. 08. Fánar degnir aö húni. 10.00. Hópreið hestamanna um bæinn, hestamenn teyma undir börnum við íþrótta- völlinn. 11.00. Hátíðamessa í Sauðárkrókskirkju. 13-30. Skrúðganga. Gengið verður frá Hlíðarkaupi niður hjá dælustöð í Túna- hverfi að Sjúkrahúsi, síðan Víðigrund, Öldustíg, Hólveg, Skagfirðingabraut að íþróttavelli. 14.00. Hátíðadagskrá á íþróttavelli. Fánahylling, helgistund séra Hjálmars Jónssonar, ávarp fjallkonu flutt af Ragnheiði Matthíasdóttur, Helga Sigurbjörnsdóttir formaður Kvenfélags Sauðárkróks flytur hátíðaræðuna, og að lokum er skemmti- dagskrá. Skátatívolí að lokinni hátíðadagskrá. Hljómsveitin Herramenn leika nokkur lög. 14.00. Opnuð sýningin Leiðin til lýðveldis í Safnahúsinu. 15.30. Dagskrá Leikfélags Sauðárkróks í Bifröst. 20-22. Útidansleikur við Faxatorg ef veður leyfir. Hljómsveitin Herramenn. Undirbúningsnefndin.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.