Feykir


Feykir - 14.06.1995, Blaðsíða 6

Feykir - 14.06.1995, Blaðsíða 6
6FEYKIR 23/1995 41. Eftir þetta kváðu við lúðrar um allan herinn og bjuggust menn til, hver eftir sínuni efnum. Þennan bardaga átti Haraldur konungur mestan. Þá var með honum Rögnvaldur af Mæri og margir aðrir stórir höfóingjar og þeir bersekir er úlfhéónar voru kallaðir. Þeir höfðu vargstakka fyrir brynjur og vörðu framstafn á konungsskipinu en konungur sjálfur varði lyftinguna með hinni mestu prýði og karlmennsku. Mátti þar sjá mörg högg bæði smá og stór. 42. Nú gerðust brátt mörg tíðindi og stór á skammri stundu í höggum og spjótalögum með grimmdlegri grjótflaug. Skjótt varð mikið mannfall af hvorumtveggjum. Ingimundur fylgdi vel Haraldi 43. Rögnvaldur sendi vestur Hallað son sinn og gat hann eigi haldið ríkinu fyrir víkingum. Þá sendi hann Torf-Einar son sinn og lést vænta að hann mundi halda ríkinu. Hann var jarl fyrstur í Orkneyjum og af honum eru komnir allir Orkneyjarjarlar sem segir í ævi þeirra. Haraldur konungur gaf mörgum stór lén fyrir sína fylgd og virti mikils menn sem með honum höfðu verið. Hina sem honum höfðu mótsnúnir verið rak hann úr landi, meiddi eða drap. 44. Síðan mælti konungur til Ingimundar: „Mikla ^&<zt*HC (Ióha&oh- *7exté: “PónA. s4<x**tu*ict&á, konungi og aflaði sér góðs orðs. Fundinum lauk svo sem mörgum er kunnigt og fullfrægt er orðið að Haraldur konungur fékk ágætan sigur og varð síðan ein völdugur yfir öllum Noregi. Hann launaði höfðingjum öllum þeim er honum fylgdu og svo herjum öðrum með hinni mestu stórmennsku. Rögnvaldi gaf hann jarldóm og mælti: ,T>ú hefur sýnt mikinn manndóm í fýlgd þinni við mig. Þú hefir og látið son þinn fyrir mínar sakir og má hann eigi aftur gjalda. Eg vil launa þér sæmdum, fyrst því aó verða jarl og þar með eyjar þær er liggja fyrir vestan haf er Orkneyjar heita. Þær skaltu fá í sonarbætur. Margan annan sóma skaltu þiggja af mérí‘. Það efndi konungur. frama. Skal eg ávallt þinn vin vera en hluskipti þitt skulu vera þrjár skipshafnir. Þar með skaltu hafa herbúnað allan þeirra víkinga er þú barðist við og til marks að þú hefir verið í Hafursfirði skaltu eignast að gjöf hlut þann er átt hefur Asbjöm kjötvi sem hann hafði mesta mætur á.“ Ingimundur þakkar konungi góðar gjafir og góð orð og skildust með því. Konungur sagóist og minnugur vera skyldi Sæmundar fyrir sínar tiltekjur og drottinssvik við sig Úrslitin eftir bókinni í 4. deildinni Siglfírðingar héldu áfram sig- urgöngu sinni í 4. deild íslands- mótsins í knattspyrnu um helg- ina og þau lið sem koma líklcga til með að veita KS hvað harð- asta keppni í sumar, Tindastóll og Magni, unnu einnig Iciki sína. KS vann Hvöt 5:0 á Siglu- fírði, Magni Þrym 4:1 á Sauð- árkróki og Tindastóll vann Neista 3:0 á Hofsósi. Hávaöarok var á Siglufirði þegar Hvatarmenn komu í heim- sókn á föstudagskvöldið og að- stæður til að leika knattspyrnu hreint ekki góðar. Leikiö var á gamla malarvellinum við Tún- götu sem eins og búast má við er eins og malbik eftir þurrkana undanfarið. KS-ingar léku móti vindinum í fyrri hálfleiknum og þrátt fyrir það tókst þeim að skora tvívegis, voru Steingrímur Örn Eiðsson og Ragnar Hauksson þar aó verki. I seinni hálfleiknum var síðan nánast eitt lió á vellinum og þcir Steingrímur Öm og Ragnar voru áfram á skotskónum auk þess sem MarkDuffield þjálfari skoraði eitt mark. Lokatölur 5:0. Þrymarar vörðust vel framan af leik gegn Magna. Staðan var 0:0 í leikhléi, en gestimir komust á bragöiö í seinni hálfleiknum og skomðu þá fjómm sinnum, þar af úr tveimur vítaspymum sem þeir fengu dæmdar. Stefán Gunnars- son skoraði tvívegis og þeir Ingólfur Ásgeirsson og Bjami Ás- kelsson sitthvort markið. Sigurjón Þóróarson gerói mark Þryms. Tindastólsmenn gerðu góða ferö á Hofsós og vom mun betri aðilinn í fyrri hálfleik. Þá skorðu Tindastólsmenn þrjú mörk á fimmtán mínútna kafla og gerðu út um leikinn. Ingi Þór Rúnarsson skoraði fysta markið og síðan bætti Björn Sigtryggsson við tveimur mörkum. Neistamenn vom síðan betri aðilinn í seinni hálfleik, en tókst ekki að skora þrátt fyrir nokkur upplögð mark- tækifæri. Því var um öruggan Tindastólssigur að ræða, 3:0. KS er nú efst í riðlinum, meó fullt hús stiga, 9 stig og markatöl- una 16:1. Tindastóll og Magni koma næstir með sex stig. Næstu leikir em annað kvöld, fimmtu- dagskvöld. Þá leika á Grenivík Magni og KS, Hvöt og Neisti á Blönduósi og SM og Þrymur á Melum í Hörgárdal. □ Siglufjörður: Ómar tekur að sér flutnings sorps Bæjarráð Siglufjarðar sam- þykkti fyrir skömmu að ganga til samninga við Ómar Kjart- ansson á Sauðárkróki um að hann taki að sér flutning sorps frá Siglufirði frá og með miðju næsta ári. Ákvörðun um að fara þessa leið við sorpeyðingu á Siglufírði er tekin í kjölfar úttektar sem Gunnar Björn Björgvinsson garðyrkjumaður bæjarins vann í vetur, þar sem hann kannaði ýmsa möguleika til eyðingar sorps. Meöal þeirra leiða sem skoö- aðar vom, var urðun við Siglu- fjörð, eyóing í Sorpu hf og upp- setning nýs fullkomins brennslofrís í bænum. Þetta kem- ur fram í Hellunni, bæjarblaði Siglfiröinga. Menn á vegum Siglufjarðar- bæjar munu sjá um að safna saman sorpi og koma því til brottfiutnings í pressubíl á veg- um Ómars. Jafnframt verður komið upp sorpgámum og er reiknað með að fyrirtæki í bæn- um nýti sér þessa þjónustu. Þar með mun allri sorpbrennslu í firðinum verða hætt og sú mikla lyktar- og sjónmengun sem henni fylgir, heyrir nú brátt sög- unni til. Ómar Kjartansson mun aka sorpinu frá Siglufirði til urðunar í sorpurðunarsvæóið í landi Skarðs í Skarðshreppi. Ómar hefur um nokkurt skeið fiutt sorp úr öllum hreppum sýslunnar til urðunar í Skarðslandi. Samkeppni um tóbaksvarnir: Nemendur af Norðvest- urlandi verðlaunaðir I>rír nemendur af Norðvestur- landi voru dregnir út til verð- launa í samkeppni sem Krabbameinsfélag Islands og Tóbaksvarnarnefríd efndu til meðal reyklausra bekkja og nemenda grunnskóla í vetur. Að þessu sinni voru reyklausu bekkirnir flestir í Reykjavík, 62 að tölu, 43 á Norðaustur- landi, 37 á Reykjanesi, 35 á Austurlandi, 21 á Vesturlandi, 19 á Vestfjörðum, 17 á Suður- landi og 13 á Norðvesturlandi. Allir þessir bekkir fengu við- urkenningarskjal frá Krabba- meinsfélaginu og Tóbaksvamar- nefnd. Heitið var verðlaunum fyrir nokkra 8. og 9. bekki. Dregið var um verðlaunin og þau send skólanum sem í hlut áttu. Fimm 8. bekkir fengu áletraóa háskólaboli á alla í bekknum og sex 9. bekkir hlutu í verölaun Söguatlas fyrir hvem nemenda. Jafnframt var dregið um verðlaun til tuttugu einstaklinga í 9. bekk og fjörutíu í 10. bekk sem höfðu lýst yfir því að þeir neyttu ekki tóbaks. Ekki var skil- yrði að bekkur þeirra hefði reynst reyklaus. Verðlaunin vom úttekt fyrir 25 þúsund í verslun- inni Utilíf, skíðanámskeið í Kerl- ingafjöllum, vasareiknir (Casio fx-9700 GE) bækuman íslenska alfræðiorðabókin, Islensk orða- bók, Lífsmyndir skálds og Is- lensk kvæði, og áltetraðir há- skólabolir. Þrír 10. bekkingar af Norð- vesturlandi fengu verðlaun. Teit- ur Þorbjörnsson Laugabakka- skóla fékk vasareikninn, Gunnar Guðmundsson Höfðaskóla fékk íslenska orðabók og María Hjaltadóttir Gagnfræðaskóla Sauðárkróks fékk áletraðan há- skólabol. Islandsmótiö 4. deild Blönduósvöllur fimmtudaginn 15. júní kl. 20,00. Hvöt - Neisti Komiö og sjáið skemmtilegan leik. Allir á völlinn.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.