Feykir


Feykir - 14.06.1995, Blaðsíða 8

Feykir - 14.06.1995, Blaðsíða 8
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra 14. júní 1995, 23. tölublað 15. árgangur. Auglýsing í Feyki fer víða! 6ENGÍS Það komast allir í Gengið unglingaklúbb Landsbankans 1 Sláðu til og komdu í Gengið I Pottþéttur klúbbur! áW Landsbanki Sími 453 5353MA“alandsmanna Óvenjulegt hreiðurstæði Þegar Tryggvi Þorbergsson verkamaður á Sauðárkróki fór að huga að gömlum bíl heima hjá sér á Víðiginndinni fyrir skemmstu, gerðist svolítið undarlegt. Tryggvi aetlaði að fara að vinna að lagfæringum á bílnum, og er hann hafði fjarlægt aðra hlífina af fram- Ijósinu og luktina kom svolítið í ljós. Skógarþröstur hafði útbúið sér þarna hreiður, þannig að sýnt var að Tryggvi yrði að ffesta eitthvað ffamkvæmdum. Þrösturinn hreyfði sig ekki af hreiðrinu í ljósa- stæði Subarubflsins meðan ljósmyndarinn at- hafhaði sig. Fyrir um hálfum mánuði kom fyrsta eggið í hreiðrið og fljótlega bættust síðan þrjú við. Það fer því að líða að því að ungar fari að koma í hreiðrið og vonandi að þeir fái nú frið fyrir köttum bæjarins, en eins og greint var frá í síð- asta blaði hafa þeir verið herskáir í vor gegn varpi í bænum. Blönduósbær veitir styrki til atvinnuuppbyggingar Bæjarstjórn Blönduóss hefúr að undanförnu samþykkt að veita á þriðju milljón króna til atvinnuskapandi verkefna. Framlög bæjarins eru í formi hlutafjár og styrkja. Styrkirn- ir eru til Vélsmiðju Húnvetn- inga vegna nýsköpunarverk- efnis og bátafólksins vegna ný- mælis í ferðaþjónustu. Þá kaupir bæjarsjóður Blönduóss hlutafé fyrir eina milljón í rækjumjölsverksmiðjunni Tanga á Hvammstanga. Sem kunnugt er hóf Vél- smiðja Húnvetninga smíði fisk- karaþvottavéla á sl. vetri. Þetta verkefni virðist lofa góóu og hef- ur þegar öðlast stuðnig og viður- kenningu opinberra aðila. Bæjar- stjóm Blönduóss vill ekki láta sitt eftir liggja og styrkir Vél- smiðjuna um eina milljón króna til þessa verkefnis. Bæjarsjóður veitir einnig Bátafólkinu, Hermanni Þór Baldurssyni og Hörpu Ingva- dóttur, styrk að upphæð 250 þús- und. Styrkur þessi er sérstaklega veittur vegna frumkvæðis þeirra Hermanns og Hörpu að sköpun fjölbreyttari afþreyingarmögu- leika fyrir ferðamenn er leið eiga um héraðið. Þá hefur bæjarstjóm Blöndu- óss ákveðið að leggja ffarn eina milljón króna sem hlutafé í hlutafélag um stofnun og starf- rækslu rækjumjölsverksmiðju á Hvammstanga. Verði helmingur hlutafjársins greiddur á þessu ári, þegar vinnsla hefst í verksmiðj- unni, og helmingur á næsta ári. Hlutafjárframlagið er þó háð því að gerður verði samningur við Særúnu hf. á Blönduósi sem tryggi aó rækjuúrgangi verði ekki eftirleiðis hleypt í frárennsl- iskerfið og út í sjó. Dalla verður prófastur Séra Dalla Þórðardóttir á Miklabæ hefúr verið skipað- ur prófastur í Skagafjarðar- prófastsdæmi til eins árs. Dalla er fyrsti kvenprófastur á landinu, en hún er sem kunnugt er dóttir Auðar Eir Vilhjálmsdóttur sem var fyrsti kvenprestur landsins og sjálf var Dalla önnur í röð kvenpresta. Til stóð að séra Hjálmar Jónsson gegndi embætti pró- fasts fram að héraðsfundi pró- fastsdæmisins í haust. Hjálmar sagði í samtali við Feyki að biskup hefði beðið sig að gegna embætti prófasts fram á haustið og meiningin hefði verið að hann vísiteraði kirkjur í hérað- inu í sumar eins og timi ynnist. „Síðan skipuðust málin þannig í þinginu að ég var kjörinn í fjár- laganefnd og verkefhin hlóðust upp, þannig að ég sá fram á aö geta ekki sinnt prófastsstarfmu. Það varð því samkomulag milli mín og biskups að hann kallaði nýjan prófast til starfa“, segir Hjálmar Jónsson. Ferðafélag Skagfirðinga: Gerir tilraun með að loka skálunum Miklar umræður hafa farið fram í Ferðafélagi Skagflrð- inga um það hvort hafa ætti skála félagsins læsta, en hingað til hafa þeir allir verið opnir gestum og gangandi. Hefúr sitt sýnst hverjum í þessu efni, en á aðalfúndi félagsins í vor var ákveðið að gera tilraun með að liafa nýja skálann á Þúfnavöll- um læstan nú í sumar. Svo að þeir sem þar ætla að koma þufa að nálgast lykla. Helstu rök fyrir því að hafa skálana læsta eru: Að með því móti myndu skálagjöld frekar innheimtast, en nokkur brögð hafa verið á að þau hafi ekki ver- ið greidd. I öóru lagi sé með því tryggt að þeir sem hafi pantað gistingu í skálunum geti gengið að því vísu að fá inni. Líkur á betri umgengni aukist. Þá verði meö þessu tryggt að að skála- pláss geti nýst að fullu þannig aó fámennir hópar geti ekki lagt undir sig skálana og haldið laus- um plássum. Stjóm Ferðafélags Skagfirðinga bendir á í þessu sambandi að FI sé farið að hafa marga af sínum skálum læsta þar sem ekki er gæsla og hefur tekið upp viðverugjald á þeim stöðum þar sem gæsla er. Stjóm félagsins telur að með þessu fyrirkomulagi sá hægt að veita félögum og öðmm ferða- mönnum þetri þjónustu með því að hafa búnað í skálunum sem bestan. Lykla að Þúfnavallaskál- anum verður að fá hjá Ingvari Sighvatssyni formanni FFS, Friðriki A. Jónssyni gjaldkera og í upplýsingaþjónustu fyrir ferða- menn í Varmahlíð, og e.tv. víð- ar. Þá hefur einnig veriö ákveðið að taka upp viðvemgjald í skál- um félagsins. Er það krónur 100, en þess má geta að eldunaraó- staða er í öllum skálum FFS og upphitun, og hafa þeir því ýmis- legt fram yfir almenna ferða- skála. Næsta ferð Ferðafélags Skag- firðinga verður Jónsmessuferð í Glerhallavflc 23. júní. Lagt verð- ur af stað kl. 20,00 og ekið út á Reykjaströnd. Gengið verður um Glerhallarvík um fjöru og til baka um bakka. I leiðinni verður safnað sprekum í verðeld við Sandvík. Þá verður gengið á Reykjadisk og Grettislaug skoð- uð ásamt því að rifjuð verða upp atriði úr Grettissögu. Sinubruni á Slökkviliðið á Hvammstanga var í tvo og hálfan tíma að berjast við sinueld í nágrenni bæjarins í síðustu viku. Yfir- borð hálfs annars hektara lands varð eldinum að bráð og á tímabili var sumarbústaður í hættu, en hann tókst að verja. Að sögn Skúla Guðbjöms- sonar slökkviliósstjóra á Hvammstanga var það um miðj- an dag sl. miðvikudag sem til- kynnt var um sinueld fyrir neð- an Helguhvamm í nágrenni bæj- arins. Slökkvistarf reyndist erfitt þar sem aó þama er þýft land í töluverðum halla. Þá var tals- veró gola og magnaði hún eld- inn. Um eiginlegt tjón af völdum bmnans er ekki að ræða. Elds- upptök em af mannavöldum og hlutust af óvarkámi með eld. Tanganum „Þetta var svo sem ágætt til að prófa nýja brunabílinn í fyrsta skipti“, sagði Skúli, en þess má geta að stranglega er bannað að kveikja í sinu á þess- um árstíma. Oddvitinn Menn ruglast í tímatalinu eftir langan vetur.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.