Feykir


Feykir - 28.06.1995, Blaðsíða 2

Feykir - 28.06.1995, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 25/1995 Haginn girtur rammbyggilega Sumarið sannarlega komið Þcir tóku hraustlcga til matar síns drengirnir í Grænumýri í síðdcgiskafflnu sl. fímmtudag þegar blaðamaður Feykis var þar staddur. Piltarnir stóðu í ströngu og því veitti ekki af að borða vel. Þeir voru að girða af Toyota Hilux Double SR 5 bensín, m/húsi á skúffú, árg. 92, ekinn 85 þús. Verð 1.800.000. Econoline 350 SLT disel 4x4 árg. '86, ekinn 160 þús. mílur, 11 manna. Verð 1590.000. Nissan Sunny Coupe SGX 1500, árg. '88, ekinn 128 þús. km. Verð 450.000. MMC Galant 2000 turbo, árg. '86, ekinn 125 þús.km. Verð 550.000. Einn með öllu. Subaru Justi J 10 4x4, árgerð '87, ekinn 120 þús km. Verð 290.000. Snyrtilegurbíll. BÍLASALA/BÍLALEIGA SKAGATJARÐARSF. Borgartúni 8, Sauðárkróki, sími 453 6050 og 453 6399. beitarlandið við rætur fjallsins. Þetta er mikið og erfitt verk, en girðingin er um einn kflómetri að lengd. „Þarna er að rætast langþráður draumur að girða þetta land aP‘, segir Inga Ing- ólfsdóttir, húsmóðir á Grænu- mýri, en bæði eru þau Grænu- mýrarhjón miklir gróðurvernd- arsinnar. Fyrir strákunum í girðingar- vinnunni er Haraldur Jónsson, bú- fræóingur frá Hvanneyri, og meö honum þrír röskleikapiltar. Þeir taka þetta nokkuð skarpt strákam- ir og ætla sér aó klára girðinguna á rúmri viku. Vinnudagurinn er nokkuð langur, frá hálfátta á morgnana úl sjö á kvöldin. Strákarnir þurfa að bera staurana í girðingarstæðið uppi í fjallinu og er það þónokkurt þramm. Síðan þarf að finna festu fyrir þá með jámkarlinum og reka þá síðan niður með hnallinum, sem er fjögurra manna tak. Gaddavírsstrengur er neðst í giró- ingunni, þá sjö strengja net og efst Sumarið er sannarlega kom- ið, gæti okkur dottið í hug, þegar viö nú enn einu sinni höfum tek- ið á móti hinum syngjandi Heimisfélögum úr Skagafirði og hlýtt á þá í flutningi fagurra tóna á friðsælu júníkvöldi. En fimmtudaginn 8. þ.m. vom þeir á ferð við upphaf vortónleika suður á landi. Sá sem þetta skrifar minnist þess ekki aö hafa áður séð Loga- land svo yfirfullt við söngvið- er rafmagnssrtengur, þannig að girðingin á að vera bæði lamb- og hrossheld. „Það veitti ekki af að fara að girða hagann. Þegar hafa myndast í honum slæm sár og gróðureyð- ingin blasir við“, segir Haraldur og bendir blaðamanni á svæði þarna sem er eitt flakandi sár. Þegar það er skoðað sést að búið er að naga þekjuna niður í rót og síðan er hún tröðkuð sundur af hófafömm. „Það er mikill kostur þegar búið er að girða hagana svona vel af, því að þá er svo auð- velt að hólfa hann niður með léttri rafmagnsgirðingu og stjórna þannig beitinni", segir Haraldur þar sem hann er byrjaóur aö reka enn einn staurinn niður. Og strák- amir halda áfram að raöa staurun- um í girðingastæðió. Haraldur Jónsson, Teitur Sveinsson, Bergur Einarsson og Jón Reynir Sigtryggson við hnallinn góða. burð alldrjúgum tíma áður en söngurinn skyldi hefjast, því þá var hvert sæti setið en fólkið hélt áfram að streyma inn. „Heimir gekk með hörpu sína Hlymsdöl- um frá“ var eitt sinn kveðið er sagt var ævintýrið um prinsess- una í hörpunni, en hér var annar Heimir á ferð, síungur að vísu, enda þótt hann telji aldursár sín allt frá 1927. Eins og fyrri dag- inn buðu þeir félagar upp á veg- lega söngskrá, þar sem saman fóm í góðum hlutföllum ópem- og innlend lög af ýmsum toga, gömul og ný. A söngskránni vom sextán verk, en unt það er lauk höfðu þeir sungið að minnsta kosti tuttugu lög. Svo áköf var beiðni áheyrenda um meiri og meiri söng, og sem dæmi þar um má nefria að stund- um kváðu við fagnaðaróp þegar kynnt var sérstaklega vinsælt aukalag. Að sjálfsögðu gleymd- ist ekki að flytja lag eftir eitt helsta héraðstónskáld Skagfirð- inga, Jón Bjömsson, en af hinum sextán fyrirfram ákveðnu lögum vom níu eftir íslenska höfunda. Fjögur lög höfóu söngstjóri og píanóundirleikari útsett, hinn fyrmefndi söngþáttinn en sá síð- amefndi undirleikinn. Þar má og neffia að tveir kórfélagar em höf- undar söngtexta. Hluti hins syngjandi bræðra- hóps frá Alftagerði kom hér frarn í einsöng, tvísöng og þrí- söng, en aðrir einsöngvarar vom Einar Halldórsson og Hjalti Jó- hannnesson. Stjómandi kórsins er Stefán R. Gíslason, píanóund- irleikari er Thomas Higgerson og undirleikari á harmonikku Jón St. Gíslason. Það var notalegt að heyra harmonikkuna allt í einu koma inn í samspil sumra lag- anna og gefa þeim sinn hlýja blæ ásamt margslungnum undirleiks- tónum slaghörpunnar. Sum lög geta verið betur úl þess fallin en önnur að vekja ákveðin hughrif. „ísland (Landió vort fagra)“ er elst hinna íslensku laga er þama vom flutt, en það hefur löngum verið hátt skrifað meðal vió- fangsefna karlakóra síðan sú grein söngflutnings náði vem- legum þroska, og ,Á hörpunnar óma" var mjög vinsælt alþýðu- lag fyrir nokkmm áratugum en varla eins mikið sungið nú síö- ustu árin. Og því má bæta vió að Heimisfélagar hafa ætíó gott lag á að hrífa áheyrendur með sér með „dúndrandi" tilþrifum í hressilegu upphafslagi. Líður svo fram til loka að hvergi er slakað á. Karlakórinn Heimir er fjöl- mennur og flytur þróttmikinn söng. Samtals telur hann sexúu félaga, en eins og gengur geta ekki allir mætt í hverja feró, og er þaó að vonum um svo mann- margan hóp. Fyrir daga Heimis starfaói lítill kór í framhéraðinu, Bændakórinn, þannig að full- yrða má að kórsöngur standi traustum fótum í félagslífi Skag- firðinga. Einhvem tíma var svo að orði komist um heimsþekktan hljómsveitarstjóra að hann réð- hverri hreyfingu hinnar stóru hljómsveitar sinnar. Og þegar langþjálfaður kór á í hlut er það sjálfsagt ekki fjarri lagi að telja það aðalsmerki tónflytjenda að kunna vel að tileinka sér sam- stillinguna ásamt næmri tilfmn- ingu fyrir blæbrigöaríkum söng. (B. V.GyBorgfirðingur) l\MU Sc hlutir Umboðssala með notað og nýtilegt Aðalgötu 21 (GRÁNU) - Sími: 453 6646 Tökum í umboóssölu flest sem nöfnum tjáir aö nefna, t.d. húsgögn, heimilistæki, sjónvörp, tölvur, antikmuni og nánast allt sem þú hefur ekki not fyrir lengur, en aðrir geta nýtt sér. Hafðu samband! Opið mánudaga - föstudaga kl. 13-18 og laugardaga kl. 10-16. Mikil eftirspum. IFEYKIR ÍW- Óháö fréttablaö á Noröurlandi vestra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa Aðalgötu 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Sími 45 35757. Myndsími 45 36703. Ritstjóri Þór- hallur Asmundsson. Fréttaritarar: Eggert Antonsson og Óm Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 137 krónur hvert tölublað m/vsk. Lausasöluverð 150 kr. m/vsk. Setning og umbrot Feykir. Prentun Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.