Feykir


Feykir - 28.06.1995, Blaðsíða 6

Feykir - 28.06.1995, Blaðsíða 6
6FEYKIR 25/1995 45. Ingimundur hitti brátt eftir bardagann í Haf- ursfirði Sæmund og segir honum að eigi hefir fjarri farið hans hugboði um fundinn: „Eg veit og sakir oróa konungs aó þér hæfir eigi kyrrum að sitja og kalla eg ráð að þú leitir undan því að konungur mun efna heit sín en eg spara þig til harðra álaga fyrir okkar vinskap. Þætti mér eigi óráólegt að þú leitaðir til Is- lands sem nú gera margir viiðingamenn þeir sem eigi bera traust til að halda sig fyrir ríki Haralds konungs." Sæmundur mælti: „Sýnir þú í þessu sem öðru trú- skap þinn og vingan og mun eg þetta ráðs taka.“ Ingimundur bað hann svo gera: „Hefði betur verið að 47. Ingimundur sneri heim til föðurhúsa og var vel fagnað af Þorsteini föður sínum. Hann var þar um vcturinn og á þeim vetri kom Ingjaldur til Þorsteins og varð þar mikill fagnaðarfundur. Ingjaldur bauð til veislu og mætti Ingimundur til vinar síns. Ingimund- ur og Gn'mur komu til veislunnar með miklu fjölmenni. Efnt var til seiðs eftir fomum sið til þess að menn leituóu eftir forlögum sínum. Þar var komin Finna ein fjölkunnug. Finnan var sett hátt og búið um hana veglega. Þangað gengu menn til frétta hver úr sínu rúmi og spurðu að örlögum sínum. Var nokkuð mis- jafnt hversu hverjum líkaði. Þeir fóstbræður sátu á rúmum sínum og gengu eigi til frétta. Þeir lögðu og "~7ec&n: flóiui&cnt *7extc: “Pón/i. fara á cyðisker þetta.“ 46. Sæmundur seldi jarðir sínar og bjóst til brott- farar, þakkaði Ingimundi sín tillög og mælti enn til vináttu. Sæmundur fór síðan til Islands og kom í Skagafjörð. Var þá enn víða ónumið landið. Hann fór með eldi að fomum sið og nam sér land þar er nú heitir Sæmundarhlíð í Skagafirði og gerðist þroska- mikill maöur. Son hans hét Geirmundur en Reginleif dóttir er átti Þóroddur hjálmur. Þeirra dóttir var Hall- bera, móðir Guðmundar hins ríka á Möðruvöllum og Einars þveræings. engan hug á spá hennar. 48. Völvan mælti: „Hví spyrja þeir hinir ungu menn eigi að forlögum sínum því að mér þykir þeir merkilegustu menn af þeim sem hér eru saman komnir‘?“ Ingimundur svaran „Mér er eigi annara að vita mín forlög fyrr en fram koma og ætla eg mitt ráð eigi komið undir þínum tungurótum." Hún svarar: „Eg mun þó segja þér ófregið. Þú munt byggja land er Island heitir. Það er enn víða ó- byggt. Þar muntu gerast virðingamaður og verða gamall. Þínir ættmenn munu og margir verða ágætir í því landi.“ Enn vinnur KS stórt Tindastóll og Magni lentu í erfiðleikum Lánið var með Tindastóls- mönnum þegar Hvatarmenn komu í heimsókn á föstudags- kvöldið. Hvöt var betri aðilinn í leiknum en varð samt að láta sér lynda tap. Neistamenn voru nálægt því að ná í sín fyrstu stig á Hofcósi í leiknum gegn Magna. Siglfirðingar halda áfram ótrauðir á sigur- brautinni. SM var síðasta bráð Siglfirðinga. Vegna ausandi rigningar fyrr í vikunni fór leikur KS og SM fram á malarvellinum á Siglu- firði sl. fimmtudagskvöld. Er skemmst ffá því að segja að eftir að KS-ingar höfðu náö að setja tvö mörk snemma í lciknum var eins og uppgjöf kæmi í gestina og mörkin urðu fimm í fyrri hálflejknum. Þrátt fyrir stöðuga pressu í seinni hálfleiknum tókst KS-ingum þó ekki að bæta við ncma einu marki og sigruðu því 6:0. Steingrímur Om Eiðsson og Hafþór Kolbeinsson skorðu tvö mörk hvor og þeir Mitsa og Ragnar Hauksson sitthvort markið. Hvatarmenn fengu óskabyrj- un þegar þeir náðu forustunni um miðjan fyrri hálfleikinn gegn Tindastóli á Króknum. Vamar- maðurinn Benedikt Sigurðsson sendi boltann í netið með við- stöðulausu skoti af 20 metra færi. Skömmu síðar höfðu síðan Tindastólsmenn heppnina með sér þegar þeir fengu dæmda fremur vafasama vístaspymu. Ur henni jafnaði Gunnar Gests- son. Fyrri hálfleikurinn var jafn en Hvatarmenn voru mun betri í þeim síðari. Engu að síður náði Tindastóll fomstunni þegar um stundarfjóðungur var liðinn af hálfleiknum. Guðmundur Pét- ursson, miðvallarspilarinn snjalli hjá Tindastóli, tók aukaspymu af 40 metra færi sem markvörð- ur Hvatar réð ekki við, boltinn snerist úr höndum hans í mark- ið. Þrátt fyrir margar þungar sóknir tókst Hvatarmönnum ekki að jafna og það var Stefán Vagn Stefánsson, markvörður Tindastóls, sem bjargaói liði sínu gjörsamlega með stórkost- legum tilþrifum í þrígang. Loka- tölur 2:1 fyrir Tindastól. Neistamenn hafa nú fcngið liðstyrk og lcikur liðsins á laug- ardaginn var allta annar en hann hefur verið í vor. Þeir Kristján Kristjánsson og danski leikmað- urinn Per Damstrai eru báðir geysisterkir miðvallarspilarar. Neisti fékk óskabyrjun gegn Magna. Eftir að Pcr hafði splundrað vöm gestanna skoraöi Jón Þór Oskarsson með þmmu- skoti af eins metra færi á 3. mín- útu. Um miðjan hálfleikinn jafna Magnamenn eftir að tveimur varnarmönnum Neista hafði mistekist að komast fyrir „blöðmbolta" sem lak í netið. A síðustu sekúntum fyrri hálfleiks uppskáru svo Neistamenn ár- angur góðra sókna þegar þeir fengu dæmda vítaspymu, sem Haukur Þórðarson skoraði úr. En Magnamenn sýndu það í seinni hálfleiknum að þeir em lið sem ekki gefúr hlut sinn bar- áttulaust. Um miðjan hálfleikinn fengu þeir dæmda vítaspymu, sem þeir skomðu úr og komust síðan yftr skömmu síðar. Neista- menn fóm illa að ráði sínu og misnotuðu nokkur góð færi. Reyndar fengu Magnamenn einnig góð færi og trúlega hefði jafntefli verið sanngjöm úrslit, þótt Neistalióið haft spilað betur í leiknum. Næsti leikur í riðlinum er leikur SM og Neista á Melum á fimmtudagskvöldið. A föstu- dagskvöld leika síðan Magni og Tindastóll á Grenivík og Þrymur og KS á Sauðárkróki. Ritstjórinn og frásagnarlist í Viðvíkursveit Á forsíðu Feykis 21. júní mátti lesa eftirfarandi íyrirsögn á forsíðu blaösins: „Viðvíkursveit í Skagaftrði: Haróar deilur um úthlutun afféttarbeitar fyrir hross". Sá sem þetta ritar hefúr setið í sveitarstjóm í Viðvíkurhreppi sl. níu ár og aldrei rekist á þær hörðu deilur sem sagðar em vera um þessi mál í sveitarfélaginu. Munurinn á hörðum deilum og skoðanamun er mikill og að jafna þessu saman er eins og þekkja ekki mun á vinsamlegri lækjarsprænu og kolmómðu jökulfljóti. En í þá gryfju viró- ist ritstjóri Feykis falla í þessari frétt á- samt því aö fara rangt með hugmynd þá sem fram kom um breytt upprekstrarform og nefha í tvígang ítölu án þess að þekkja hana til hlítar. En ítala er nafn á aðferð sem til er um notkun afréttar, þar sem landmat jarða á viðkomandi upprekstrar- svæói er lagt til gmndvallar. Sú aðferð hefur aldrei verið notuð á þessu upp- rekstrarsvæði. Staðreynd málsins sem um er rætt cr sú að góð sátt hefur verið um þá aðferð sem hefur verið notuð við úthlutunina fram til þessa. Þó svo aðrar hugmyndir hafi nú nýverið komiö upp er ekkert nema gott um það að segja og eiga þær ekkert skylt við harðar deilur. Þær hugmyndir og tillögur sem fram komu á almennum fundi um upprekstrar- mál munu fá fulla umfjöllun sveitarstjóm- ar. Slíkt er eðlilegur framgangur mála. Viðvíkurhreppur á sameiginlegt upp- rekstrarland meó Hólahreppi í Kolbeins- dal og fara sameinaðar sveitarstjórnir hreppanna meó stjóm upprekstrarfélags- ins. Samstarf í þessari nefnd hefúr verió með ágætum og full eining verið um miklar framkvæmdir svo sem byggingu mjög góðs gangnamannahúss á Fjalli í Kolbeinsdal, mikilla framkvæmda við vegalagningu til afréttarinnar í góðu sam- starfi við landeigendur að ógleymdum sumarbústaðaeiganda í landi Víðines, sem lagt hefur lið með áhuga sínum og jarðýtu. Það má nefna að á þessum níu árum sem undirritaður hefur setið í stjóm upprekstrarfélagsins hefur náðst og hald- ist fullkomin sátt um beitarmál í afféttinni heima fyrir og við fulltrúa Landgræðsl- unnar, sem lýst hafa mikilli ánægju með skipan mála. Þá má nefna að alrangt er að halda ffam að jörðin Ásgarður haft verið keypt í þeim tilgangi einum að færa hrossabænd- um svo fjölgun gæti orðið sem mest. Þar koma auk þess til hagsbóta í beitarmálum mörg önnur sjónarmið sem gætu verið efni í annan grcinarstúf. Varðandi Kolku- ós, þá er unt að ræða ömefni og bæjar- heiti en ekki jörð, og mér vitanlega ganga slíkir hlutir ekki kaupum og sölunt. í Viðvíkurhreppi hafa lengi verið til og em enn, góóir sögumenn. Þeir njóta tölu- verðrar viróingar og þykja krydd í tilver- una. En kunnugir draga örlítið ffá og ráða í eyður sem hugsanlega kunna að vera í frásögninni þegar menn hafa komist á besta flugið. Áó þessum atriðum hefur rit- stjóri Feykis ekki gætt og veróur því frá- sögnin af málefnum í Vióvíkursveit hvorki sönn eða skemmtileg og er það miður, því auðvelt hefði verið að hafa að minnsta kosti annað atriðió í heiðri. En af þessum mistökum gctur ritstjórinn lært og ef til vill fleiri, og gæti vel verið að þetta yrði ffamtíðar búgrein í Viðvíkursveit; að veita tilsögn í frásagnarlist og úrvinnslu efnis þegar til þess kemur að greina á milli staðreynda og þess sem menn nota einungis til að skreyta ffásagnir sínar. Meó vinsemd og nokkurri virðingu, Halldór Steingrímsson, Brimnesi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.