Feykir


Feykir - 28.06.1995, Blaðsíða 7

Feykir - 28.06.1995, Blaðsíða 7
25/1995 FEYKIR7 Friðrik Margeirsson fyrrv. skólastjóri Sauðárkróki Friðrik L. Margeirsson frv. skólastjóri lést 12. júní s.l. ejtir stutta sjúkralegu. Friðrik var jarðsunginn frá Sauðárkróks- kirkju sl. laugardag að viðstöddu miklu fjölmenni. Friðrik Margeirsson fœddist á Ögmundarstöðum í Skagafirði 28. maí 1919. Foreldrar hans voru hjónin Helga Pálsdóttir og Margeir Jónsson kennari og frœðimaður. Arið 1957 kvœntist Friðrik eftirlifandi eiginkonu sinni, Öldu Ellertsdóttur frá Holtsmúla í Skagafirði. Þau eignuðust sjö börn. Samf'eróamönnum fækkar. Einn af öórum hverfa þeir yfir móöuna miklu. Ekki fer það að jafnaði eftir ákveðinni aldursröð. Kallið kemur þegar minnst varir, stundum viðkomandi að óvömm en stundum með nokkrum fyrir- vara. Einn vina minna og sam- ferðamanna, Friðrik Margeirs- son, sem var fyrir nokkrum dög- um hress og aó því er virtist full- ur af lífsþrótti og áhuga á búskap og hrossarækt, áhugamálum sín- um, hefur nú haft vistaskipti og er fallinn frá eftir fárra daga legu og snarpa baráttu við dauðann. Fyrir nokkrum dögum kenndi hann nokkurs sjúkleika og var fluttur á Sjúkrahúsið á Sauóár- króki. I fyrstu virtist allt snúast til bctri vegar og þegar ég heimsótti hann þangað var hann hress og bjartsýnn um bata. Eg átti því þá von að brátt mundi ég mæta honum á götu á leið til þcss aö sinna hugðarefnum sínum. En allt fór á annan veg. Skyndilega versnaði honum sjúkleikinn svo að ekki varð við neitt ráðið og andaðist hann mánudaginn 12. júní sl. Ásamt hcimanámi stundaði Friðrik nám í Gagnfræðaskólan- um á Akureyri og síðan í Menntaskólanum í Reykjavík og tók þaðan stúdentspróf 1941. Síðan lá leið hans í Háskóla ís- lands og lauk hann þar námi í ís- lenskum fræðum með magister- prófi 1949. Jafnframt námi stundaði híinn kennslu við ýmsa skóla í Reykjavík. Að námi loknu fluttist hann norður á Sauðárkrók til kennslu- starfa við Gagnfræðaskólann á Sauðárkróki og Iðnskólann þar. Skólastjóri Iðnskólans var hann frá 1951 til 1964 og skólastjóri Gagnfræðaskólans frá 1956 til 1984. Á heimili þeirra Öldu og Frióriks hefur alla tíð verið gest- kvæmt, enda vel tekið á móti hverjum þeim sem að garði bar. Böm þeirra öll sjö hafa skapað sér traustar stöður og starfsvett- vang í lífinu. Leiðir okkar Friðriks lágu fyrst saman er hann kom til Sauðárkróks til kennslustarfa. Strax bundumst við vináttubönd- um, sem héldust alla tíð. Sam- starf í skóla og að skólamálum var ætíð með ágætum. Leiðir okkar í og úr skóla lágu lengst af saman og var því oft komiö við hjá þeim Öldu og Friðrik, þeginn kaffisopi og spjallað saman. Fjölskyldur okkar voru báðar bammargar og bömin á svipuð- um aldri og áttu því oft samleið í leik og starfi. Þau vom tíðir gest- ir á heimili hvert annars og léku sér saman. Á þeim ámm sem bömin vom að alast upp var hér mikill áhugi fyrir sundíþróttinni og áttu Skagfirðingar fjölmennan hóp unglinga, sem á margra ára tímabili skaraði fram úr í sundi á Norðurlandi. Eg minnist á- nægjulegra stunda með sund- hópnum á heimili Friðriks og Öldu eftir vel heppnaðar sund- ferðir til að efla samhug hópsins, enda vom systumar á Hólavegi 4 drjúgur hluti þessa sundhóps. Þar var sungið og glaðst saman. Fyr- ir þessar samvemstundir vil ég þakka sérstaklega. Friðrik Margeirsson var traustur vinur vina sinna, hjálp- samur og velviljaður. Hann var fróður um marga hluti, hafði skemmtilegan frásagnarmáta og var vel hagorður. Þannig heyrði ég hann fara meó löng fréttabréf til vina sinna í bundnu máli. Hann sóttist ekki eftir vegtyllum eða völdum en var trúr þeim störfúm sem hann tók að sér að vinna. Eg hefi áóur minnst á áhuga Friðriks á búskap og hrossarækt. Jafnframt kennslustörfum stund- aði hann ætíð smábúskap og að mestu á Ögmundarstöðum. Eftir að hann hætti kennslu sneri hann sér í ríkara mæli en áöur að hrossum, uppeldi þeirra og tamn- ingu, eins og sönnum Skagfirð- ingi sæmdi, og var búinn að koma sér upp hrossastofhi, sem hann hafði miklar væntingar um. Síðustu árin eyddi hann miklum hluta tíma síns í að vinna að þessum hugðarefnum. Við hjónin söknum mjög vin- ar í stað þar sem Friórik var. Heimsóknum til annarra en bama okkar hefur fækkað með árunum. Til þess liggja margar á- stæður. Til Friðtiks og Óldu hlutum við þó að koma ööru hvoru til að rifja upp gamlar minningar okkar öllum til á- nægju og gleði, þaö var bara einn þáttur lífsins. Við hörmum það mjög að höggvið hefur verið stórt skarð í vinahópinn. Eg vil aó lokum fyrir hönd konu minnar og bama þakka öll samskipti og votta Öldu, bömum hennar og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Minnumst þess að við andlát Friðriks Margeirssonar kvöddum við góðan dreng. Guðjón Ingimundarson. Snemma í vor festi ungur athaftiasamur maður á Sauðár- króki, Örvar Pálmason, kaup á pylsuvagni. Örvar hyggst verða á ferðinni með vagninn í sumar, þar sem að eitthvað verður að gerast. Ljósmyndari Feykis hitti hann á Jóns- messuhátíð á Hofsósi um síðustu helgi og fékk sér þá að bragöa á hinum ágætu ,rsvaðapylsum“. Örvar er til hægri á myndinni, aðstoðarmaður hans Njáll Njálsson til vinstri. Þcssi miði gildir scm 15% afsláttur á pizzum á Bíó Cate föstudagskvöldið 30/6 og laugardagskvöldið 1/7 KK BANDog ElleilKristjáns á tónleikum/dansleikjum í Bíó salnum Siglufirði nk. laugardagskvöld. Hvernig væri að breyta til og skreppa til Sigló eina kvöldstund. 18 ára aldurstakmark. Nýja bíó hf. Okeypds smáar ofnar og hreinlætistæki, fást gef- ins. Upplýsingar í síma 453 5700. Til sölu! Til sölu fimm fimm gata felgur og varadekk, 175 R 15. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 453 6106. Bílaáhugamenn! Til sölu Austin árg. 1946 (fyrsti eigandi Jón Nikódemusson). Upplýsingar gefa Bára og Magnús í síma 567 5050. Til sölu 26 tommu DBS kvenhjól, lítið notað. Upplýsingar í síma 453 5392. Hlutir fást gefins! Gamlir miðstöðvarofnar, pott- Atvinna í sveit! Bamlaus kona óskar eftir ráðs- konustöóu á sveitabæ í 2-3 mánuði í sumar. Upplýsingar í síma467 1054. Hestar til sölu! Vanti einhvem gott reiðhestsefni, þá hringi hann í síma 453 6546. Fasteign til sölu! Til sölu tveggja herbergja íbúð á jarðhæð að Víðigrund 16. Upplýsingar í síma 453 6210. + Okkar innilegustu þakkir færum við þeim fjölmörgu sem veittu okkur styrk í sorg okkar meó blómum, samúð og hlýju, vió fráfall elskulegs eiginmanns, föóur, tengdafööur, afa og langafa Friðriks Margeirssonar, Hólavegi 4, Sauðárkróki, Guð blessi ykkur öll. Alda Ellertsdóttir Helga Frióriksdóttir Kristinn Hauksson Heiðrún Friöriksdóttir Sveinn Sigfússon Hallfríóur Friöriksdóttir Siguröur Þorvaldsson Jóhann Frióriksson Sigríöur Siguróardóttir Margeir Frióriksson Sigurlaug Valgarósdóttir Valgeróur Frióriksdóttir Páll Frióriksson Guóný Axelsdóttir bamaböm og bamabamabam.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.