Feykir


Feykir - 01.11.1995, Blaðsíða 6

Feykir - 01.11.1995, Blaðsíða 6
6FEYKIR 38/1995 Heilir og sælir lesendur góöir. Talsvert hefur boriö á því aö undan- fömu aö sjónvarpsstöðvar landsmanna og ýmsir aðrir fjölmiölar hafi gert sér tals- verðan mat úr þeim vandræðum sem sauöfjárbúskapur okkar bænda á nú í. Má ótrúlegt telja aö öll sú umfjöllun sé bændastéttinni til ifamdráttar og ástæöa til aö ætlað að tilgangurinn helgi meðaliö þegar blessuö lömbin em látin þagna í beinum útsendingum. Eftir eina slíka syrpu orti Sigurður Guömundsson bóndi á Fossum í Svartárdal eftirfarandi vísu. Útlitið er afar Ijótt, að oss setur kvíða. Efœrnar þagna yrði hljótt út um sveitir víða. Aö fleirum kreppir um þessar mundir því ill tíðindi berast nú um ýmis áform stjómvalda sem varöa kjör margra þeirra er minna mega sín í þjóðfélaginu. Það mun vera Númi Þorbergsson sem orti eft- irfarandi vísu eftir aö hafa spurt þau tíö- indi og fylgst með umræðu um væntan- legan her menntamálaráðherra. Hérna valið, vopnað lið vceri hœgt að brúka. Og losa Island alveg við aldraða og sjúka. Þá er til þess aö taka aö sumar af vís- um síðasta þáttar virðast hafa lent í þoku á leið sinni í gegnum prentverkið. Ekki skal fjölyrt um það að öðm leyti en gera tilraun til að leiðrétta þessa. Drengur kátur engu kvíðir að kanna leiðina. Kappinn ungi Kristján Víðir er kominn á heiðina. Þá er gott að heyra næst frá Rúnari Kristjánssyni á Skagaströnd. Flestir vel á þingi þéna, það er margur fús að votta. Þeir sem komast þar á spena þurfa bara að kunna að totta. Undir borginni var rætt um hvað Lár- us Ægir Guðmundsson mundi taka sér íyrir hendur er hann léti af því starfi sem hann nú gegnir. Rúnar fann lausn á því. Lárus hér í tali tryggu tigna menn aflífi og sál. Að hann taki við afViggu virðist nœstum gefið mál. Þá hafa nú að undanfömu blásið all kaldir vindar um hinn mikia athafnamann þeirra Skagstrendinga um tugi ára Svein Ingólfsson. Um þær róstur yrkir Rúnar svo. Mikið þykist stjórnin sterk, stórum beitir hnífi. En tríúega er tafsamt verk að taka Svein aflífi. Sitthvað gengur ennþá á ýmsir svipinn gretta. Sveinn hefur verið settur frá svona gengur þetta. Það mun hafa verið Jón S. Bergmann sem orti svo um mat á hinu raunverulega manngildi. Dýrtíðin var mjög til meins, margan snauðan gerði, en manngildið er ávallt eins undur lágt í verði. í framhaldi af framansögðu er heppi- legt að rifja upp aðra vísu eftir Jón. Sá er hœrra höfuð ber heldur en þrœlum líki, hefur jafnt á hœlum sér hatur og öjundsýki. í slíkum darradansi getur fallið á ytra byrðið. Pétur Jóhannsson yrkir svo. Æsku blóminn fölnar fijótt, fjörið dofnað getur. Allt sem styðst við andans þrótt ofiast varir betur. Illa hefur blásið nú að undanfömu og margt gengið á hjá hinni íslensku vetrar- verðráttu þrátt fyrir að enn heiti sumar þegar þessar línur em ritaðar. Kannski það hafi verið við svipuð skilyrði sem Kristján Olason orti svo. Hríms og mjallar hvíta lín hylur kalinn svörðinn. Hún er að bi'ta um sárin sín svona - blessuð jörðin. Þá langar mig til að fara þess á leit við lesendur, eins og ég hef reyndar stundum gert áður, að þeir verði mér hjálpsamir meó efiii fyrir þáttinn. Síðan verður það Rögnvaldur Rögn- valdsson sem leggur okkur til síðustu vís- una og geta eflaust margir tekið undir mcð honum þar. Sunmrblíðan sofnuð er, sölnar hlíðar gróður. Vöku síðan veldur mér vetrar h’íðans óður. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum 541 Blönduósi, sími 452 7154. Flateyri, þorp í fréttum Flateyri við Önundarfjörð í sumarskrúða. Fjallið Þorfinnur er á myðri mynd. Ljósmynd BJ/ Landið okkar. Það fer ekki hjá því að hugur margra hafi undanfarna daga leitað til íbúa á Flateyri eftir hörmungar þær sem riðu yfir þorpið í óveðrinu í síðustu viku. Samhugur í verki hefur að undanfornu náð inn til dala og út á annes þessa lands og landsmenn munu áfram fylgj- ast með Flateyringum. Flateyri stendur á eyri vió norðanverðan Önundarljörð, um 7 km. utar en þar sem Vestfjarða- vegur liggur fram Breiðadal til Isafjarðar. Flateyrarkauptún er í Flateyrarhreppi sem nær frá Breiðadalsá að Gathamri vestan við Sauðanestá. Ibúar voru við síðasta manntal tæplega 390 og hefur fækkað nokkuó á síðustu 15 árum, voru 446 árið 1979. Tæpa tvo km utan við Flateyri er dalskora nefnd Klofningsdalur. Þar hefur fyrir óralöngu orðið geysimikió framhlaup og er það sennilega upphafið að Flateyri. Uthafsaldan hefur svo brotið utan af þessu framhlaupi en fært land- brotið inn fyrir þar sem hlé var. Nú hefur verið sett öflug grjót- vörn á eyrina utanverða, sem stöðvar ferðalag hennar. Verslun hófst á Flateyri 1792 og var þar útibú frá versluninni á Þingeyri. Stýröi henni Daníel Steenback. Hann lést 1823 og þá var tekinn við versluninni Friðrik Svendsen (1788-1856) og 1823 var löggiltur verslunarstaður á Flateyri. Friðrik var mikill at- hafnamaður. Hann hóf útgerð þil- skipa og stóóu íyrirtæki hans með blóma framan af. Hann lét byggja vandað íbúðarhús framarlega á Flateyrarodda og gera hróf mikið úl aó geyma í skip sín og sér enn fyrir því. Eftir lát Friðriks Svendsens keypti Torfi Halldórsson (1823- 1906) eignir hans en telja má að Torfi sé faðir Flateyrar. Til félags við Torfa réðst Hjálmar Jónsson. Sá hann um verslun þeirra félaga og byggði vandað verslunarhús sem enn stendur lítt breytt. Torfi lét af verslun 1884 og helgaði sig útgerð eftir það. Var mikil þil- skipaútgerö frá Flateyri á síðustu áratugum 19. aldar en þá var blómaskeið hákarlaveiða, fram til aldamóta. Þegar útgerðin blómgaðist tóku skipstjórar og fleiri að setjast að á Flateyri. Fyrstur þeirra var Sveinn Rósinkransson er reisti hús sitt 1880. Fjölgaði fólki síðan jaftit og þétt og voru um aldamót- in um 200 íbúar á Flateyri. Ráðherrabústaðurinn frá Flateyri Árið 1889 kom Norðmaðurinn Hans F.llefsen úl Önundarfjarðar og hóf hvalveióar. Reisti hann mikla verksmiðju uppi undir bökkunum ofan við Flateyri og veglegt íbúðarhús uppi á bökkun- um og nefndi Sólbakka. Skjótt gekk á hvalastofninn fyrir Vest- fjörðum og dró úr afla þegar leið að aldamótum. Arið 1901 brunnu verksmiðjuhús Ellefsens. Flutti hann þá rekstur sinn til AusÚjarða og hafði þó áður láúð gera mikinn reykháf innan við Önundarfjörð, að Hóli, og stendur hann enn. Hið mikla íbúðarhús sitt gaf hann Hannesi Hafstein, sumir segja seldi á 5 krónur. Hannes lét flytja húsið til Reykjavíkur og stendur það nú við Tjamargötu og hefúr lengið gengið undir nafhinu Ráð- herrabústaðurinn. Arið 1912 reistu Þjóðverjar verksmiðju á innanverðum bruna- rústum Ellefsensverksmiðjunnar og unnu þar fiskúrgang. Hún komst síðar í eigu Islendinga og að síðustu varð hún ríkiseign. Var brædd í henni síld og síðan karfi en að lokum aftur síld. Hún var lögð niður 1945. í þessari verk- smiðju gerói dr. Þórður Þorbjam- arson (1908-1971) tilraunir með vinnslu á lýsi úr karfalifur sem reyndist hafa margfalt bætiefna- innihald á við lýsi úr þorkslifur. Sjávarútvegur og til- raun til járnvinnslu Upp úr aldamótum komu fyrstu vélbátamir úl Flateyrar og fóru þeir smám saman stækkandi. Ishús var reist snemma á þessari öld. Hraðfrysúhús var reist 1935 og hefúr síöan starfaó frystihús á staðnum. Þá er þar salfisk- og skreiðarverkun. A Flateyri er góð höfn frá náttúrunnar hendi. Bryggjur voru fyrst reistar vegna hvalstöðvarinnar, en 1952 hófúst opinberar hafnarframkvæmdir með því að rekið var niður stálþil. Hefur þeim verið haldið áfram síðan. I fjallinu utan og ofan við Flat- eyri var eitt sumar unnið að jám- námi. Fyrir því stóð Kristján Torfason sem þá átti Flateyrar- eignir. Þar eru nokkur járn- steinslög í íjallinu og reyndist það besta með 60-70% jámoxíði. Það var þó talið of þunnt til þess að talið væri svara kostnaði við jám- námið, en enn sér fyrir námuop- inu og sneiðingnum þar sem jám- ið var flutt til hafnar en það var gert á hestum. A utanverðri eyrinni er hóll sem nefnist Goðahóll. Hann mun hafa verið kannaður af Sigurói Vigfússyni fomfræóingi og eitt- hvaó fannst í honum al' ösku og beinum en ekkert sem markvert þótti. I honum er heygður Kon- ungsgráni, hestur sá sem Kristjáni konungi 10 var fenginn til reiðar er hann heimsótti ísland árió 1921. Núverandi kirkja á Flateyri var vígð 1936. Er henni þjónað frá Holti. I henni em fimm gluggar með steindu gleri, gerðir af Leifi Breiðfjörð. Læknir settist aó á Flateyri 1910. Sjúkraskýli var reist upp úr seinni heimstyrjöld- inni, aö nokkm með styrk ffá ís- lensku togarafélögunum sem lögðu fram eitt þúsund krónur á togara, en þá var Flateyri aöal- höfn togaranna er þeir voru að veiðum á Vestfjaróamiðum. Nú er heilsugæslustöð á Flateyri. Lyfjabúö er á staðnum. Nýr bamaskóli var byggður á Flateyri á ámnum 1959-1960, en bamafræðsla hófst þar 1905. Þar er Héraósbókasafn Vestur-ísa- fjarðarsýslu, landsímastöð síðan 1908 og sjálfvirk símstöð frá 1969. Félagsstarfsemi er talsverð og stórt og gott félagsheimili. Meðal félagasamtaka má nefna Kvenfélagið Brynju sem á og rekur bamaleikvöll og dagheimili. (Byggt á Landinu þínu og ferðahand- bókinni).

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.